„Ekki loku fyrir það skotið að það komi fleiri uppsagnir á næstunni” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2019 13:35 Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. skjáskot Andrúmsloftið er nokkuð þungt á Suðurnesjum eftir fall WOW air og fjölda uppsagna hjá fyrirtækjum á svæðinu að sögn forseta sveitarstjórnar í Reykjanesbæ. Brotthvarf flugfélagsins hefur jafnframt áhrif á útflutning sjávarafurða að sögn bæjarstjóra í Grindavík. Þingmenn kjördæmisins funda með fulltrúum sveitarstjórna á Suðurnesjum í dag. Líkt og kunnugt er misstu um ellefu hundruð starfsmenn WOW air vinnuna og fjöldi uppsagna hefur fylgt í kjölfarið í afleiddum störfum. Ber þar helst að nefna 315 starfsmenn Airport Associates sem fengu uppsagnarbréf í gær, en mörgum þeirra mun þó bjóðast áframhaldandi starf eftir endurskipulagningu hjá fyrirtækinu. Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, ætlar að í heildina geti á bilinu sex til sjö hundruð störf verið í húfi á svæðinu. „Rykið er svona að setjast og það var auðvitað verið að segja upp 315 manns hjá Airport Associates í gær þannig að það er ekki loku fyrir það skotið að það komi fleiri uppsagnir á næstunni en við svo sem vitum það ekki eins og staðan er núna,” segir Jóhann. Klukkan tvö í dag munu þingmenn svæðisins eiga fund með fulltrúum sveitarfélaganna á Suðurnesjum um þá stöðu sem uppi er. „Andrúmsloftið er náttúrlega þungt en við erum nú ýmsu vön á Suðurnesjum og reynum auðvitað bara að vera bjartsýn. Það hefur ýmislegt verið okkur í hag undanfarin misseri og við leggjum ekkert árar í bát, höldum bara ótrauð áfram,” segir Jóhann.Mismikil áhrif á sveitarfélögin Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að áhrifin verði eflaust minni þar en í hinum sveitarfélögunum. „Við reiknum með að þetta hafi áhrif á okkar atvinnugrein, ferðamennskuna, og svo vil ég líka nefna það að WOW hefur flutt mikið af fiski frá Grindavík og þessu svæði með frakt til útlanda og þetta mun hafa einhver áhrif á þessa flutninga, að minnsta kosti tímabundið,” segir Fannar. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Suðurnesjabæ, segir að enn sé unnið að því að ná utan um stöðuna. „Við erum búin að vera að hugsa það og vinna í því að undirbúa hvað við þurfum að gera," segir Magnús. Í gær fundaði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra með sveitarstjórnamönnum, verkalýðsfélögum og Vinnumálastofnun á Suðurnesjum. „Efnahagslífið stendur auðvitað sterkt og það er margt mjög jákvætt að gerast. En vissulega, til skamms tíma mun þetta hafa áhrif og það er þannig sem við horfum á það,” segir Ásmundur Einar, spurður hvort hann óttist aukið atvinnuleysi á Íslandi. Grindavík Reykjanesbær Suðurnesjabær Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00 Aldrei fleiri umsóknir um atvinnuleysisbætur Mörg hundruð umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun síðan í gærmorgun en yfirvöld hafa samþykkt að verja auknu fé til að efla stofnunina. 29. mars 2019 20:00 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Andrúmsloftið er nokkuð þungt á Suðurnesjum eftir fall WOW air og fjölda uppsagna hjá fyrirtækjum á svæðinu að sögn forseta sveitarstjórnar í Reykjanesbæ. Brotthvarf flugfélagsins hefur jafnframt áhrif á útflutning sjávarafurða að sögn bæjarstjóra í Grindavík. Þingmenn kjördæmisins funda með fulltrúum sveitarstjórna á Suðurnesjum í dag. Líkt og kunnugt er misstu um ellefu hundruð starfsmenn WOW air vinnuna og fjöldi uppsagna hefur fylgt í kjölfarið í afleiddum störfum. Ber þar helst að nefna 315 starfsmenn Airport Associates sem fengu uppsagnarbréf í gær, en mörgum þeirra mun þó bjóðast áframhaldandi starf eftir endurskipulagningu hjá fyrirtækinu. Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, ætlar að í heildina geti á bilinu sex til sjö hundruð störf verið í húfi á svæðinu. „Rykið er svona að setjast og það var auðvitað verið að segja upp 315 manns hjá Airport Associates í gær þannig að það er ekki loku fyrir það skotið að það komi fleiri uppsagnir á næstunni en við svo sem vitum það ekki eins og staðan er núna,” segir Jóhann. Klukkan tvö í dag munu þingmenn svæðisins eiga fund með fulltrúum sveitarfélaganna á Suðurnesjum um þá stöðu sem uppi er. „Andrúmsloftið er náttúrlega þungt en við erum nú ýmsu vön á Suðurnesjum og reynum auðvitað bara að vera bjartsýn. Það hefur ýmislegt verið okkur í hag undanfarin misseri og við leggjum ekkert árar í bát, höldum bara ótrauð áfram,” segir Jóhann.Mismikil áhrif á sveitarfélögin Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að áhrifin verði eflaust minni þar en í hinum sveitarfélögunum. „Við reiknum með að þetta hafi áhrif á okkar atvinnugrein, ferðamennskuna, og svo vil ég líka nefna það að WOW hefur flutt mikið af fiski frá Grindavík og þessu svæði með frakt til útlanda og þetta mun hafa einhver áhrif á þessa flutninga, að minnsta kosti tímabundið,” segir Fannar. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Suðurnesjabæ, segir að enn sé unnið að því að ná utan um stöðuna. „Við erum búin að vera að hugsa það og vinna í því að undirbúa hvað við þurfum að gera," segir Magnús. Í gær fundaði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra með sveitarstjórnamönnum, verkalýðsfélögum og Vinnumálastofnun á Suðurnesjum. „Efnahagslífið stendur auðvitað sterkt og það er margt mjög jákvætt að gerast. En vissulega, til skamms tíma mun þetta hafa áhrif og það er þannig sem við horfum á það,” segir Ásmundur Einar, spurður hvort hann óttist aukið atvinnuleysi á Íslandi.
Grindavík Reykjanesbær Suðurnesjabær Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00 Aldrei fleiri umsóknir um atvinnuleysisbætur Mörg hundruð umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun síðan í gærmorgun en yfirvöld hafa samþykkt að verja auknu fé til að efla stofnunina. 29. mars 2019 20:00 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00
Aldrei fleiri umsóknir um atvinnuleysisbætur Mörg hundruð umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun síðan í gærmorgun en yfirvöld hafa samþykkt að verja auknu fé til að efla stofnunina. 29. mars 2019 20:00
Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00
Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40
Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent