Pavel: Þú þarft ekki að vera fullkominn Árni Jóhannsson skrifar 25. mars 2019 21:47 Pavel var frábær í kvöld. vísir/pjetur „Ég segi nú ekki að allt hafi gengið fullkomlega upp en það gekk margt mjög vel upp“, sagði Pavel Ermolinskij sem að öðrum ólöstuðum var besti maður vallarins í dag. Hann var spurður að því hvort allt hafi gengið fullkomlega upp hjá KR-ingum en þeir virtust eiga svör við öllum þeim spurningum sem Keflvíkingar lögðu fyrir þá í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfuknattleik fyrr í kvöld. „Þetta var ekki fullkominn leikur af okkar hálfu en þú þarft ekki fullkominn leik, þú þarft bara að vinna þegar þú ert kominn á þennan stað í tímabilinu og alveg sama hvernig þú ferð að því. Við erum ekki að reyna að eiga fullkomna leiki við erum bara að reyna að sigra og það er aukaatriði að reyna að ná fullkomnum leik.“ Pavel, sem var meiddur undir lok deildarkeppninnar, var spurður út í baráttu hans við Michael Craion sem er hörð og hlýtur að taka mikið á líkamlega. Hvernig er standið á Pavel? „Það er matsatriði hvernig ástandið á mér er. Þetta er mikil barátta og mikill skrokkur sem ég er að kljást við í teignum. Ég þekki náttúrlega Mike vel og það versta við að eiga við hann er það hversu stoltur hann er.“ „Hann sýnir það ekki út á við en hann er mjög mikill keppnismaður í sér og þegar maður nær að stoppa hann einu sinni og tvisvar þá eflist hann við það, aðrir færu í skel en hann eflist við það og ætlar að myrða þig í næstu tilraun. Þetta er stanslaus barátta en það er mjög gaman, þetta er mjög skemmtilegt.“ Keflvíkingar eru komnir með bakið upp við vegginn fræga og taldi Pavel að reynsla KR myndi skína í gegn í næsta leik en aftur á móti þá yrði mótspyrnan líklega sú mesta hingað til í einvíginu. „Ég held að við sýnum ekkert vanmat eða eða tökum þessu einhvernveginn léttleikandi á fimmtudaginn. Bæði höfum við gengið í gegnum þetta svo oft áður og farið ýmsar mismunandi leiðir í gegnum þetta og séð allt gerast.“ „Við höfum oft eða eiginlega alltaf farið í gegnum 8 liða úrslitin 3-0 og maður hefur séð lið brotna eftir leik númer tvö og hætta fyrir þriðja leik. Ég leyfi mér að fullyrða að Keflavík er ekki að fara að gera það, þetta er alltof sterkt lið til þess, allt of miklir karakterar til að veita okkur ekki fjandi harða mótspyrnu á fimmtudaginn. Þannig að við þurfum að eiga ennþá betri leik en í dag og í seinasta leik. Við þurfum hreinlega að eiga okkar besta leik á fimmtudaginn til að vinna.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 86-77│KR sýndi mátt sinn og leiðir einvígið 2-0 KR-ingar stilltu andstæðingum sínum upp við vegginn margfræga. Keflvíkingar áttu engin svör við leik heimamanna 3/4 af leiknum. 25. mars 2019 22:15 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Berjast um annað sætið Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
„Ég segi nú ekki að allt hafi gengið fullkomlega upp en það gekk margt mjög vel upp“, sagði Pavel Ermolinskij sem að öðrum ólöstuðum var besti maður vallarins í dag. Hann var spurður að því hvort allt hafi gengið fullkomlega upp hjá KR-ingum en þeir virtust eiga svör við öllum þeim spurningum sem Keflvíkingar lögðu fyrir þá í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfuknattleik fyrr í kvöld. „Þetta var ekki fullkominn leikur af okkar hálfu en þú þarft ekki fullkominn leik, þú þarft bara að vinna þegar þú ert kominn á þennan stað í tímabilinu og alveg sama hvernig þú ferð að því. Við erum ekki að reyna að eiga fullkomna leiki við erum bara að reyna að sigra og það er aukaatriði að reyna að ná fullkomnum leik.“ Pavel, sem var meiddur undir lok deildarkeppninnar, var spurður út í baráttu hans við Michael Craion sem er hörð og hlýtur að taka mikið á líkamlega. Hvernig er standið á Pavel? „Það er matsatriði hvernig ástandið á mér er. Þetta er mikil barátta og mikill skrokkur sem ég er að kljást við í teignum. Ég þekki náttúrlega Mike vel og það versta við að eiga við hann er það hversu stoltur hann er.“ „Hann sýnir það ekki út á við en hann er mjög mikill keppnismaður í sér og þegar maður nær að stoppa hann einu sinni og tvisvar þá eflist hann við það, aðrir færu í skel en hann eflist við það og ætlar að myrða þig í næstu tilraun. Þetta er stanslaus barátta en það er mjög gaman, þetta er mjög skemmtilegt.“ Keflvíkingar eru komnir með bakið upp við vegginn fræga og taldi Pavel að reynsla KR myndi skína í gegn í næsta leik en aftur á móti þá yrði mótspyrnan líklega sú mesta hingað til í einvíginu. „Ég held að við sýnum ekkert vanmat eða eða tökum þessu einhvernveginn léttleikandi á fimmtudaginn. Bæði höfum við gengið í gegnum þetta svo oft áður og farið ýmsar mismunandi leiðir í gegnum þetta og séð allt gerast.“ „Við höfum oft eða eiginlega alltaf farið í gegnum 8 liða úrslitin 3-0 og maður hefur séð lið brotna eftir leik númer tvö og hætta fyrir þriðja leik. Ég leyfi mér að fullyrða að Keflavík er ekki að fara að gera það, þetta er alltof sterkt lið til þess, allt of miklir karakterar til að veita okkur ekki fjandi harða mótspyrnu á fimmtudaginn. Þannig að við þurfum að eiga ennþá betri leik en í dag og í seinasta leik. Við þurfum hreinlega að eiga okkar besta leik á fimmtudaginn til að vinna.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 86-77│KR sýndi mátt sinn og leiðir einvígið 2-0 KR-ingar stilltu andstæðingum sínum upp við vegginn margfræga. Keflvíkingar áttu engin svör við leik heimamanna 3/4 af leiknum. 25. mars 2019 22:15 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Berjast um annað sætið Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Keflavík 86-77│KR sýndi mátt sinn og leiðir einvígið 2-0 KR-ingar stilltu andstæðingum sínum upp við vegginn margfræga. Keflvíkingar áttu engin svör við leik heimamanna 3/4 af leiknum. 25. mars 2019 22:15