Bíðum eins og börn á jólum eftir nýjum Herjólfi Sighvatur Jónsson skrifar 24. mars 2019 12:15 Um borð í nýja Herjólfi. Mynd/Andrés Sigurðsson Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. Vegagerðin upplýsti í gær að óvíst er hvenær nýr Herjólfur verður afhentur vegna ágreinings við skipasmíðastöðina í Póllandi um lokauppgjör. Skipasmíðastöðin gerir kröfu um viðbótargreiðslu sem Vegagerðin hefur hafnað. Vonir stóðu til að ný ferja kæmist í gagnið um mánaðamótin þegar nýtt rekstrarfélag Eyjamanna, Herjólfur ohf., tekur við rekstri hennar.Herjólfur í prufusiglingu í Póllandi.VegagerðinFerðamönnum fjölgi á þessum árstíma Magnús Bragason hjá Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja segir að Eyjamenn hlakki mikið til að fá nýjan Herjólf. „Frá og með næstu mánaðamótum viljum við fara að sjá skipið því þá verður mikil aukning á erlendum gestum. Og þá sérstaklega viljum við að Landeyjahöfn fari að opna.“ Magnús er ósáttur við hversu hægt gengur að dýpka Landeyjahöfn fyrir núverandi Herjólf. „Okkur finnst það ganga allt of hægt og það er verið að nota til þess verkfæri sem eru allt of afkastalítil. Okkur blæðir fyrir þegar hlutirnir eru gerðir svona illa.“ Framkvæmdastjóri Björgunar hefur svarað gagnrýni Eyjamanna þannig að afkastageta fyrirtækisins sé í samræmi við forsendur í tilboðsgögnum Vegagerðarinnar.Heimamenn taka við rekstri Herjólfs 30. mars næstkomandi og þá verða sjö ferðir daglega milli lands og Eyja.Vísir/EinarGamli Herjólfur áfram í Eyjum Ferðamálasamtök Vestmannaeyja hafa bent á mikilvægi þess að nota gamla Herjólf áfram þegar sá nýi kemur. Magnús Bragason segir að þá daga sem mikið er bókað í nýju ferjuna í sumar mætti nota gamla skipið til viðbótar við farþegaflutninga. Einnig megi nýta gamla Herjólf áfram til vöruflutninga um Þorlákshöfn. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að gamla skipið verði áfram í Eyjum, í að minnsta kosti eitt ár eftir að nýr Herjólfur kemur. Íris segir að seinkun á afhendingu Herjólfs hafi ekki áhrif á það að heimamenn taki við rekstrinum næsta laugardag. Þá sigli Herjólfur eftir nýrri áætlun, sjö ferðir á dag. Vissulega séu Eyjamenn þó ósáttir við tafir á afhendingu nýju ferjunnar. Magnús Bragason líkir biðinni eftir nýjum Herjólfi við jólin. „Við erum eins og börn sem bíða eftir að fá að opna pakkana um jólin. Í upphafi sögðu foreldrarnir að það yrði eftir mat, síðan eftir eftirréttinn og nú er það orðið um miðnætti.“ Magnús segir að Eyjamenn reyni að vera þolinmóðir. „En þetta er að verða óþolandi.“ Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. Vegagerðin upplýsti í gær að óvíst er hvenær nýr Herjólfur verður afhentur vegna ágreinings við skipasmíðastöðina í Póllandi um lokauppgjör. Skipasmíðastöðin gerir kröfu um viðbótargreiðslu sem Vegagerðin hefur hafnað. Vonir stóðu til að ný ferja kæmist í gagnið um mánaðamótin þegar nýtt rekstrarfélag Eyjamanna, Herjólfur ohf., tekur við rekstri hennar.Herjólfur í prufusiglingu í Póllandi.VegagerðinFerðamönnum fjölgi á þessum árstíma Magnús Bragason hjá Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja segir að Eyjamenn hlakki mikið til að fá nýjan Herjólf. „Frá og með næstu mánaðamótum viljum við fara að sjá skipið því þá verður mikil aukning á erlendum gestum. Og þá sérstaklega viljum við að Landeyjahöfn fari að opna.“ Magnús er ósáttur við hversu hægt gengur að dýpka Landeyjahöfn fyrir núverandi Herjólf. „Okkur finnst það ganga allt of hægt og það er verið að nota til þess verkfæri sem eru allt of afkastalítil. Okkur blæðir fyrir þegar hlutirnir eru gerðir svona illa.“ Framkvæmdastjóri Björgunar hefur svarað gagnrýni Eyjamanna þannig að afkastageta fyrirtækisins sé í samræmi við forsendur í tilboðsgögnum Vegagerðarinnar.Heimamenn taka við rekstri Herjólfs 30. mars næstkomandi og þá verða sjö ferðir daglega milli lands og Eyja.Vísir/EinarGamli Herjólfur áfram í Eyjum Ferðamálasamtök Vestmannaeyja hafa bent á mikilvægi þess að nota gamla Herjólf áfram þegar sá nýi kemur. Magnús Bragason segir að þá daga sem mikið er bókað í nýju ferjuna í sumar mætti nota gamla skipið til viðbótar við farþegaflutninga. Einnig megi nýta gamla Herjólf áfram til vöruflutninga um Þorlákshöfn. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að gamla skipið verði áfram í Eyjum, í að minnsta kosti eitt ár eftir að nýr Herjólfur kemur. Íris segir að seinkun á afhendingu Herjólfs hafi ekki áhrif á það að heimamenn taki við rekstrinum næsta laugardag. Þá sigli Herjólfur eftir nýrri áætlun, sjö ferðir á dag. Vissulega séu Eyjamenn þó ósáttir við tafir á afhendingu nýju ferjunnar. Magnús Bragason líkir biðinni eftir nýjum Herjólfi við jólin. „Við erum eins og börn sem bíða eftir að fá að opna pakkana um jólin. Í upphafi sögðu foreldrarnir að það yrði eftir mat, síðan eftir eftirréttinn og nú er það orðið um miðnætti.“ Magnús segir að Eyjamenn reyni að vera þolinmóðir. „En þetta er að verða óþolandi.“
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira