Ljótur leikur Oddný G. Harðardóttir skrifar 25. mars 2019 07:00 Fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024 síðastliðinn laugardag. Það er athyglisvert að lesa áætlunina í ljósi stöðunnar á vinnumarkaði og þá sérstaklega með kjör stóru kvennastéttanna hjá ríkinu í huga. Skattabreytingarnar í áætluninni eru þær sömu sem áður voru boðaðar með tæpum 7 þúsund krónum á mánuði til allra, líka þeirra sem eru með milljónir á mánuði. Hefur einhver beðið stjórnvöld um þessa rausn við ríkasta helming landsmanna? Þarna er illa farið með almannafé. Húsnæðisstuðningurinn er alls ekki sá sem vonast hafði verið eftir og barnabætur eru með sömu skerðingunum á lágar millitekjur og í ár. Í upphafi kjörtímabilsins setti ríkisstjórnin sér fjármálastefnu sem gerir ráð fyrir ákveðnum afgangi á ríkissjóði. Út af þeirri stefnu má ekki bregða nema hér verði efnahagshrun eða náttúruhamfarir. Þannig á ríkissjóður að skila 29 milljarða króna afgangi á árinu 2020. Þegar búið er að reikna bæði tekjur og gjöld miðað við nýja hagspá og þegar búið er að reikna kerfislægan kostnað s.s. vegna fjölgunar aldraðra, þá er ekki mikið eftir upp í loforð ríkisstjórnarinnar. Þess vegna setur hún 5 milljarða króna aðhald á árið 2020 og samtals verður aðhaldið orðið rúmir 13 milljarðar árið 2024. Og svo er viðbótaraðhald sem enginn veit enn hversu mikið verður. Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5% launahækkanir umfram verðlag verða ráðuneytin að skera niður fyrir þeim launakostnaði. Þetta mun hafa í för með sér lakari þjónustu við sjúklinga og börn og aðra þá sem þurfa á þjónustu ríkisins að halda og þetta mun auka enn álag á stóru kvennastéttirnar eins og á það sé bætandi, eða líklegt sé að þetta muni laða til starfa fleiri hjúkrunarfræðinga eða sjúkraliða. Þessi skilaboð í gegnum fjármálaáætlunina eiga væntanlega að setja pressu á samningsaðila. Slíkt er ekkert annað en ljótur leikur stjórnvalda í upphafi kjaraviðræðna við ríkisstarfsmenn.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024 síðastliðinn laugardag. Það er athyglisvert að lesa áætlunina í ljósi stöðunnar á vinnumarkaði og þá sérstaklega með kjör stóru kvennastéttanna hjá ríkinu í huga. Skattabreytingarnar í áætluninni eru þær sömu sem áður voru boðaðar með tæpum 7 þúsund krónum á mánuði til allra, líka þeirra sem eru með milljónir á mánuði. Hefur einhver beðið stjórnvöld um þessa rausn við ríkasta helming landsmanna? Þarna er illa farið með almannafé. Húsnæðisstuðningurinn er alls ekki sá sem vonast hafði verið eftir og barnabætur eru með sömu skerðingunum á lágar millitekjur og í ár. Í upphafi kjörtímabilsins setti ríkisstjórnin sér fjármálastefnu sem gerir ráð fyrir ákveðnum afgangi á ríkissjóði. Út af þeirri stefnu má ekki bregða nema hér verði efnahagshrun eða náttúruhamfarir. Þannig á ríkissjóður að skila 29 milljarða króna afgangi á árinu 2020. Þegar búið er að reikna bæði tekjur og gjöld miðað við nýja hagspá og þegar búið er að reikna kerfislægan kostnað s.s. vegna fjölgunar aldraðra, þá er ekki mikið eftir upp í loforð ríkisstjórnarinnar. Þess vegna setur hún 5 milljarða króna aðhald á árið 2020 og samtals verður aðhaldið orðið rúmir 13 milljarðar árið 2024. Og svo er viðbótaraðhald sem enginn veit enn hversu mikið verður. Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5% launahækkanir umfram verðlag verða ráðuneytin að skera niður fyrir þeim launakostnaði. Þetta mun hafa í för með sér lakari þjónustu við sjúklinga og börn og aðra þá sem þurfa á þjónustu ríkisins að halda og þetta mun auka enn álag á stóru kvennastéttirnar eins og á það sé bætandi, eða líklegt sé að þetta muni laða til starfa fleiri hjúkrunarfræðinga eða sjúkraliða. Þessi skilaboð í gegnum fjármálaáætlunina eiga væntanlega að setja pressu á samningsaðila. Slíkt er ekkert annað en ljótur leikur stjórnvalda í upphafi kjaraviðræðna við ríkisstarfsmenn.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar