Lykilorð milljóna Facebook-notenda voru aðgengileg þúsundum starfsmanna Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2019 22:14 Facebook fullyrðir að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að einhver hafi notað lykilorðin í annarlegum tilgangi. Vísir/EPA Allt að tuttugu þúsund starfsmenn samfélagsmiðlarisans Facebook höfðu aðgang að lykilorðum hundruð milljóna notenda sem voru þar að auki geymd ódulkóðuð. Facebook segist hafa lagað „galla“ sem hafði vistað lykilorðin á innra neti fyrirtækisins. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC gætu aðgangorðin hafa verið aðgengileg starfsmönnum Facebook allt frá árinu 2012. Netöryggissérfræðingur hafi ljóstrað upp um öryggisbrestinn þar sem lykilorð allt að 600 milljóna notenda hafi verið aðgengileg á innra neti Facebook og þau geymd í textaformi. Scott Renfro, verkfræðingur hjá Facebook, segir að fyrirtækið hafi sett af stað innri rannsókn þegar það komst að því að lykilorðin væru geymd fyrir augum þúsunda starfsmanna. Hún hafi leitt í ljós að lykilorðin virðast ekki hafa verið misnotuð. Facebook segist hafa uppgötvað gallann í janúar við hefðbundið öryggiseftirlit. Flestir þeirra sem eiga lykilorðin séu notendur Facebook Lite, einfaldari útgáfu samfélagsmiðilsins sem er meira notuð í löndum þar sem netsamband er hægt og stopult. Notendunum verður tilkynnt um öryggisbrestinn en Facebook segir að þeir verði ekki látnir skipta um lykilorð nema vísbendingar komi fram um að lykilorðin hafi verið misnotuð. Facebook Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Allt að tuttugu þúsund starfsmenn samfélagsmiðlarisans Facebook höfðu aðgang að lykilorðum hundruð milljóna notenda sem voru þar að auki geymd ódulkóðuð. Facebook segist hafa lagað „galla“ sem hafði vistað lykilorðin á innra neti fyrirtækisins. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC gætu aðgangorðin hafa verið aðgengileg starfsmönnum Facebook allt frá árinu 2012. Netöryggissérfræðingur hafi ljóstrað upp um öryggisbrestinn þar sem lykilorð allt að 600 milljóna notenda hafi verið aðgengileg á innra neti Facebook og þau geymd í textaformi. Scott Renfro, verkfræðingur hjá Facebook, segir að fyrirtækið hafi sett af stað innri rannsókn þegar það komst að því að lykilorðin væru geymd fyrir augum þúsunda starfsmanna. Hún hafi leitt í ljós að lykilorðin virðast ekki hafa verið misnotuð. Facebook segist hafa uppgötvað gallann í janúar við hefðbundið öryggiseftirlit. Flestir þeirra sem eiga lykilorðin séu notendur Facebook Lite, einfaldari útgáfu samfélagsmiðilsins sem er meira notuð í löndum þar sem netsamband er hægt og stopult. Notendunum verður tilkynnt um öryggisbrestinn en Facebook segir að þeir verði ekki látnir skipta um lykilorð nema vísbendingar komi fram um að lykilorðin hafi verið misnotuð.
Facebook Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira