Spennandi tækifæri Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. mars 2019 13:00 Þetta verður þriðja verkefni landsliðsins undir stjórn Jóns Þórs og Ians Jeff sem tóku við kvennalandsliðinu síðasta haust. Fréttablaðið/ernir Jón Þór Hauksson tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn hann hefði valið í næsta verkefni kvennalandsliðsins fyrir æfingarleiki gegn Suður-Kóreu í byrjun apríl. Þjálfarateymið gerir fimm breytingar á leikmannahópnum frá Algarve og detta kunnugleg andlit út. Sara Björk Gunnarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Sif Atladóttir sem eiga samanlagt 400 landsleiki ásamt Öglu Maríu Albertsdóttur fara ekki með liðinu til Seoul. Inn í þeirra stað koma þær Sandra María Jessen, Elísa Viðarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir og Lára Kristín Pedersen. Leikirnir eru hluti af undirbúningi Íslands fyrir undankeppni EM sem hefst í haust. „Viðræður stóðu yfir í smá tíma en við vorum spennt fyrir því að fá tækifæri til að mæta Suður-Kóreu. Þetta eru öðruvísi mótherjar en við erum vanalega að mæta og það verður gaman að prófa það,“ segir Jón Þór í samtali við Fréttablaðið. „Það eru líkindi á milli liðs Suður-Kóreu og Kanada, þær eru með sterkt lið og beinskeyttar. Þær eru að mörgu leyti ólíkar öðrum Asíuþjóðum þegar kemur að því, því að þær spila fast fyrir og ákveðið ofan á það að vera teknískar og mjög fljótar. Þetta er verðugt verkefni og við berum virðingu fyrir liði Suður-Kóreu sem er frábært en á sama tíma óttumst við ekkert. Við þurfum bara að einblína á það sem við ætlum okkur að gera,“ segir hann. Jón Þór ákvað í samráði við Dagnýju og Margréti að gefa þeim frí til að þær geti einbeitt sér að undirbúningstímabili með félagsliðum sínum. Sif er að ná sér af lítils háttar meiðslum og Sara Björk fær frí til hvíldar. Það vantar því kjarnann í liðinu undanfarin ár en Jón vill sjá aðra leikmenn grípa tækifærið. „Það eru frábærir leikmenn sem við erum að skilja eftir en það eru líka frábærir leikmenn í hópnum. Leiðtogar og sterkir karakterar sem ég vænti þess að stígi upp og leiði þetta lið,“ segir Jón Þór sem segist vera búinn að ákveða hver verði fyrirliði en vill ekki gefa það upp fyrr en hann er búinn að tilkynna leikmanninum það. Ísland fer út nokkrum dögum fyrr til að venjast aðstæðum enda leikirnir um miðja nótt að íslenskum tíma. „Leikirnir eru um miðjan dag úti þannig að aðstæðurnar verða krefjandi fyrir okkur. Það er eitthvað nýtt fyrir okkur og undir þjálfarateyminu komið að undirbúa leikmennina til að geta mætt af fullum krafti.“ Agla María gat ekki gefið kost á sér í þetta verkefni vegna lokaprófs í háskólanum. Birtist í Fréttablaðinu EM 2017 í Hollandi Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Leik lokið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir Belgarnir hennar Betu fengu skell Leik lokið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Sjá meira
Jón Þór Hauksson tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn hann hefði valið í næsta verkefni kvennalandsliðsins fyrir æfingarleiki gegn Suður-Kóreu í byrjun apríl. Þjálfarateymið gerir fimm breytingar á leikmannahópnum frá Algarve og detta kunnugleg andlit út. Sara Björk Gunnarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Sif Atladóttir sem eiga samanlagt 400 landsleiki ásamt Öglu Maríu Albertsdóttur fara ekki með liðinu til Seoul. Inn í þeirra stað koma þær Sandra María Jessen, Elísa Viðarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir og Lára Kristín Pedersen. Leikirnir eru hluti af undirbúningi Íslands fyrir undankeppni EM sem hefst í haust. „Viðræður stóðu yfir í smá tíma en við vorum spennt fyrir því að fá tækifæri til að mæta Suður-Kóreu. Þetta eru öðruvísi mótherjar en við erum vanalega að mæta og það verður gaman að prófa það,“ segir Jón Þór í samtali við Fréttablaðið. „Það eru líkindi á milli liðs Suður-Kóreu og Kanada, þær eru með sterkt lið og beinskeyttar. Þær eru að mörgu leyti ólíkar öðrum Asíuþjóðum þegar kemur að því, því að þær spila fast fyrir og ákveðið ofan á það að vera teknískar og mjög fljótar. Þetta er verðugt verkefni og við berum virðingu fyrir liði Suður-Kóreu sem er frábært en á sama tíma óttumst við ekkert. Við þurfum bara að einblína á það sem við ætlum okkur að gera,“ segir hann. Jón Þór ákvað í samráði við Dagnýju og Margréti að gefa þeim frí til að þær geti einbeitt sér að undirbúningstímabili með félagsliðum sínum. Sif er að ná sér af lítils háttar meiðslum og Sara Björk fær frí til hvíldar. Það vantar því kjarnann í liðinu undanfarin ár en Jón vill sjá aðra leikmenn grípa tækifærið. „Það eru frábærir leikmenn sem við erum að skilja eftir en það eru líka frábærir leikmenn í hópnum. Leiðtogar og sterkir karakterar sem ég vænti þess að stígi upp og leiði þetta lið,“ segir Jón Þór sem segist vera búinn að ákveða hver verði fyrirliði en vill ekki gefa það upp fyrr en hann er búinn að tilkynna leikmanninum það. Ísland fer út nokkrum dögum fyrr til að venjast aðstæðum enda leikirnir um miðja nótt að íslenskum tíma. „Leikirnir eru um miðjan dag úti þannig að aðstæðurnar verða krefjandi fyrir okkur. Það er eitthvað nýtt fyrir okkur og undir þjálfarateyminu komið að undirbúa leikmennina til að geta mætt af fullum krafti.“ Agla María gat ekki gefið kost á sér í þetta verkefni vegna lokaprófs í háskólanum.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2017 í Hollandi Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Leik lokið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir Belgarnir hennar Betu fengu skell Leik lokið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Sjá meira