Telur hagkerfið vel í stakk búið til að takast á við þá áskorun sem fall WOW air er Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. mars 2019 11:22 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir fall WOW air áskorun fyrir íslenskt efnahagslíf. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það séu vonbrigði að flugfélagið WOW air hafi hætt starfsemi. Stjórnvöld hafi fylgst með örðugleikum félagsins og að sjálfsögðu bundið vonir við að félagið kæmist í gegnum storminn. „Fyrst og fremst er auðvitað hugur okkar hjá því starfsfólki sem nú er í þessari erfiðu stöðu, starfsfólki félagsins og því fólki sem hefur byggt afkomu sína á starfsemi félagsins, auðvitað er þetta mikið áfall fyrir þau.“ Katrín segir að fall WOW air sé áskorun fyrir íslenskt efnahagslíf en íslenskt hagkerfi hafi sjaldan verið eins vel í stakk búið til að takast á við slíka áskorun. „Hér hafa skuldir ríkissjóðs verið lækkaðar með markvissum hætti, aukinn þjóðhagslegur sparnaður, forðum hefur verið safnað og lánakjör ríkisins aldrei betri. Þannig að ég held að við séum að fullvel í stakk búin til að takast á við þessa áskorun og horfa til framtíðar,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu að loknum ráðherrafundi í morgun. Greint hefur verið frá því að viðbragðsáætlun stjórnvalda vegna WOW air hafi verið virkjuð. Hún felst meðal annars í því að koma þeim farþegum sem nú eru strandaglópar á milli staða. „Þar eru ákveðnir hlutir sem eru settir í gang, það eru boðin tiltekin björgunarfargjöld til flugfarþega til þess að komast á milli staða. Þannig að það er annars vegar hlutverk stjórnvalda og síðan munum við auðvitað endurmeta okkar áætlanir. Hins vegar gerir sú fjármálaáætlun sem við erum að ræða núna í þinginu ráð fyrir kólnun í hagkerfinu þar sem við erum meðal annars að leggja aukna áherslu á opinberar fjárfestingar til að vega upp á móti þeim slaka sem þetta getur valdið“ sagði Katrín en Viðtal Heimis Más Péturssonar, fréttamanns, við Katrínu má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Efnahagsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Ríkisstjórnin um fall WOW: „Efnahagsleg áhrif verða einkum til skamms tíma“ Ríkisstjórnin hefur lýst yfir vonbrigðum með að tilraunir WOW air til að tryggja rekstur félagsins hafi ekki skilað árangri. 28. mars 2019 10:50 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það séu vonbrigði að flugfélagið WOW air hafi hætt starfsemi. Stjórnvöld hafi fylgst með örðugleikum félagsins og að sjálfsögðu bundið vonir við að félagið kæmist í gegnum storminn. „Fyrst og fremst er auðvitað hugur okkar hjá því starfsfólki sem nú er í þessari erfiðu stöðu, starfsfólki félagsins og því fólki sem hefur byggt afkomu sína á starfsemi félagsins, auðvitað er þetta mikið áfall fyrir þau.“ Katrín segir að fall WOW air sé áskorun fyrir íslenskt efnahagslíf en íslenskt hagkerfi hafi sjaldan verið eins vel í stakk búið til að takast á við slíka áskorun. „Hér hafa skuldir ríkissjóðs verið lækkaðar með markvissum hætti, aukinn þjóðhagslegur sparnaður, forðum hefur verið safnað og lánakjör ríkisins aldrei betri. Þannig að ég held að við séum að fullvel í stakk búin til að takast á við þessa áskorun og horfa til framtíðar,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu að loknum ráðherrafundi í morgun. Greint hefur verið frá því að viðbragðsáætlun stjórnvalda vegna WOW air hafi verið virkjuð. Hún felst meðal annars í því að koma þeim farþegum sem nú eru strandaglópar á milli staða. „Þar eru ákveðnir hlutir sem eru settir í gang, það eru boðin tiltekin björgunarfargjöld til flugfarþega til þess að komast á milli staða. Þannig að það er annars vegar hlutverk stjórnvalda og síðan munum við auðvitað endurmeta okkar áætlanir. Hins vegar gerir sú fjármálaáætlun sem við erum að ræða núna í þinginu ráð fyrir kólnun í hagkerfinu þar sem við erum meðal annars að leggja aukna áherslu á opinberar fjárfestingar til að vega upp á móti þeim slaka sem þetta getur valdið“ sagði Katrín en Viðtal Heimis Más Péturssonar, fréttamanns, við Katrínu má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Efnahagsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Ríkisstjórnin um fall WOW: „Efnahagsleg áhrif verða einkum til skamms tíma“ Ríkisstjórnin hefur lýst yfir vonbrigðum með að tilraunir WOW air til að tryggja rekstur félagsins hafi ekki skilað árangri. 28. mars 2019 10:50 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Ríkisstjórnin um fall WOW: „Efnahagsleg áhrif verða einkum til skamms tíma“ Ríkisstjórnin hefur lýst yfir vonbrigðum með að tilraunir WOW air til að tryggja rekstur félagsins hafi ekki skilað árangri. 28. mars 2019 10:50
WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42