Telja að þungmálmar drepi mosa Sveinn Arnarsson skrifar 22. mars 2019 06:30 Náttúrufræðistofnun telur þungmálma hafa þau áhrif að mosi skemmist eða drepist á svæðum sem liggja nálægt álverum. Fréttablaðið/GVA Skemmdir á mosa við álverin þrjú hér á landi eru nokkuð miklar. Á nokkrum svæðum í kringum álverin hefur mosi skemmst mikið og horfið á stórum svæðum. Telja vísindamenn Náttúrufræðistofnunar að ástæður þess megi að miklu leyti rekja til eitrunaráhrifa þungmálma. Vöktun með mælingum á efnum í mosa hófst hér á landi árið 1990 og hefur farið fram á fimm ára fresti frá þeim tíma, síðast árið 2015. Verkefnið, sem er hluti af samevrópsku rannsóknarverkefni, hefur það markmið að kortleggja uppsprettur mengandi þungmálma í andrúmslofti og fylgjast með breytingum sem verða með tíma. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits svæðisins, segir skýrsluna gallaða. „Þegar við skoðum loftgæðamælana okkar á svæðinu sjáum við að loftgæðin eru góð og segja allt aðra sögu en þessi skýrsla. Þess vegna viljum við vara við því að menn dragi of miklar ályktanir af henni,“ segir Hörður. Skýrsla um sýnatökur í mosa hér á landi kom út hjá Náttúrufræðistofnun í fyrra. Þar kemur fram að við iðnaðarsvæðið á völlunum í Hafnarfirði er nokkuð mikil mengun en þar hefur mælst hár styrkur króms, kopars, járns, blýs og sinks sem má rekja til iðnaðar á svæðinu en einnig berast á svæðið þungmálmar frá álverinu í Straumsvík, svo sem arsen, nikkel, brennisteinn og antímon. Að mati Náttúrufræðistofnunar er mengun á þessu svæði áhyggjuefni þar sem áhrif álversins og þess iðnaðar sem rekinn er í Hellnahrauni nái að hluta til inn í íbúðabyggð á Völlunum austan við iðnaðarhverfið og álverið. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis tók málið fyrir á síðasta fundi sínum og finnur niðurstöðunum allt til foráttu. „Heilbrigðisnefnd varar við oftúlkun á niðurstöðum skýrslunnar. Aðferðin sem lögð er til grundvallar við túlkun á niðurstöðum mælinga er sniðin að því að meta dreifingu snefilefna á stórum landsvæðum en rannsóknir nefndarinnar hafa sýnt fram á að túlkunin hentar ekki eins vel við mælingar á staðbundnum svæðum inni á iðnaðarsvæðum,“ segir í bókun nefndarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Umhverfismál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Skemmdir á mosa við álverin þrjú hér á landi eru nokkuð miklar. Á nokkrum svæðum í kringum álverin hefur mosi skemmst mikið og horfið á stórum svæðum. Telja vísindamenn Náttúrufræðistofnunar að ástæður þess megi að miklu leyti rekja til eitrunaráhrifa þungmálma. Vöktun með mælingum á efnum í mosa hófst hér á landi árið 1990 og hefur farið fram á fimm ára fresti frá þeim tíma, síðast árið 2015. Verkefnið, sem er hluti af samevrópsku rannsóknarverkefni, hefur það markmið að kortleggja uppsprettur mengandi þungmálma í andrúmslofti og fylgjast með breytingum sem verða með tíma. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits svæðisins, segir skýrsluna gallaða. „Þegar við skoðum loftgæðamælana okkar á svæðinu sjáum við að loftgæðin eru góð og segja allt aðra sögu en þessi skýrsla. Þess vegna viljum við vara við því að menn dragi of miklar ályktanir af henni,“ segir Hörður. Skýrsla um sýnatökur í mosa hér á landi kom út hjá Náttúrufræðistofnun í fyrra. Þar kemur fram að við iðnaðarsvæðið á völlunum í Hafnarfirði er nokkuð mikil mengun en þar hefur mælst hár styrkur króms, kopars, járns, blýs og sinks sem má rekja til iðnaðar á svæðinu en einnig berast á svæðið þungmálmar frá álverinu í Straumsvík, svo sem arsen, nikkel, brennisteinn og antímon. Að mati Náttúrufræðistofnunar er mengun á þessu svæði áhyggjuefni þar sem áhrif álversins og þess iðnaðar sem rekinn er í Hellnahrauni nái að hluta til inn í íbúðabyggð á Völlunum austan við iðnaðarhverfið og álverið. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis tók málið fyrir á síðasta fundi sínum og finnur niðurstöðunum allt til foráttu. „Heilbrigðisnefnd varar við oftúlkun á niðurstöðum skýrslunnar. Aðferðin sem lögð er til grundvallar við túlkun á niðurstöðum mælinga er sniðin að því að meta dreifingu snefilefna á stórum landsvæðum en rannsóknir nefndarinnar hafa sýnt fram á að túlkunin hentar ekki eins vel við mælingar á staðbundnum svæðum inni á iðnaðarsvæðum,“ segir í bókun nefndarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Umhverfismál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira