Mikill viðbúnaður eftir að leki kom að togbáti Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2019 14:00 Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út. Vísir/Vilhelm Leki kom að togbátnum Degi SK á öðrum tímanum í dag um fimm sjómílur vestur af Hafnarfirði. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá áhöfn bátsins um klukkan hálf tvö og var mikill viðbúnaður settur af stað. Voru björgunarsveitir kallaðar út ásamt bát frá Landhelgisgæslunni og hefur þyrlan verið björgunaraðilum innan handar til öryggis. Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir í samtlai við Vísi að áhöfnin hafi náð að koma fyrir lekann og dæla sjó úr vélarrúminu en báturinn varð vélarvana vegna lekans. Þarf því að draga bátinn til hafnar og er björgunarskip frá slysavarnafélaginu Landsbjörg á leið til bátsins og búist við skipið nái þangað eftir klukkutíma. Fimm manns eru um borð í togbátnum og lítur allt betur út að sögn Landhelgisgæslunnar en fyrstu fregnir gáfu til kynna. Hefur björgunarbáturinn Baldur frá Keflavík náð til Dags.Uppfært klukkan 16:42: Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni kom Dagur SK til hafnar í Hafnarfirði klukkan 16:26.Eftirfarandi tilkynning barst frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg rétt fyrir klukkan 15:Eins og komið hefur fram í símtölum tilkynnti skip um leka hjá sér þegar það var statt um 5 sjómílur utan Hafnarfjarðar. Björgunarskip og bátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð til ásamt því að þyrlur, bátar og skip fóru til aðstoðar. Einnig var björgunarskip frá Suðurnesjum kallað til.Staðsetning skips var alla tíð ljós og um stutta leið að fara og leið því ekki langur tími þar til fyrstu bjargir komu á staðinn. Áhöfn var þá búin að stöðva lekann og hefur síðan þá unnið að því að gangsetja skipið. Ef það tekst ekki mun dráttarbátur draga það til Hafnarfjarðar.Eftirfarandi tilkynning barst frá Landhelgisgæslunni klukkan 15:Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 13:33 í dag, 21. mars, neyðarkall frá togskipi sem statt var 5 sjómílum vestur af Hafnarfirði vegna mikils leka í vélarrúmi. Landhelgisgæslan boðaði strax út þyrlu, sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, sem og varðbátinn Baldur sem staddur var á Stakksfirði, björgunarbáta af varðskipinu Þór sem statt var í Helguvík, og nærliggjandi skip og báta. 15 mínútum síðar tilkynnti áhöfn togskipsins TFRX/Dagur að svo virtist sem þeir höfðu náð stjórn á lekanum. En björgunareiningar voru látnar halda áfram viðbragði, meðal annars að fara með öflugar sjódælur áleiðis til skipsins. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang um kl. 14:00. Í framhaldi af því komu harðbotna björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar einn af öðrum ásamt björgunarbát af varðskipinu Þór. Um kl. 14:30 var búið að dæla sjó úr vélarrúmi togskipsins og voru þá sumar björgunareiningarnar afturkallaðar, þar á meðal björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.Harðbotna björgunarbátum var haldið til öryggis áfram við skipið, en varðbáturinn Baldur kom á svæðið og tók við vettvangsstjórn. Dráttarbáturinn Hamar frá Hafnarfirði, kom á svæðið um svipað leyti og var ákveðið að hann tæki togskipið í tog og héldi með það áleiðis til Hafnarfjarðar. Um 14:40 var skipið kom í tog og lagður af stað til Hafnarfjarðar, áætlað er að skipið komi til hafnar um 16:00. Í áhöfn togskipsins eru 5 menn og heilsast þeim öllum vel. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og varðskipsins Þórs fylgja skipunum áleiðis til hafnar í öryggisskyni.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:42. Björgunarsveitir Hafnarfjörður Landhelgisgæslan Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
Leki kom að togbátnum Degi SK á öðrum tímanum í dag um fimm sjómílur vestur af Hafnarfirði. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá áhöfn bátsins um klukkan hálf tvö og var mikill viðbúnaður settur af stað. Voru björgunarsveitir kallaðar út ásamt bát frá Landhelgisgæslunni og hefur þyrlan verið björgunaraðilum innan handar til öryggis. Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir í samtlai við Vísi að áhöfnin hafi náð að koma fyrir lekann og dæla sjó úr vélarrúminu en báturinn varð vélarvana vegna lekans. Þarf því að draga bátinn til hafnar og er björgunarskip frá slysavarnafélaginu Landsbjörg á leið til bátsins og búist við skipið nái þangað eftir klukkutíma. Fimm manns eru um borð í togbátnum og lítur allt betur út að sögn Landhelgisgæslunnar en fyrstu fregnir gáfu til kynna. Hefur björgunarbáturinn Baldur frá Keflavík náð til Dags.Uppfært klukkan 16:42: Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni kom Dagur SK til hafnar í Hafnarfirði klukkan 16:26.Eftirfarandi tilkynning barst frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg rétt fyrir klukkan 15:Eins og komið hefur fram í símtölum tilkynnti skip um leka hjá sér þegar það var statt um 5 sjómílur utan Hafnarfjarðar. Björgunarskip og bátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð til ásamt því að þyrlur, bátar og skip fóru til aðstoðar. Einnig var björgunarskip frá Suðurnesjum kallað til.Staðsetning skips var alla tíð ljós og um stutta leið að fara og leið því ekki langur tími þar til fyrstu bjargir komu á staðinn. Áhöfn var þá búin að stöðva lekann og hefur síðan þá unnið að því að gangsetja skipið. Ef það tekst ekki mun dráttarbátur draga það til Hafnarfjarðar.Eftirfarandi tilkynning barst frá Landhelgisgæslunni klukkan 15:Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 13:33 í dag, 21. mars, neyðarkall frá togskipi sem statt var 5 sjómílum vestur af Hafnarfirði vegna mikils leka í vélarrúmi. Landhelgisgæslan boðaði strax út þyrlu, sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, sem og varðbátinn Baldur sem staddur var á Stakksfirði, björgunarbáta af varðskipinu Þór sem statt var í Helguvík, og nærliggjandi skip og báta. 15 mínútum síðar tilkynnti áhöfn togskipsins TFRX/Dagur að svo virtist sem þeir höfðu náð stjórn á lekanum. En björgunareiningar voru látnar halda áfram viðbragði, meðal annars að fara með öflugar sjódælur áleiðis til skipsins. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang um kl. 14:00. Í framhaldi af því komu harðbotna björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar einn af öðrum ásamt björgunarbát af varðskipinu Þór. Um kl. 14:30 var búið að dæla sjó úr vélarrúmi togskipsins og voru þá sumar björgunareiningarnar afturkallaðar, þar á meðal björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.Harðbotna björgunarbátum var haldið til öryggis áfram við skipið, en varðbáturinn Baldur kom á svæðið og tók við vettvangsstjórn. Dráttarbáturinn Hamar frá Hafnarfirði, kom á svæðið um svipað leyti og var ákveðið að hann tæki togskipið í tog og héldi með það áleiðis til Hafnarfjarðar. Um 14:40 var skipið kom í tog og lagður af stað til Hafnarfjarðar, áætlað er að skipið komi til hafnar um 16:00. Í áhöfn togskipsins eru 5 menn og heilsast þeim öllum vel. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og varðskipsins Þórs fylgja skipunum áleiðis til hafnar í öryggisskyni.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:42.
Björgunarsveitir Hafnarfjörður Landhelgisgæslan Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira