Ölþingi Lára G. Sigurðardóttir skrifar 11. mars 2019 07:30 Það er þá satt sem þú hefur bent á – maður drekkur meira áfengi þegar það er svona auðvelt að kaupa það,“ sagði maðurinn minn um daginn. Við höfum nú dvalið í Kaliforníu þar sem áfengi er selt víða í verslunum. Mér varð hugsað til þessara orða nú þegar áfengisfrumvarpið er til umræðu í ellefta sinn á Ölþingi okkar Íslendinga. Rökstuðningur flutningsmanna frumvarpsins um að einkavæða áfengissölu og að leyfa áfengisauglýsingar er alls ekki með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Hér eru nokkur af þeim atriðum sem Ölþingismenn nefndu: íslenskir bjórframleiðendur þurfa að græða meira; aðgengi er svo mikið að við getum alveg eins aukið það meira; fyrst sumir brjóta áfengislögin þá skulum við bara afnema þau; leggjum áherslu á áfengisforvarnir næstu fimm árin því áfengisvandinn mun aukast með frumvarpinu; „áfengismenningin“ þarf að komast á hærra plan; svo skulum við ekki hafa vit fyrir öðrum, og síðast en ekki síst; þá mun fræðsla til almennings leysa öll vandamál. Ef frumvarpsmenn hefðu lesið sér til þá vissu þeir að fræðsla dugar skammt í áfengisforvörnum og að það eru einmitt aðgerðir stjórnvalda eins og að takmarka aðgengi og sýnileika sem skila mestum árangri. Er þetta ekki komið gott eða þurfum við að setja áfengisfrumvarpsbann á Ölþingi? Sjálf get ég þulið upp neikvæðar afleiðingar áfengisneyslu en samt drekk ég meira en skynsemin segir mér. Ég skammast mín fyrir að segja það en svona getur maður verið ófullkominn. Ég leyfi mér samt að segja þetta því ég veit að ég er ekki ein um að fara ekki alltaf eftir því sem ég veit að er mér fyrir bestu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Það er þá satt sem þú hefur bent á – maður drekkur meira áfengi þegar það er svona auðvelt að kaupa það,“ sagði maðurinn minn um daginn. Við höfum nú dvalið í Kaliforníu þar sem áfengi er selt víða í verslunum. Mér varð hugsað til þessara orða nú þegar áfengisfrumvarpið er til umræðu í ellefta sinn á Ölþingi okkar Íslendinga. Rökstuðningur flutningsmanna frumvarpsins um að einkavæða áfengissölu og að leyfa áfengisauglýsingar er alls ekki með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Hér eru nokkur af þeim atriðum sem Ölþingismenn nefndu: íslenskir bjórframleiðendur þurfa að græða meira; aðgengi er svo mikið að við getum alveg eins aukið það meira; fyrst sumir brjóta áfengislögin þá skulum við bara afnema þau; leggjum áherslu á áfengisforvarnir næstu fimm árin því áfengisvandinn mun aukast með frumvarpinu; „áfengismenningin“ þarf að komast á hærra plan; svo skulum við ekki hafa vit fyrir öðrum, og síðast en ekki síst; þá mun fræðsla til almennings leysa öll vandamál. Ef frumvarpsmenn hefðu lesið sér til þá vissu þeir að fræðsla dugar skammt í áfengisforvörnum og að það eru einmitt aðgerðir stjórnvalda eins og að takmarka aðgengi og sýnileika sem skila mestum árangri. Er þetta ekki komið gott eða þurfum við að setja áfengisfrumvarpsbann á Ölþingi? Sjálf get ég þulið upp neikvæðar afleiðingar áfengisneyslu en samt drekk ég meira en skynsemin segir mér. Ég skammast mín fyrir að segja það en svona getur maður verið ófullkominn. Ég leyfi mér samt að segja þetta því ég veit að ég er ekki ein um að fara ekki alltaf eftir því sem ég veit að er mér fyrir bestu.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun