Hugur ráðherra hjá starfsfólki WOW air Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2019 12:23 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Hugur Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra er hjá þeim rúmlega eitt þúsund starfsmönnum WOW air sem misstu vinnuna í morgun. Hún sagði þetta starfsfólk vera fjölskyldufólk sem hefði staðið í ströngu síðustu misserin og stendur nú uppi atvinnulaust. Ráðherrann sagðist minnast þess sem WOW air hefur gert fyrir íslenska samfélagið í heild, og nefndi þar áhrif þess á vöxt í ferðaþjónustu og uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Þórdís var í viðtali í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu í dag þar sem hún sagðist fyrst hafa frétt af því að WOW air væri að hætta rekstri þegar stjórnvöld fengu tilkynningu um að flugfélagið hefði skilað inn flugrekstrarleyfinu í morgun. Hún sagði yfirvöld hafa fylgst náið með undanfarna daga og margt hefði gerst á milli klukkustunda.Vissi af baráttu WOW í gær Í gærkvöldi höfðu yfirvöld fregnir af því að stjórnendur WOW air væru enn að reyna að halda félaginu á lífi en svo blasti niðurstaðan við í morgun þegar í ljós kom að WOW air hafði skilað inn flugrekstrarleyfi sínu. Ríkisstjórnin hefur myndað viðbragðshóp sem hefur meðal annars það hlutverk að tryggja að þeir farþegar sem áttu bókað með WOW air komist sinna leiða. 1.300 manns hafi átt bókað frá Keflavíkurflugvelli og um 1.400 manns voru væntanlegir til landsins. 1.300 áttu svo bókað með tengiflugi.Nú verði litið til framtíðar Þórdís sagði beina aðkomu ríkisins að rekstri WOW hafi ekki komið til greina en stjórnin var þó á hliðarlínunni um alls konar þætti er varða félagið sem reyndi til hins ítrasta að bjarga rekstrinum. Sagði ráðherrann að óvissan hefði legið yfir þjóðinni í marga mánuði en nú skipti máli að líta til framtíðar. Þórdís sagði að í raun hefði ekkert breyst er varðar stöðu Íslands sem áfangastaðar ferðamanna, nú þurfi hins vegar að huga að öðrum leiðum til að komast til og frá landsins.Staðan skárri en fyrir jól Hún sagði að til skemmri tíma hafi fall WOW air vissulega áhrif en það hafi þó orðið jákvæðara yfir sviðsmyndagreiningum síðustu vikna en þegar þær voru gerðar fyrir jól og tengist það því að WOW air hafði minnkað umsvif sín talsvert. Hún kom þó inn á það að skammur tími væri til stefnu fyrir háanna tíma ferðamannaþjónustunnar, það er að segja sumarsins, og hvernig bregðast eigi við minna framboði af sætum til landsins. Þórdís minnti þó á að fjöldi ferðamanna væri ekki aðalmarkmiðið en klárlega væri þetta högg sem hefur áhrif á efnahagslífið og ferðaþjónustuna sérstaklega. Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Hugur Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra er hjá þeim rúmlega eitt þúsund starfsmönnum WOW air sem misstu vinnuna í morgun. Hún sagði þetta starfsfólk vera fjölskyldufólk sem hefði staðið í ströngu síðustu misserin og stendur nú uppi atvinnulaust. Ráðherrann sagðist minnast þess sem WOW air hefur gert fyrir íslenska samfélagið í heild, og nefndi þar áhrif þess á vöxt í ferðaþjónustu og uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Þórdís var í viðtali í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu í dag þar sem hún sagðist fyrst hafa frétt af því að WOW air væri að hætta rekstri þegar stjórnvöld fengu tilkynningu um að flugfélagið hefði skilað inn flugrekstrarleyfinu í morgun. Hún sagði yfirvöld hafa fylgst náið með undanfarna daga og margt hefði gerst á milli klukkustunda.Vissi af baráttu WOW í gær Í gærkvöldi höfðu yfirvöld fregnir af því að stjórnendur WOW air væru enn að reyna að halda félaginu á lífi en svo blasti niðurstaðan við í morgun þegar í ljós kom að WOW air hafði skilað inn flugrekstrarleyfi sínu. Ríkisstjórnin hefur myndað viðbragðshóp sem hefur meðal annars það hlutverk að tryggja að þeir farþegar sem áttu bókað með WOW air komist sinna leiða. 1.300 manns hafi átt bókað frá Keflavíkurflugvelli og um 1.400 manns voru væntanlegir til landsins. 1.300 áttu svo bókað með tengiflugi.Nú verði litið til framtíðar Þórdís sagði beina aðkomu ríkisins að rekstri WOW hafi ekki komið til greina en stjórnin var þó á hliðarlínunni um alls konar þætti er varða félagið sem reyndi til hins ítrasta að bjarga rekstrinum. Sagði ráðherrann að óvissan hefði legið yfir þjóðinni í marga mánuði en nú skipti máli að líta til framtíðar. Þórdís sagði að í raun hefði ekkert breyst er varðar stöðu Íslands sem áfangastaðar ferðamanna, nú þurfi hins vegar að huga að öðrum leiðum til að komast til og frá landsins.Staðan skárri en fyrir jól Hún sagði að til skemmri tíma hafi fall WOW air vissulega áhrif en það hafi þó orðið jákvæðara yfir sviðsmyndagreiningum síðustu vikna en þegar þær voru gerðar fyrir jól og tengist það því að WOW air hafði minnkað umsvif sín talsvert. Hún kom þó inn á það að skammur tími væri til stefnu fyrir háanna tíma ferðamannaþjónustunnar, það er að segja sumarsins, og hvernig bregðast eigi við minna framboði af sætum til landsins. Þórdís minnti þó á að fjöldi ferðamanna væri ekki aðalmarkmiðið en klárlega væri þetta högg sem hefur áhrif á efnahagslífið og ferðaþjónustuna sérstaklega.
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira