Reynsluboltarnir fara ekki með kvennalandsliðinu til Suður-Kóreu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2019 13:08 Sandra María Jessen er aftur komin inn í A-landsliðið. Hér er hún á EM 2017. Getty/ Catherine Ivill Margir af reynslumestu leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins eru ekki í hópnum sem fer til Suður-Kóreu í næsta mánuði. Jón Þór Hauksson, þjálfari A-landsliðs kvenna, valdi í dag 23 manna hóp fyrir ferð íslenska kvennalandsliðsins til Suður-Kóreu í apríl. Jón Þór valdi ekki leikmenn eins og Sif Atladóttur, Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur eða Margréti Láru Viðarsdóttir í hópinn og þá er Agla María Albertsdóttir ekki heldur valin. Það er ljóst að reynslumestu leikmenn liðsins og allir fyrirliðarnir verða ekki með að þessu sinni. Ábyrgðin fellur því á aðra leikmenn. Inn í landsliðið koma Fanndís Friðriksdóttir, Sandra María Jessen, Lára Kristín Pedersen, Anna Rakel Pétursdóttir og Elísa Viðarsdóttir. Íslenska landsliðið mun spila tvo vináttulandsleiki í ferðinni á móti heimakonum sem eru eins og er í 14. sæti á heimslista FIFA. Íslensku stelpurnar eru átta sætum neðar eða í 22. sæti.Fyrri leikurinn fer fram 6. apríl á Yongin Citizen Sport og hefst klukkan 05:00 að íslenskum tíma. Seinni leikurinn er svo 9. apríl á Chuncheon Songam Stadium og hefst klukkan 07:45 að íslenskum tíma.Jón Þór hefur þegar stjórnað íslenska landsliðinu í fjórum leikjum síðan að hann tók við liðinu af Frey Alexanderssyni. Íslenska liðið vann þann fyrsta á móti Skotlandi og líka þann síðasta á móti Portúgal sem var um níunda sætið í Algarve-bikarnum. Allt eru þetta undirbúningsleikir fyrir undankeppni EM 2021 sem hefst með leikjum á móti Ungverjalandi og Slóvakíu um mánaðarmótin ágúst-september.Hópurinn sem mætir Suður Kóreu í tveimur vináttuleikjum ytra í apríl. Here is our squad for two games against South Korea in April.#LeiðinTilEnglands#fyririsland#dottirpic.twitter.com/aAmuiqwwJ4 — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 20, 2019Hópur Íslands í ferðinni til Suður-Kóreu:Markmenn (3) Sandra Sigurðardóttir, Val Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KAVarnarmenn (7) Anna Björk Kristjánsdóttir, PSV Anna Rakel Pétursdóttir, Linköping Elísa Viðarsdóttir, Val Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgårdens Guðrún Arnardóttir, Djurgårdens Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård Hallbera Guðný Gísladóttir, ValMiðjumenn (7) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals FC Sandra María Jessen, Bayer Leverkusen Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðabliki Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðabliki Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV Ásta Eir Árnadóttir, Breiðabliki Lára Kristín Pedersen, Þór/KASóknarmenn (6) Fanndís Friðriksdóttir, Val Berglind Björg Þorvaldsdóttir, PSV Svava Rós Guðmundsdóttir, Kristianstad Rakel Hönnudóttir, Reading Elín Metta Jensen, Val Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Kristianstad EM 2017 í Hollandi Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Margir af reynslumestu leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins eru ekki í hópnum sem fer til Suður-Kóreu í næsta mánuði. Jón Þór Hauksson, þjálfari A-landsliðs kvenna, valdi í dag 23 manna hóp fyrir ferð íslenska kvennalandsliðsins til Suður-Kóreu í apríl. Jón Þór valdi ekki leikmenn eins og Sif Atladóttur, Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur eða Margréti Láru Viðarsdóttir í hópinn og þá er Agla María Albertsdóttir ekki heldur valin. Það er ljóst að reynslumestu leikmenn liðsins og allir fyrirliðarnir verða ekki með að þessu sinni. Ábyrgðin fellur því á aðra leikmenn. Inn í landsliðið koma Fanndís Friðriksdóttir, Sandra María Jessen, Lára Kristín Pedersen, Anna Rakel Pétursdóttir og Elísa Viðarsdóttir. Íslenska landsliðið mun spila tvo vináttulandsleiki í ferðinni á móti heimakonum sem eru eins og er í 14. sæti á heimslista FIFA. Íslensku stelpurnar eru átta sætum neðar eða í 22. sæti.Fyrri leikurinn fer fram 6. apríl á Yongin Citizen Sport og hefst klukkan 05:00 að íslenskum tíma. Seinni leikurinn er svo 9. apríl á Chuncheon Songam Stadium og hefst klukkan 07:45 að íslenskum tíma.Jón Þór hefur þegar stjórnað íslenska landsliðinu í fjórum leikjum síðan að hann tók við liðinu af Frey Alexanderssyni. Íslenska liðið vann þann fyrsta á móti Skotlandi og líka þann síðasta á móti Portúgal sem var um níunda sætið í Algarve-bikarnum. Allt eru þetta undirbúningsleikir fyrir undankeppni EM 2021 sem hefst með leikjum á móti Ungverjalandi og Slóvakíu um mánaðarmótin ágúst-september.Hópurinn sem mætir Suður Kóreu í tveimur vináttuleikjum ytra í apríl. Here is our squad for two games against South Korea in April.#LeiðinTilEnglands#fyririsland#dottirpic.twitter.com/aAmuiqwwJ4 — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 20, 2019Hópur Íslands í ferðinni til Suður-Kóreu:Markmenn (3) Sandra Sigurðardóttir, Val Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KAVarnarmenn (7) Anna Björk Kristjánsdóttir, PSV Anna Rakel Pétursdóttir, Linköping Elísa Viðarsdóttir, Val Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgårdens Guðrún Arnardóttir, Djurgårdens Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård Hallbera Guðný Gísladóttir, ValMiðjumenn (7) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals FC Sandra María Jessen, Bayer Leverkusen Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðabliki Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðabliki Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV Ásta Eir Árnadóttir, Breiðabliki Lára Kristín Pedersen, Þór/KASóknarmenn (6) Fanndís Friðriksdóttir, Val Berglind Björg Þorvaldsdóttir, PSV Svava Rós Guðmundsdóttir, Kristianstad Rakel Hönnudóttir, Reading Elín Metta Jensen, Val Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Kristianstad
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira