Kvikmyndaverkefni sem unnin eru hér á landi geta fengið 25 prósent af kostnaði verkefnisins endurgreidd úr ríkissjóði. Séu 334 milljónirnar framreiknaðar miðað við endurgreiðsluna má ætla að önnur sería Ófærðar hafi kostað 1,3 milljarða króna. Fyrsta serían fékk 236 milljónir endurgreiddar úr ríkissjóði.
Önnur verkefni sem fengu endurgreiðslu úr ríkissjóði er til dæmis kvikmyndin Lof mér að falla, sem er eina kvikmyndin sem hefur fengið endurgreiðslu á árinu.
Hér fyrir neðan má sjá listann yfir endurgreiðslurnar á árinu:
