Ókunnugir staðháttum séu blekktir í Vaðlaheiðargöng Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. mars 2019 11:00 Adolf Ingi Erlingsson hefur starfað sem leiðsögumaður eftir að hann sagði skilið við fjölmiðlana. VÍSIR/ANTON BRINK Vegamerkingar í kringum Vaðlaheiðargöng eru til þess eins fallnar að blekkja erlenda ferðmenn og þau sem ekki eru kunnug staðháttum. Fyrir vikið séu þau neydd til að greiða gjald í göngin, í stað þess að aka gjaldfrjálsan tíu mínútna krók í gegnum Víkurskarð, að mati leiðsögumannsins Adolfs Inga Erlingssonar. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir í samskiptum við Vísi að stofnunin hafi ekki farið varhluta af þessari gagnrýni. Merkingarnar séu engu að síður í samræmi við reglur í þessum efnum. Adolf Ingi ræddi merkingarnar við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segist þurfa reglulega að eiga leið um Eyjafjörð við störf sín og að það hvarfli ekki að honum að aka um Vaðlaheiðargöng, nema hann sé tilneyddur.Sjá einnig: Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri„Mér dettur ekki í hug að nota göngin nema það sé eitthvað að veðri og færð,“ segir Adolf Ingi og bætir við: „Þetta er ekki það mikil stytting.“ Þegar færðin sé ágætin áætlar Adolf að hún sé um 10 mínútur, sé ekið um Víkurskarð. Hann telur að sama skapi að merkingarnar í kringum Vaðlaheiðargöng séu til þess eins fallnar að „blekkja fólk sem þekkir ekki til“ til að aka í gegnum göngin - með tilheyrandi gjaldgreiðslu.Vesturmunni Vaðlaheiðarganga.VÍSIR/TRYGGVI.Adolf segir aðkomuna að göngunum, úr báðum áttum, vera villandi. Skiltið austan við göngin segir að leiðin til Akureyrar sé í gegnum göngin en að á skiltinu sem beinir vegfarendum í átt að Víkurskarði standi aðeins „Víkurskarð.“ „Þetta segir erlendum ökumönnum, og þeim sem ekki þekkja þarna til, nákvæmlega ekki neitt,“ segir Adolfi Ingi sem vill að Víkurskarðsskiltið beini ökumönnum einnig til Akureyrar. Hann segir það sama vera upp á teningnum við vesturenda ganganna. Þar sé skilti sem „á stendur skýrt „Egilisstaðir, Mývatn og Húsavík“ og beinir þér í gegnum göngina,“ lýsir Adolf. Á skiltinu sem beinir ökumönnum að Víkurskarði standi hins vegar aðeins Grenivík og Svalbarðseyri. „Ég efast um að útlendingar séu almennt mjög vel upplýstir um það að leiðin um Svalbarðseyri og Grenivík leiði þig til Húsavíkur, Mývatns og Egilsstaða,“ segir Adolf Ingi. Þetta sé því til þess fallið að blekkja fólk til að fara í gegnum göngin. Þessu sé hins vegar ekki eins farið við Hvalfjarðargöng. Þar séu skilti sem beini fólki til Akureyrar, bæði í gegnum göngin og um Hvalfjörð, en með misjöfnum vegalengdum.„Mér finnst ekki hlutverk Vegagerðarinnar að plata grunlaust fólk til að fara í göngin. Mér finnst þetta lykta af því að Vegagerðin kói með framkvæmdaraðilum að ná sem flestum inn,“ segir Adolf Ingi.Í samræmi við kerfi Í samskiptum við Vísi segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, að stofnunin hafi fengið veður af sams konar gagnrýni - þ.e. að leiðin um Víkurskarð sé ekki betur kynnt. Merkingarnar við Vaðlaheiðargöng séu þó í samræmi við „ákveðið kerfi um nærstaði og fjarstaði,“ eins og Pétur orðar það - „þarna rétt eins og annars staðar.“ Reglan sé að skilti eigi að vísa stystu leið á ákveðinn áfangastað. Engu að síður séu undantekningar á því þar sem vísað er á tvær leiðir. „Við munum skoða það betur en merkingar voru hannaðar fyrir útboð þarna fyrir um áratug,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Spjall Adolfs Inga við stjórnendur Bítisins má heyra í spilaranum hér að ofan. Akureyri Bítið Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir 85 prósent ökumanna völdu að aka um göngin Á þeim rétt rúma mánuði sem liðinn er frá því gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöng hafa 85 prósent ökumanna valið að aka um göngin en 15 prósent ekið veginn yfir Víkurskarð. 9. febrúar 2019 20:15 Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. 21. mars 2019 06:15 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Sjá meira
Vegamerkingar í kringum Vaðlaheiðargöng eru til þess eins fallnar að blekkja erlenda ferðmenn og þau sem ekki eru kunnug staðháttum. Fyrir vikið séu þau neydd til að greiða gjald í göngin, í stað þess að aka gjaldfrjálsan tíu mínútna krók í gegnum Víkurskarð, að mati leiðsögumannsins Adolfs Inga Erlingssonar. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir í samskiptum við Vísi að stofnunin hafi ekki farið varhluta af þessari gagnrýni. Merkingarnar séu engu að síður í samræmi við reglur í þessum efnum. Adolf Ingi ræddi merkingarnar við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segist þurfa reglulega að eiga leið um Eyjafjörð við störf sín og að það hvarfli ekki að honum að aka um Vaðlaheiðargöng, nema hann sé tilneyddur.Sjá einnig: Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri„Mér dettur ekki í hug að nota göngin nema það sé eitthvað að veðri og færð,“ segir Adolf Ingi og bætir við: „Þetta er ekki það mikil stytting.“ Þegar færðin sé ágætin áætlar Adolf að hún sé um 10 mínútur, sé ekið um Víkurskarð. Hann telur að sama skapi að merkingarnar í kringum Vaðlaheiðargöng séu til þess eins fallnar að „blekkja fólk sem þekkir ekki til“ til að aka í gegnum göngin - með tilheyrandi gjaldgreiðslu.Vesturmunni Vaðlaheiðarganga.VÍSIR/TRYGGVI.Adolf segir aðkomuna að göngunum, úr báðum áttum, vera villandi. Skiltið austan við göngin segir að leiðin til Akureyrar sé í gegnum göngin en að á skiltinu sem beinir vegfarendum í átt að Víkurskarði standi aðeins „Víkurskarð.“ „Þetta segir erlendum ökumönnum, og þeim sem ekki þekkja þarna til, nákvæmlega ekki neitt,“ segir Adolfi Ingi sem vill að Víkurskarðsskiltið beini ökumönnum einnig til Akureyrar. Hann segir það sama vera upp á teningnum við vesturenda ganganna. Þar sé skilti sem „á stendur skýrt „Egilisstaðir, Mývatn og Húsavík“ og beinir þér í gegnum göngina,“ lýsir Adolf. Á skiltinu sem beinir ökumönnum að Víkurskarði standi hins vegar aðeins Grenivík og Svalbarðseyri. „Ég efast um að útlendingar séu almennt mjög vel upplýstir um það að leiðin um Svalbarðseyri og Grenivík leiði þig til Húsavíkur, Mývatns og Egilsstaða,“ segir Adolf Ingi. Þetta sé því til þess fallið að blekkja fólk til að fara í gegnum göngin. Þessu sé hins vegar ekki eins farið við Hvalfjarðargöng. Þar séu skilti sem beini fólki til Akureyrar, bæði í gegnum göngin og um Hvalfjörð, en með misjöfnum vegalengdum.„Mér finnst ekki hlutverk Vegagerðarinnar að plata grunlaust fólk til að fara í göngin. Mér finnst þetta lykta af því að Vegagerðin kói með framkvæmdaraðilum að ná sem flestum inn,“ segir Adolf Ingi.Í samræmi við kerfi Í samskiptum við Vísi segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, að stofnunin hafi fengið veður af sams konar gagnrýni - þ.e. að leiðin um Víkurskarð sé ekki betur kynnt. Merkingarnar við Vaðlaheiðargöng séu þó í samræmi við „ákveðið kerfi um nærstaði og fjarstaði,“ eins og Pétur orðar það - „þarna rétt eins og annars staðar.“ Reglan sé að skilti eigi að vísa stystu leið á ákveðinn áfangastað. Engu að síður séu undantekningar á því þar sem vísað er á tvær leiðir. „Við munum skoða það betur en merkingar voru hannaðar fyrir útboð þarna fyrir um áratug,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Spjall Adolfs Inga við stjórnendur Bítisins má heyra í spilaranum hér að ofan.
Akureyri Bítið Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir 85 prósent ökumanna völdu að aka um göngin Á þeim rétt rúma mánuði sem liðinn er frá því gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöng hafa 85 prósent ökumanna valið að aka um göngin en 15 prósent ekið veginn yfir Víkurskarð. 9. febrúar 2019 20:15 Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. 21. mars 2019 06:15 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Sjá meira
85 prósent ökumanna völdu að aka um göngin Á þeim rétt rúma mánuði sem liðinn er frá því gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöng hafa 85 prósent ökumanna valið að aka um göngin en 15 prósent ekið veginn yfir Víkurskarð. 9. febrúar 2019 20:15
Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. 21. mars 2019 06:15