Hin ótæmandi auðlind Logi Einarsson skrifar 29. mars 2019 09:30 Íslendingar hafa lengst af verið frumframleiðslu þjóð sem komst til bjargálna vegna náttúruauðlinda. Því er okkur svolítið tamt að telja skynsamlega nýtingu þeirra vísustu tryggingu fyrir gæfu um ókomna tíð. Þetta er þó þeim annmörkum háð að við verðum sífellt að vera á varðbergi gegn ofnýtingu. Náttúran er duttlungarfull og hugmyndir okkar um æskilega umgengni við hana breytast í sífellu - hvað sé eðlilegt að nýta og þá hvernig. Það er þess vegna margt sem mælir með að við sækjum enn frekar á ný mið í atvinnuuppbyggingu þjóðarinnar; aukum hlut nýsköpunar og þekkingariðnaðar á kostnað grunnframleiðslu. Þetta fer vel saman, eins og sést vel á tækniframförum í sjávarútvegi sem skilað hefur betri hráefnanýtingu, auknu verðmæti og bættum aðbúnaði starfsfólks. Þá eru þekkingarstörfin líklegri til að vera vel borguð en mörg þeirra hefðbundnari. Ef við göngum vel um náttúruauðlindir okkar verða þær vafalaust mikilvægur hluti atvinnulífs okkar um langa framtíð. En eins víst og nýting náttúruauðlinda verður alltaf viðkvæm jafnvægislist, eigum við vannýtta auðlind sem ekki er hægt að ofnýta - hugvitið. Það er nefnilega ekki aðeins óþrjótandi heldur vex eftir því sem þú virkjar það meira. Þegar ég var í grunnskóla var algengt að litið væri á listgreinakennslu sem dútl eða kærkomna pásu nemenda frá hinum „æðri“ greinum. Því miður óttast ég að enn eimi eftir af þessu skaðlega viðhorfi. Þetta er hættuleg skammsýni því listgreinar eru mikilvægar til örva þann sköpunarkraft sem bærist innra með okkur öllum. Tónlistarnám er auðvitað mikilvægt í sjálfu sér en það að eru líka bein tengsl milli tónlistariðkunar og færni í stærðfræði, auk þess sem viðkomandi þjálfast í ástundun, ögun og einbeitingu. Myndmenntakennsla ungar ekki einungis út hæfileikaríku myndlistarfólki heldur er nauðsynlegur grunnur fyrir öll þau sem hyggjast starfa við sjónlistir síðar á ævinni - kvikmyndagerðarfólk, arkitekta, fata- og iðnhönnuði,ljósmyndara svo eitthvað sé nefnt. Listgreinakennsla örvar sköpunarkraft, eykur færni til að raungera hugmyndir og er þannig góður bakgrunnur fyrir öll störf - jafnt endurskoðandann sem kokkinn, trésmiðinn sem kennarann. Þáttur skapandi hugsunar er meira að segja svo vanmetinn að í undirstöðugreininni íslensku er námið meira á forsendum tæknilegrar nálgunar en sköpunar. Í framtíð mikilla tæknibreytinga verða skapandi hugsun, frumkvæði og sá hæfileiki að sjá hlutina frá óvæntu sjónarhorni gríðarlega dýrmæt. Ágúst Einarsson prófessor hefur í merkilegri skýrslu sýnt fram á að skapandi greinar séu lykilþáttur í verðmætasköpun landsins. Ég er sannfærður um að hlutur þeirra getur orðið enn meiri í framtíðinni og tel það beinlínis æskilegt. Listgreinar eiga því ekki að vera uppfyllingarefni í námi barna og unglinga, heldur kjarnafag sem þarf að leggja mikla áherslu á. Þessa dagana fer fram Hönnunarmars. Röð fjölbreyttra viðburða sem sýna gróskuna í hönnunargreinum innanlands og utan. Ég hvet fólk eindregið til veita þeim athygli, kynna sér fjölbreytnina og kynnast fólki sem mun auka fjölbreytni, kraft og framþróun atvinnulífsins – og gerir samfélagið skemmtilegra.Höfundur er formaður Samylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Logi Einarsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa lengst af verið frumframleiðslu þjóð sem komst til bjargálna vegna náttúruauðlinda. Því er okkur svolítið tamt að telja skynsamlega nýtingu þeirra vísustu tryggingu fyrir gæfu um ókomna tíð. Þetta er þó þeim annmörkum háð að við verðum sífellt að vera á varðbergi gegn ofnýtingu. Náttúran er duttlungarfull og hugmyndir okkar um æskilega umgengni við hana breytast í sífellu - hvað sé eðlilegt að nýta og þá hvernig. Það er þess vegna margt sem mælir með að við sækjum enn frekar á ný mið í atvinnuuppbyggingu þjóðarinnar; aukum hlut nýsköpunar og þekkingariðnaðar á kostnað grunnframleiðslu. Þetta fer vel saman, eins og sést vel á tækniframförum í sjávarútvegi sem skilað hefur betri hráefnanýtingu, auknu verðmæti og bættum aðbúnaði starfsfólks. Þá eru þekkingarstörfin líklegri til að vera vel borguð en mörg þeirra hefðbundnari. Ef við göngum vel um náttúruauðlindir okkar verða þær vafalaust mikilvægur hluti atvinnulífs okkar um langa framtíð. En eins víst og nýting náttúruauðlinda verður alltaf viðkvæm jafnvægislist, eigum við vannýtta auðlind sem ekki er hægt að ofnýta - hugvitið. Það er nefnilega ekki aðeins óþrjótandi heldur vex eftir því sem þú virkjar það meira. Þegar ég var í grunnskóla var algengt að litið væri á listgreinakennslu sem dútl eða kærkomna pásu nemenda frá hinum „æðri“ greinum. Því miður óttast ég að enn eimi eftir af þessu skaðlega viðhorfi. Þetta er hættuleg skammsýni því listgreinar eru mikilvægar til örva þann sköpunarkraft sem bærist innra með okkur öllum. Tónlistarnám er auðvitað mikilvægt í sjálfu sér en það að eru líka bein tengsl milli tónlistariðkunar og færni í stærðfræði, auk þess sem viðkomandi þjálfast í ástundun, ögun og einbeitingu. Myndmenntakennsla ungar ekki einungis út hæfileikaríku myndlistarfólki heldur er nauðsynlegur grunnur fyrir öll þau sem hyggjast starfa við sjónlistir síðar á ævinni - kvikmyndagerðarfólk, arkitekta, fata- og iðnhönnuði,ljósmyndara svo eitthvað sé nefnt. Listgreinakennsla örvar sköpunarkraft, eykur færni til að raungera hugmyndir og er þannig góður bakgrunnur fyrir öll störf - jafnt endurskoðandann sem kokkinn, trésmiðinn sem kennarann. Þáttur skapandi hugsunar er meira að segja svo vanmetinn að í undirstöðugreininni íslensku er námið meira á forsendum tæknilegrar nálgunar en sköpunar. Í framtíð mikilla tæknibreytinga verða skapandi hugsun, frumkvæði og sá hæfileiki að sjá hlutina frá óvæntu sjónarhorni gríðarlega dýrmæt. Ágúst Einarsson prófessor hefur í merkilegri skýrslu sýnt fram á að skapandi greinar séu lykilþáttur í verðmætasköpun landsins. Ég er sannfærður um að hlutur þeirra getur orðið enn meiri í framtíðinni og tel það beinlínis æskilegt. Listgreinar eiga því ekki að vera uppfyllingarefni í námi barna og unglinga, heldur kjarnafag sem þarf að leggja mikla áherslu á. Þessa dagana fer fram Hönnunarmars. Röð fjölbreyttra viðburða sem sýna gróskuna í hönnunargreinum innanlands og utan. Ég hvet fólk eindregið til veita þeim athygli, kynna sér fjölbreytnina og kynnast fólki sem mun auka fjölbreytni, kraft og framþróun atvinnulífsins – og gerir samfélagið skemmtilegra.Höfundur er formaður Samylkingarinnar.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun