Flugfreyjurnar aftur á spítalana Jakob Bjarnar skrifar 29. mars 2019 11:33 Nú er WOW-ævintýrið að baki. Lærðir hjúkrunarfræðingar, sem hafa starfað í háloftunum á vegum WOW hafa sumir hverjir sett sig í samband við Landspítalann og athugað með stöður. Þar eru þeir velkomnir. Lærðir hjúkrunarfræðingar, sem hurfu úr greininni og hófu störf sem flugfreyjur, hafa sett sig í samband við Landspítala og spurst fyrir um lausar stöður þar. Þetta staðfestir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans.Hjúkrunarfræðingar leita í flugið „Já, það er vissulega svo. Hjúkrunarfræðingar hafa sett sig í samband við okkur sem voru að missa vinnuna hjá WOW air,“ segir Anna Sigrún. Hún tekur skýrt fram að þetta sé vissulega ekkert fagnaðarefni, tilefnið hefði mátt vera skemmtilegra. En, hún bendir á að það sé ávallt svo að spítalinn taki fagnandi á móti öllum faglærðum svo sem hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. „Það þarf enginn hjúkrunarfræðingur að vera atvinnulaus. Fólk hefur samband við okkur, sem vill skoða stöðuna og við tökum vel á móti öllum.“Anna Sigrún segir að fólk sem missti vinnuna hjá WOW hafi þegar sett sig í samband við Landspítalann.Vísir/GVAEkki er ofsagt að lærðir hjúkrunarfræðingar hafi horfið til annarra starfa en þeirra sem þeir menntuðu sig til og þá ekki síst í flugið. Þannig má sjá í grein sem finna má á vef Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá í desember 2017 að þriðji hver útskrifaður hjúkrunarfræðingur muni starfa við annað en hjúkrun. Þar segir jafnframt, og er vísað til rannsóknar sem náði til 50 hjúkrunarfræðinga á aldrinum 27-43 ára sem hætt hafa í hjúkrun störfuðu 61 prósent þeirra sem flugfreyjur.Hjúkrunarfræðingar þurfa ekki að óttast atvinnuleysi Anna Sigrún segir ómögulegt að meta það hversu margir hjúkrunarfræðingar hafi leitað í flugið. Það sé mjög fljótandi og þar er einnig um að ræða fólk sem starfi hjá Icelandair. „Við höfum aldrei náð almennilega utan um þetta. En, okkur munar um hvern hjúkrunarfræðing. Og sjúkraliða. Við erum að sækjast eftir báðum stéttum.“ Anna Sigrún segir að Landspítalinn hafi sett sig í samband við mannauðsstjóra WOW, til að minna á sig. „Það er auðvitað brjálað að gera hjá þeim núna. Og við höfum líka verið í sambandi við Vinnumálastofnun.“ Það kom Önnu Sigrúnu á óvart að fólk hafi sett sig svo fljótt í samband við spítalann, hún hefði haldið að það þyrfti að taka sér andrými eftir áfall gærdagsins. En, þá er til þess að líta að oftar en ekki er um afar dugmikið fólk, sem hefur til að bera frumkvæði. „Þetta er eftirsótt starfsfólk.“ Fréttir af flugi Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07 Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Flugmönnum WOW bjóðast þegar störf Flugmenn hjá WOW air fengu þegar í gær tilboð um störf utan landsteinanna. 29. mars 2019 06:00 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Lærðir hjúkrunarfræðingar, sem hurfu úr greininni og hófu störf sem flugfreyjur, hafa sett sig í samband við Landspítala og spurst fyrir um lausar stöður þar. Þetta staðfestir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans.Hjúkrunarfræðingar leita í flugið „Já, það er vissulega svo. Hjúkrunarfræðingar hafa sett sig í samband við okkur sem voru að missa vinnuna hjá WOW air,“ segir Anna Sigrún. Hún tekur skýrt fram að þetta sé vissulega ekkert fagnaðarefni, tilefnið hefði mátt vera skemmtilegra. En, hún bendir á að það sé ávallt svo að spítalinn taki fagnandi á móti öllum faglærðum svo sem hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. „Það þarf enginn hjúkrunarfræðingur að vera atvinnulaus. Fólk hefur samband við okkur, sem vill skoða stöðuna og við tökum vel á móti öllum.“Anna Sigrún segir að fólk sem missti vinnuna hjá WOW hafi þegar sett sig í samband við Landspítalann.Vísir/GVAEkki er ofsagt að lærðir hjúkrunarfræðingar hafi horfið til annarra starfa en þeirra sem þeir menntuðu sig til og þá ekki síst í flugið. Þannig má sjá í grein sem finna má á vef Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá í desember 2017 að þriðji hver útskrifaður hjúkrunarfræðingur muni starfa við annað en hjúkrun. Þar segir jafnframt, og er vísað til rannsóknar sem náði til 50 hjúkrunarfræðinga á aldrinum 27-43 ára sem hætt hafa í hjúkrun störfuðu 61 prósent þeirra sem flugfreyjur.Hjúkrunarfræðingar þurfa ekki að óttast atvinnuleysi Anna Sigrún segir ómögulegt að meta það hversu margir hjúkrunarfræðingar hafi leitað í flugið. Það sé mjög fljótandi og þar er einnig um að ræða fólk sem starfi hjá Icelandair. „Við höfum aldrei náð almennilega utan um þetta. En, okkur munar um hvern hjúkrunarfræðing. Og sjúkraliða. Við erum að sækjast eftir báðum stéttum.“ Anna Sigrún segir að Landspítalinn hafi sett sig í samband við mannauðsstjóra WOW, til að minna á sig. „Það er auðvitað brjálað að gera hjá þeim núna. Og við höfum líka verið í sambandi við Vinnumálastofnun.“ Það kom Önnu Sigrúnu á óvart að fólk hafi sett sig svo fljótt í samband við spítalann, hún hefði haldið að það þyrfti að taka sér andrými eftir áfall gærdagsins. En, þá er til þess að líta að oftar en ekki er um afar dugmikið fólk, sem hefur til að bera frumkvæði. „Þetta er eftirsótt starfsfólk.“
Fréttir af flugi Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07 Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Flugmönnum WOW bjóðast þegar störf Flugmenn hjá WOW air fengu þegar í gær tilboð um störf utan landsteinanna. 29. mars 2019 06:00 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07
Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30
Flugmönnum WOW bjóðast þegar störf Flugmenn hjá WOW air fengu þegar í gær tilboð um störf utan landsteinanna. 29. mars 2019 06:00