Dreymir um skíðaparadís í brekkum Grundarfjarðar Kristján Már Unnarsson skrifar 26. mars 2019 21:15 Rut Rúnarsdóttir, formaður Skíðadeildar Snæfellsness. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Skíðamenn á Snæfellsnesi telja að í brekkunum ofan Grundarfjarðar séu náttúrulegar forsendur til að byggja upp eitt besta skíðasvæði landsins, sem bjóði upp á skíðavertíð mánuðum saman. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þegar við vorum í Grundarfirði fyrr í mánuðinum vakti það athygli okkar að þar var talsvert meiri snjór heldur en í sveitunum í kring. Formaður Skíðadeildar Snæfellsness, Rut Rúnarsdóttir, telur skíðasvæði Grundfirðinga raunar einstakt þar sem það sé innanbæjar og mjög nálægt skólanum. „Krakkarnir geta bara skíðað með skólatöskurnar beint hérna eftir skóla,“ segir Rut.Skíðasvæðið er skammt frá grunnskóla Grundarfjarðar.Mynd/Tómas Freyr Kristjánsson.Þetta er eina skíðasvæðið sem eftir er á Snæfellsnesi en núverandi toglyfta er sexhundruð metra löng. Skíðadeildin nýtur stuðnings Grundarfjarðarbæjar en einnig Stykkishólms og Snæfellsbæjar. Hér dreymir menn um að setja upp stólalyftu sem kæmi skíðamönnum upp í 500 metra hæð upp í fjallið. „Við viljum stækka svæðið hérna upp í Eldhamra. Við sjáum fyrir okkur að við getum verið næsta Dalvík, Siglufjörður, eitthvað svoleiðis.“ -Þannig að borgarbúar þurfa ekki að keyra norður í land ef þeir vilja leita sér að góðum skíðabrekkum, bara vestur á Snæfellsnesið? „Já, það eru ekki nema tveir tímar í að koma til okkar.“Núverandi toglyfta er 600 metra löng.Mynd/Tómas Freyr Kristjánsson.Skíðasvæðið er búið að vera opið í fjórar vikur í vetur, sem telst víst bara nokkuð gott, í ljósi þess að ekkert skíðasvæði á landinu liggur lægra en þetta, eða niður í sextán metra hæð yfir sjávarmáli. Með því að teygja skíðalyftur lengra upp í fjall sjá Grundfirðingar fram á lengri skíðavertíð. „Já, þá ættum við að geta skíðað í marga mánuði. Og þar höfum við líka alveg sjúklega flott útsýni. Þannig að við stefnum að því.“ -Þannig að eftir kannski fá ár verða kannski þúsundir manna í brekkunum? „Ég geri ráð fyrir því, já.“ -Og skíðahótel og barir og allt? „Allur pakkinn,“ svarar Rut og hlær. Einnig var fjallað um skíðasvæðið í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í gærkvöldi. Þátturinn, sem er um Grundarfjörð, verður endursýndur næstkomandi sunnudag kl. 17. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grundarfjörður Skíðasvæði Um land allt Tengdar fréttir Dreymir snjóbyssur á hverri nóttu Það var fjölmennt í góðviðrinu í Bláfjöllum í dag þegar skíðasvæðið var opnað á ný eftir nokkurra daga hlé. Rekstrarstjóra dreymir um snjóbyssu í brekkurnar til þess að nýta megi svæðið betur. 26. desember 2017 20:00 Skíðasvæðin á Norðurlandi að opna og snjóframleiðsluvélarnar keyrðar á fullu Langvinnu sumarfríi skíðaiðkanda er lokið eftir gríðarlega snjókomu síðustu daga á Norðurlandi. 5. desember 2018 06:30 Kláfur upp á Skálafell fer í umhverfismat Fyrirtækið Skálafell Panorama ehf. lagði fram tilkynningu um kláfinn þann 8. mars síðastliðinn. 25. júlí 2018 17:47 Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Skíðamenn á Snæfellsnesi telja að í brekkunum ofan Grundarfjarðar séu náttúrulegar forsendur til að byggja upp eitt besta skíðasvæði landsins, sem bjóði upp á skíðavertíð mánuðum saman. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þegar við vorum í Grundarfirði fyrr í mánuðinum vakti það athygli okkar að þar var talsvert meiri snjór heldur en í sveitunum í kring. Formaður Skíðadeildar Snæfellsness, Rut Rúnarsdóttir, telur skíðasvæði Grundfirðinga raunar einstakt þar sem það sé innanbæjar og mjög nálægt skólanum. „Krakkarnir geta bara skíðað með skólatöskurnar beint hérna eftir skóla,“ segir Rut.Skíðasvæðið er skammt frá grunnskóla Grundarfjarðar.Mynd/Tómas Freyr Kristjánsson.Þetta er eina skíðasvæðið sem eftir er á Snæfellsnesi en núverandi toglyfta er sexhundruð metra löng. Skíðadeildin nýtur stuðnings Grundarfjarðarbæjar en einnig Stykkishólms og Snæfellsbæjar. Hér dreymir menn um að setja upp stólalyftu sem kæmi skíðamönnum upp í 500 metra hæð upp í fjallið. „Við viljum stækka svæðið hérna upp í Eldhamra. Við sjáum fyrir okkur að við getum verið næsta Dalvík, Siglufjörður, eitthvað svoleiðis.“ -Þannig að borgarbúar þurfa ekki að keyra norður í land ef þeir vilja leita sér að góðum skíðabrekkum, bara vestur á Snæfellsnesið? „Já, það eru ekki nema tveir tímar í að koma til okkar.“Núverandi toglyfta er 600 metra löng.Mynd/Tómas Freyr Kristjánsson.Skíðasvæðið er búið að vera opið í fjórar vikur í vetur, sem telst víst bara nokkuð gott, í ljósi þess að ekkert skíðasvæði á landinu liggur lægra en þetta, eða niður í sextán metra hæð yfir sjávarmáli. Með því að teygja skíðalyftur lengra upp í fjall sjá Grundfirðingar fram á lengri skíðavertíð. „Já, þá ættum við að geta skíðað í marga mánuði. Og þar höfum við líka alveg sjúklega flott útsýni. Þannig að við stefnum að því.“ -Þannig að eftir kannski fá ár verða kannski þúsundir manna í brekkunum? „Ég geri ráð fyrir því, já.“ -Og skíðahótel og barir og allt? „Allur pakkinn,“ svarar Rut og hlær. Einnig var fjallað um skíðasvæðið í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í gærkvöldi. Þátturinn, sem er um Grundarfjörð, verður endursýndur næstkomandi sunnudag kl. 17. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grundarfjörður Skíðasvæði Um land allt Tengdar fréttir Dreymir snjóbyssur á hverri nóttu Það var fjölmennt í góðviðrinu í Bláfjöllum í dag þegar skíðasvæðið var opnað á ný eftir nokkurra daga hlé. Rekstrarstjóra dreymir um snjóbyssu í brekkurnar til þess að nýta megi svæðið betur. 26. desember 2017 20:00 Skíðasvæðin á Norðurlandi að opna og snjóframleiðsluvélarnar keyrðar á fullu Langvinnu sumarfríi skíðaiðkanda er lokið eftir gríðarlega snjókomu síðustu daga á Norðurlandi. 5. desember 2018 06:30 Kláfur upp á Skálafell fer í umhverfismat Fyrirtækið Skálafell Panorama ehf. lagði fram tilkynningu um kláfinn þann 8. mars síðastliðinn. 25. júlí 2018 17:47 Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Dreymir snjóbyssur á hverri nóttu Það var fjölmennt í góðviðrinu í Bláfjöllum í dag þegar skíðasvæðið var opnað á ný eftir nokkurra daga hlé. Rekstrarstjóra dreymir um snjóbyssu í brekkurnar til þess að nýta megi svæðið betur. 26. desember 2017 20:00
Skíðasvæðin á Norðurlandi að opna og snjóframleiðsluvélarnar keyrðar á fullu Langvinnu sumarfríi skíðaiðkanda er lokið eftir gríðarlega snjókomu síðustu daga á Norðurlandi. 5. desember 2018 06:30
Kláfur upp á Skálafell fer í umhverfismat Fyrirtækið Skálafell Panorama ehf. lagði fram tilkynningu um kláfinn þann 8. mars síðastliðinn. 25. júlí 2018 17:47
Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45