„Ef þú finnur Mantas máttu endilega láta mig vita“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. mars 2019 14:30 Mantas Mockevicius hefur ekkert sést síðustu daga og verður ekki með Keflavík í úrslitakeppninni. vísir/bára Keflavík hefur rimmu sína gegn KR í átta liða úrslitum Domino´s-deildar karla í körfubolta á föstudagskvöldið þegar að liðin mætast í fyrsta leik í Blue-höllinni í Reykjanesbæ í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Keflvíkingar fengu vænan rassskell í lokaumferðinni gegn Tindastóli á útivelli þar sem að þriðja sætið var í boði en tapið skildi Keflvíkinga eftir í fjórða sæti þar sem þeir hafa þó heimaleikjaréttinn. „Það var búinn að vera helvíti góður stígandi í þessu hjá okkur þar til við fengum þennan skell á Króknum en við ætlum ekki að dvelja lengi við það. Nú snýst þetta um hvernig að við keyrum þetta í gang strax aftur,“ segir Sverrir sem fær góðan liðsstyrk fyrir úrslitakeppnina. „Gummi [Guðmundur Jónsson ]kemur vonandi aðeins við sögu í úrslitakeppninni. Hann er langt frá því að vera 100 prósent en vonandi getur hann skilað einhverjum mínútum og það mun hjálpa okkur,“ segir Sverrir. Það er líka eins gott fyrir Keflvíkinga að Guðmundur ætli að reyna að vera með því Litháinn Mantas Mockevicius hefur ekki sést síðustu daga og ekkert látið heyra í sér. Mantas vann hug og hjörtu körfuboltaáhugamanna í þeim leikjum sem hann spilaði en þessi pattaralegi bakvörður skoraði 5,2 stig að meðaltali í leik og gaf tvær stoðsendingar og steig oft upp þegar að mest á reyndi. „Ef þú finnur Mantas þá máttu endilega láta mig vita. Hann hefur ekki mætt og það næst ekkert í hann þannig að hann verður ekki meira með,“ segir Sverrir Þór Sverrisson. Ítarlega verður rýnt í einvígin fjögur í úrslitakeppninni í sérstökum upphitunarþætti Domino´s-Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport HD klukkan 21.15 í kvöld.Klippa: Sverrir Þór - Leitin að Mantas Dominos-deild karla Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Keflavík hefur rimmu sína gegn KR í átta liða úrslitum Domino´s-deildar karla í körfubolta á föstudagskvöldið þegar að liðin mætast í fyrsta leik í Blue-höllinni í Reykjanesbæ í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Keflvíkingar fengu vænan rassskell í lokaumferðinni gegn Tindastóli á útivelli þar sem að þriðja sætið var í boði en tapið skildi Keflvíkinga eftir í fjórða sæti þar sem þeir hafa þó heimaleikjaréttinn. „Það var búinn að vera helvíti góður stígandi í þessu hjá okkur þar til við fengum þennan skell á Króknum en við ætlum ekki að dvelja lengi við það. Nú snýst þetta um hvernig að við keyrum þetta í gang strax aftur,“ segir Sverrir sem fær góðan liðsstyrk fyrir úrslitakeppnina. „Gummi [Guðmundur Jónsson ]kemur vonandi aðeins við sögu í úrslitakeppninni. Hann er langt frá því að vera 100 prósent en vonandi getur hann skilað einhverjum mínútum og það mun hjálpa okkur,“ segir Sverrir. Það er líka eins gott fyrir Keflvíkinga að Guðmundur ætli að reyna að vera með því Litháinn Mantas Mockevicius hefur ekki sést síðustu daga og ekkert látið heyra í sér. Mantas vann hug og hjörtu körfuboltaáhugamanna í þeim leikjum sem hann spilaði en þessi pattaralegi bakvörður skoraði 5,2 stig að meðaltali í leik og gaf tvær stoðsendingar og steig oft upp þegar að mest á reyndi. „Ef þú finnur Mantas þá máttu endilega láta mig vita. Hann hefur ekki mætt og það næst ekkert í hann þannig að hann verður ekki meira með,“ segir Sverrir Þór Sverrisson. Ítarlega verður rýnt í einvígin fjögur í úrslitakeppninni í sérstökum upphitunarþætti Domino´s-Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport HD klukkan 21.15 í kvöld.Klippa: Sverrir Þór - Leitin að Mantas
Dominos-deild karla Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira