Veturinn hefur farið upp og niður hjá Stólunum sem voru besta liðið fyrir áramót en þeir misstu flugið á nýju ári og hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir spilamennsku sína og leikmannaveltu.
Nú byrjar nýtt mót og er spurning hvort að vel samsett og vel þjálfað lið Þórs geti endanlega eyðilagt veturinn fyrir Stólunum sem eru búnir að leggja gríðarlega mikið í liðið sitt og ætla sér sigur í úrslitakeppninni.
Hér að neðan má sjá umræðu Domino´s-Körfuboltakvölds um viðureignina úr sérstökum upphitunarþætti fyrir úrslitakeppnina sem var á dagskrá í gærkvöldi.