Dreymir um skíðaparadís í brekkum Grundarfjarðar Kristján Már Unnarsson skrifar 26. mars 2019 21:15 Rut Rúnarsdóttir, formaður Skíðadeildar Snæfellsness. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Skíðamenn á Snæfellsnesi telja að í brekkunum ofan Grundarfjarðar séu náttúrulegar forsendur til að byggja upp eitt besta skíðasvæði landsins, sem bjóði upp á skíðavertíð mánuðum saman. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þegar við vorum í Grundarfirði fyrr í mánuðinum vakti það athygli okkar að þar var talsvert meiri snjór heldur en í sveitunum í kring. Formaður Skíðadeildar Snæfellsness, Rut Rúnarsdóttir, telur skíðasvæði Grundfirðinga raunar einstakt þar sem það sé innanbæjar og mjög nálægt skólanum. „Krakkarnir geta bara skíðað með skólatöskurnar beint hérna eftir skóla,“ segir Rut.Skíðasvæðið er skammt frá grunnskóla Grundarfjarðar.Mynd/Tómas Freyr Kristjánsson.Þetta er eina skíðasvæðið sem eftir er á Snæfellsnesi en núverandi toglyfta er sexhundruð metra löng. Skíðadeildin nýtur stuðnings Grundarfjarðarbæjar en einnig Stykkishólms og Snæfellsbæjar. Hér dreymir menn um að setja upp stólalyftu sem kæmi skíðamönnum upp í 500 metra hæð upp í fjallið. „Við viljum stækka svæðið hérna upp í Eldhamra. Við sjáum fyrir okkur að við getum verið næsta Dalvík, Siglufjörður, eitthvað svoleiðis.“ -Þannig að borgarbúar þurfa ekki að keyra norður í land ef þeir vilja leita sér að góðum skíðabrekkum, bara vestur á Snæfellsnesið? „Já, það eru ekki nema tveir tímar í að koma til okkar.“Núverandi toglyfta er 600 metra löng.Mynd/Tómas Freyr Kristjánsson.Skíðasvæðið er búið að vera opið í fjórar vikur í vetur, sem telst víst bara nokkuð gott, í ljósi þess að ekkert skíðasvæði á landinu liggur lægra en þetta, eða niður í sextán metra hæð yfir sjávarmáli. Með því að teygja skíðalyftur lengra upp í fjall sjá Grundfirðingar fram á lengri skíðavertíð. „Já, þá ættum við að geta skíðað í marga mánuði. Og þar höfum við líka alveg sjúklega flott útsýni. Þannig að við stefnum að því.“ -Þannig að eftir kannski fá ár verða kannski þúsundir manna í brekkunum? „Ég geri ráð fyrir því, já.“ -Og skíðahótel og barir og allt? „Allur pakkinn,“ svarar Rut og hlær. Einnig var fjallað um skíðasvæðið í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í gærkvöldi. Þátturinn, sem er um Grundarfjörð, verður endursýndur næstkomandi sunnudag kl. 17. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grundarfjörður Skíðasvæði Um land allt Tengdar fréttir Dreymir snjóbyssur á hverri nóttu Það var fjölmennt í góðviðrinu í Bláfjöllum í dag þegar skíðasvæðið var opnað á ný eftir nokkurra daga hlé. Rekstrarstjóra dreymir um snjóbyssu í brekkurnar til þess að nýta megi svæðið betur. 26. desember 2017 20:00 Skíðasvæðin á Norðurlandi að opna og snjóframleiðsluvélarnar keyrðar á fullu Langvinnu sumarfríi skíðaiðkanda er lokið eftir gríðarlega snjókomu síðustu daga á Norðurlandi. 5. desember 2018 06:30 Kláfur upp á Skálafell fer í umhverfismat Fyrirtækið Skálafell Panorama ehf. lagði fram tilkynningu um kláfinn þann 8. mars síðastliðinn. 25. júlí 2018 17:47 Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Skíðamenn á Snæfellsnesi telja að í brekkunum ofan Grundarfjarðar séu náttúrulegar forsendur til að byggja upp eitt besta skíðasvæði landsins, sem bjóði upp á skíðavertíð mánuðum saman. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þegar við vorum í Grundarfirði fyrr í mánuðinum vakti það athygli okkar að þar var talsvert meiri snjór heldur en í sveitunum í kring. Formaður Skíðadeildar Snæfellsness, Rut Rúnarsdóttir, telur skíðasvæði Grundfirðinga raunar einstakt þar sem það sé innanbæjar og mjög nálægt skólanum. „Krakkarnir geta bara skíðað með skólatöskurnar beint hérna eftir skóla,“ segir Rut.Skíðasvæðið er skammt frá grunnskóla Grundarfjarðar.Mynd/Tómas Freyr Kristjánsson.Þetta er eina skíðasvæðið sem eftir er á Snæfellsnesi en núverandi toglyfta er sexhundruð metra löng. Skíðadeildin nýtur stuðnings Grundarfjarðarbæjar en einnig Stykkishólms og Snæfellsbæjar. Hér dreymir menn um að setja upp stólalyftu sem kæmi skíðamönnum upp í 500 metra hæð upp í fjallið. „Við viljum stækka svæðið hérna upp í Eldhamra. Við sjáum fyrir okkur að við getum verið næsta Dalvík, Siglufjörður, eitthvað svoleiðis.“ -Þannig að borgarbúar þurfa ekki að keyra norður í land ef þeir vilja leita sér að góðum skíðabrekkum, bara vestur á Snæfellsnesið? „Já, það eru ekki nema tveir tímar í að koma til okkar.“Núverandi toglyfta er 600 metra löng.Mynd/Tómas Freyr Kristjánsson.Skíðasvæðið er búið að vera opið í fjórar vikur í vetur, sem telst víst bara nokkuð gott, í ljósi þess að ekkert skíðasvæði á landinu liggur lægra en þetta, eða niður í sextán metra hæð yfir sjávarmáli. Með því að teygja skíðalyftur lengra upp í fjall sjá Grundfirðingar fram á lengri skíðavertíð. „Já, þá ættum við að geta skíðað í marga mánuði. Og þar höfum við líka alveg sjúklega flott útsýni. Þannig að við stefnum að því.“ -Þannig að eftir kannski fá ár verða kannski þúsundir manna í brekkunum? „Ég geri ráð fyrir því, já.“ -Og skíðahótel og barir og allt? „Allur pakkinn,“ svarar Rut og hlær. Einnig var fjallað um skíðasvæðið í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í gærkvöldi. Þátturinn, sem er um Grundarfjörð, verður endursýndur næstkomandi sunnudag kl. 17. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grundarfjörður Skíðasvæði Um land allt Tengdar fréttir Dreymir snjóbyssur á hverri nóttu Það var fjölmennt í góðviðrinu í Bláfjöllum í dag þegar skíðasvæðið var opnað á ný eftir nokkurra daga hlé. Rekstrarstjóra dreymir um snjóbyssu í brekkurnar til þess að nýta megi svæðið betur. 26. desember 2017 20:00 Skíðasvæðin á Norðurlandi að opna og snjóframleiðsluvélarnar keyrðar á fullu Langvinnu sumarfríi skíðaiðkanda er lokið eftir gríðarlega snjókomu síðustu daga á Norðurlandi. 5. desember 2018 06:30 Kláfur upp á Skálafell fer í umhverfismat Fyrirtækið Skálafell Panorama ehf. lagði fram tilkynningu um kláfinn þann 8. mars síðastliðinn. 25. júlí 2018 17:47 Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Dreymir snjóbyssur á hverri nóttu Það var fjölmennt í góðviðrinu í Bláfjöllum í dag þegar skíðasvæðið var opnað á ný eftir nokkurra daga hlé. Rekstrarstjóra dreymir um snjóbyssu í brekkurnar til þess að nýta megi svæðið betur. 26. desember 2017 20:00
Skíðasvæðin á Norðurlandi að opna og snjóframleiðsluvélarnar keyrðar á fullu Langvinnu sumarfríi skíðaiðkanda er lokið eftir gríðarlega snjókomu síðustu daga á Norðurlandi. 5. desember 2018 06:30
Kláfur upp á Skálafell fer í umhverfismat Fyrirtækið Skálafell Panorama ehf. lagði fram tilkynningu um kláfinn þann 8. mars síðastliðinn. 25. júlí 2018 17:47
Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45