Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Eiríkur Stefán Ásgeirsson í París skrifar 24. mars 2019 19:00 Hugo Lloris. Vísir/Getty Eins og reikna mátti með var Hugo Lloris var um sig í svörum sínum á blaðamannafundi franska landsliðsins á Stade de France í dag. Heimsmeistararnir taka á móti Íslandi í undankeppni EM 2020. Lloris, sem er markvörður franska liðsins sem og fyrirliði þess, talaði vel um leikmenn Íslands á fundinum. „Þeir eru baráttumenn. Það verður mikil áskorun fyrir þá að koma hingað á Stade de France en ef við gefum þeim von þá getum við byrjað að efast um okkur sjálfa. Við þurfum því að byrja af krafti. Ef við spilum okkar bolta verður þetta erfitt fyrir þá,“ sagði Lloris. Hörður Snævar Jónsson á 433.is spurði Lloris um álit hans á Gylfa Þór Sigurðssyni en þeir voru liðsfélagar hjá Tottenham á sínum tíma. „Hann er vel þekktur um allan heim, ekki síst í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur staðið sig afar vel. Gylfi er leiðtogi, frábær einstaklingur og knattspyrnumaður líka. Við þurfum að passa vel upp á hann. Hann er sérstaklega góður í aukaspyrnunum og gefur líka góðar fyrirgjafir. Því þurfum við að stjórna hjá honum,“ sagði markvörðurinn franski. Lloris sagði að franska liðið þyrfti að vera passasamt í föstum leikatriðum Íslands. „Við fáum betri andstæðing en við fengum þegar við lékum við Moldóvu á föstudag. Íslendingar eru líkamlega mjög sterkir og góðir í föstum leikatriðum, aukaspyrnum og innköstum. Við þurfum að vera einbeittir, eiga góð samskipti og spila betur en við gerðum á föstudag.“ Frakkland og Ísland gerðu 2-2 jafntefli í vináttulandsleik í október sem Lloris var spurður út í. „Þessi leikur er í allt öðru samhengi. Þetta er mótsleikur sem við tökum mjög alvarlega. Markmiðið okkar er að ná efsta sæti riðilsins og komast á EM eins snemma og hæft er. Við viljum standa okkur vel í þessum leik.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Jóhann Berg ekki með gegn Frökkum Kantmaðurinn knái er meiddur á kálfa. 24. mars 2019 16:05 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Eins og reikna mátti með var Hugo Lloris var um sig í svörum sínum á blaðamannafundi franska landsliðsins á Stade de France í dag. Heimsmeistararnir taka á móti Íslandi í undankeppni EM 2020. Lloris, sem er markvörður franska liðsins sem og fyrirliði þess, talaði vel um leikmenn Íslands á fundinum. „Þeir eru baráttumenn. Það verður mikil áskorun fyrir þá að koma hingað á Stade de France en ef við gefum þeim von þá getum við byrjað að efast um okkur sjálfa. Við þurfum því að byrja af krafti. Ef við spilum okkar bolta verður þetta erfitt fyrir þá,“ sagði Lloris. Hörður Snævar Jónsson á 433.is spurði Lloris um álit hans á Gylfa Þór Sigurðssyni en þeir voru liðsfélagar hjá Tottenham á sínum tíma. „Hann er vel þekktur um allan heim, ekki síst í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur staðið sig afar vel. Gylfi er leiðtogi, frábær einstaklingur og knattspyrnumaður líka. Við þurfum að passa vel upp á hann. Hann er sérstaklega góður í aukaspyrnunum og gefur líka góðar fyrirgjafir. Því þurfum við að stjórna hjá honum,“ sagði markvörðurinn franski. Lloris sagði að franska liðið þyrfti að vera passasamt í föstum leikatriðum Íslands. „Við fáum betri andstæðing en við fengum þegar við lékum við Moldóvu á föstudag. Íslendingar eru líkamlega mjög sterkir og góðir í föstum leikatriðum, aukaspyrnum og innköstum. Við þurfum að vera einbeittir, eiga góð samskipti og spila betur en við gerðum á föstudag.“ Frakkland og Ísland gerðu 2-2 jafntefli í vináttulandsleik í október sem Lloris var spurður út í. „Þessi leikur er í allt öðru samhengi. Þetta er mótsleikur sem við tökum mjög alvarlega. Markmiðið okkar er að ná efsta sæti riðilsins og komast á EM eins snemma og hæft er. Við viljum standa okkur vel í þessum leik.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Jóhann Berg ekki með gegn Frökkum Kantmaðurinn knái er meiddur á kálfa. 24. mars 2019 16:05 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn