Þrír menn dæmdir í fangelsi fyrir að streyma enska boltanum ólöglega Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2019 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Clive Brunskill Þrír breskir menn eru á leiðinni í fangelsi eftir að þeir voru fundnir sekir um að selja aðgang að ólöglegu streymi á leiki í ensku úrvalsdeildinni. Mennirnir heita Steven King, Paul Rolston og Daniel Malon og fengu þeir samtals sautján ára dóm. Þetta eru margir af hörðustu dómum sem hafa fallið fyrir að stela og dreifa sjónvarpsefni á netinu. Talið er að þessir þrír hafi grætt meira en fimm milljónir punda á sölu sinni á þessu stolna efni en þeir seldu krám og einstaklingum aðgang að leikjum ensku úrvalsdeildarinnar. Fimm milljónir punda eru um 780 milljónir í íslenskum krónum.Three men have been jailed over the sale of illegal Premier League streams. Full story here https://t.co/OnbpCGGQq8pic.twitter.com/Rwabo9irRS — BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2019Mennirnir voru allir fundnir sekir eftir fjögurra vikna málaferli í Warwick Crown dómstólnum. Dómarinn dæmdi þá í lengra fangelsi fyrir það eitt að hafa reynt markvisst að koma í veg fyrir rannsókn á ólöglegri starfsemi þeirra. Hinn 51 árs gamli Steven King var dæmdur í sjö ára og fjögurra mánaða fangesli. Hinn 54 ára gamli Paul Rolston var dæmdur í sex ára og fjögurra mánaða fangelsi. Hinn 42 ára gamli Daniel Malone fékk þriggja ára og þriggja mánaða fangelsisdóm. Efninu var dreift undir merkjum Dreambox (unincorporated), Dreambox TV Limited og Digital Switchover Limited.#PL Three men selling illegal #PremierLeague streams jailed for fraudhttps://t.co/2NylmE93VW — Express Sports (@IExpressSports) March 21, 2019Þetta er vissulega tímamótadómur og sýnir að baráttan gegn stolnu sjónvarpsefni og ólöglegu niðurhali í Bretlandi er komin upp á næsta stig. „Skilaboðin eru skýr. Þú ferð í fangelsi ef þú fremur glæpi sem þessa,“ sagði Kieron Sharp, framkvæmdastjóri Fact, sem eru samtök sem berjast gegn ólöglegu niðurhali í Bretlandi. Hann var þarna í viðtali í þættinum Newsbeat á Radio 1. „Þetta snýst um að borga fyrir efni sem við njótum öll að horfa á og viljum öll horfa á. Fótboltinn er á þessum stað í dag vegna þeirra peninga sem hafa verið settir í þessa vöru á síðustu árum. Ef menn fá ekki peninga til baka frá þeim sem horfa þá munum við ekki fá að horfa á fótboltann eða aðra viðburði í framtíðinni,“ sagði Sharp. Bretland Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira
Þrír breskir menn eru á leiðinni í fangelsi eftir að þeir voru fundnir sekir um að selja aðgang að ólöglegu streymi á leiki í ensku úrvalsdeildinni. Mennirnir heita Steven King, Paul Rolston og Daniel Malon og fengu þeir samtals sautján ára dóm. Þetta eru margir af hörðustu dómum sem hafa fallið fyrir að stela og dreifa sjónvarpsefni á netinu. Talið er að þessir þrír hafi grætt meira en fimm milljónir punda á sölu sinni á þessu stolna efni en þeir seldu krám og einstaklingum aðgang að leikjum ensku úrvalsdeildarinnar. Fimm milljónir punda eru um 780 milljónir í íslenskum krónum.Three men have been jailed over the sale of illegal Premier League streams. Full story here https://t.co/OnbpCGGQq8pic.twitter.com/Rwabo9irRS — BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2019Mennirnir voru allir fundnir sekir eftir fjögurra vikna málaferli í Warwick Crown dómstólnum. Dómarinn dæmdi þá í lengra fangelsi fyrir það eitt að hafa reynt markvisst að koma í veg fyrir rannsókn á ólöglegri starfsemi þeirra. Hinn 51 árs gamli Steven King var dæmdur í sjö ára og fjögurra mánaða fangesli. Hinn 54 ára gamli Paul Rolston var dæmdur í sex ára og fjögurra mánaða fangelsi. Hinn 42 ára gamli Daniel Malone fékk þriggja ára og þriggja mánaða fangelsisdóm. Efninu var dreift undir merkjum Dreambox (unincorporated), Dreambox TV Limited og Digital Switchover Limited.#PL Three men selling illegal #PremierLeague streams jailed for fraudhttps://t.co/2NylmE93VW — Express Sports (@IExpressSports) March 21, 2019Þetta er vissulega tímamótadómur og sýnir að baráttan gegn stolnu sjónvarpsefni og ólöglegu niðurhali í Bretlandi er komin upp á næsta stig. „Skilaboðin eru skýr. Þú ferð í fangelsi ef þú fremur glæpi sem þessa,“ sagði Kieron Sharp, framkvæmdastjóri Fact, sem eru samtök sem berjast gegn ólöglegu niðurhali í Bretlandi. Hann var þarna í viðtali í þættinum Newsbeat á Radio 1. „Þetta snýst um að borga fyrir efni sem við njótum öll að horfa á og viljum öll horfa á. Fótboltinn er á þessum stað í dag vegna þeirra peninga sem hafa verið settir í þessa vöru á síðustu árum. Ef menn fá ekki peninga til baka frá þeim sem horfa þá munum við ekki fá að horfa á fótboltann eða aðra viðburði í framtíðinni,“ sagði Sharp.
Bretland Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira