Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2019 08:48 Jody Wilson-Raybould þegar hún bar vitni fyrir þingnefnd í lok febrúar. Vísir/Getty Fyrrverandi dómsmálaráðherra Kanada hefur birt upptöku af tilraunum ráðgjafa Justins Trudeau, forsætisráðherra, þrýsta á hann um að forða stórfyrirtæki frá saksókn. Málið hefur reynst Trudeau erfiður ljár í þúfu að undanförnu og veikt stöðu hans fyrir þingkosningar sem verða haldnar síðar á þessu ári. Trudeau og nánustu ráðgjafar hans eru sakaðir um að hafa beitt Jody Wilson-Raybould, þáverandi dómsmálaráðherra, óeðlilegum þrýstingi til þess að forða SNC-Lavalin, einu stærsta byggingar- og verkfræðisfyrirtæki heims, frá saksókn vegna mútugreiðslna í Líbíu. Trudeau hefur hafnað öllum ásökunum um óeðlileg afskipti hans eða ráðgjafa hans. Hann og embættismenn hafa lýst áhyggjum af því að þúsundir starfa gætu tapast ef fyrirtækið yrði sakfellt vegna spillingar. Wilson-Raybould sagði af sér í febrúar en breska ríkisútvarpið BBC segir að hún hafi látið þingnefnd í té ný gögn um málið, þar á meðal upptöku sem hún gerði af símtali hennar og Michael Wernick, nánum ráðgjafa Trudeau. Upptakan var gerð opinber í gær. Á upptökunni heyrist Wernick, sem sagði af sér í þessum mánuði, ítrekað vekja máls á því að Trudeau hafi áhuga á að SNC-Lavalin komist hjá saksókn og að sátt yrði gerð við fyrirtækið. Wilson-Raybould segist hafa tekið upp símtalið vegna þess að að henni hafi fundist það óeðlilegt og að hún hafi viljað eiga nákvæma lýsingu á efni þess. Heyrist Wilson-Raybould meðal annars segja Wernick að henni finnist samtalið óviðeigandi og að héldi hann áfram að ræða við hana á þeim nótum gengi það á sjálfstæði hennar sem æðsti saksóknari landsins. Dómsmálaráðherrann fyrrverandi lagði upptökuna fram eftir að Frjálslyndi flokkur Trudeau ákvað að hætta rannsókn þingnefndar á málinu með þeim rökum að markmiðum hennar hefði verið náð fyrr í þessum mánuði. Kanada Tengdar fréttir Ráðherra segir af sér vegna meintra afskipta Trudeau af rannsókn Forsætisráðherra Kanada er í kröppum dansi vegna ásakana um að hann og ráðgjafar hans hafi beitt fyrrverandi dómsmálaráðherra þrýstingi í þágu stórfyrirtækis. 5. mars 2019 07:35 Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36 Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum Forsætisráðherra Kanada liggur undir gagnrýni vegna meintra afskipta af rannsókn á einu stærsta byggingar- og verkfræðifyrirtæki heims. 7. mars 2019 14:49 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Fyrrverandi dómsmálaráðherra Kanada hefur birt upptöku af tilraunum ráðgjafa Justins Trudeau, forsætisráðherra, þrýsta á hann um að forða stórfyrirtæki frá saksókn. Málið hefur reynst Trudeau erfiður ljár í þúfu að undanförnu og veikt stöðu hans fyrir þingkosningar sem verða haldnar síðar á þessu ári. Trudeau og nánustu ráðgjafar hans eru sakaðir um að hafa beitt Jody Wilson-Raybould, þáverandi dómsmálaráðherra, óeðlilegum þrýstingi til þess að forða SNC-Lavalin, einu stærsta byggingar- og verkfræðisfyrirtæki heims, frá saksókn vegna mútugreiðslna í Líbíu. Trudeau hefur hafnað öllum ásökunum um óeðlileg afskipti hans eða ráðgjafa hans. Hann og embættismenn hafa lýst áhyggjum af því að þúsundir starfa gætu tapast ef fyrirtækið yrði sakfellt vegna spillingar. Wilson-Raybould sagði af sér í febrúar en breska ríkisútvarpið BBC segir að hún hafi látið þingnefnd í té ný gögn um málið, þar á meðal upptöku sem hún gerði af símtali hennar og Michael Wernick, nánum ráðgjafa Trudeau. Upptakan var gerð opinber í gær. Á upptökunni heyrist Wernick, sem sagði af sér í þessum mánuði, ítrekað vekja máls á því að Trudeau hafi áhuga á að SNC-Lavalin komist hjá saksókn og að sátt yrði gerð við fyrirtækið. Wilson-Raybould segist hafa tekið upp símtalið vegna þess að að henni hafi fundist það óeðlilegt og að hún hafi viljað eiga nákvæma lýsingu á efni þess. Heyrist Wilson-Raybould meðal annars segja Wernick að henni finnist samtalið óviðeigandi og að héldi hann áfram að ræða við hana á þeim nótum gengi það á sjálfstæði hennar sem æðsti saksóknari landsins. Dómsmálaráðherrann fyrrverandi lagði upptökuna fram eftir að Frjálslyndi flokkur Trudeau ákvað að hætta rannsókn þingnefndar á málinu með þeim rökum að markmiðum hennar hefði verið náð fyrr í þessum mánuði.
Kanada Tengdar fréttir Ráðherra segir af sér vegna meintra afskipta Trudeau af rannsókn Forsætisráðherra Kanada er í kröppum dansi vegna ásakana um að hann og ráðgjafar hans hafi beitt fyrrverandi dómsmálaráðherra þrýstingi í þágu stórfyrirtækis. 5. mars 2019 07:35 Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36 Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum Forsætisráðherra Kanada liggur undir gagnrýni vegna meintra afskipta af rannsókn á einu stærsta byggingar- og verkfræðifyrirtæki heims. 7. mars 2019 14:49 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Ráðherra segir af sér vegna meintra afskipta Trudeau af rannsókn Forsætisráðherra Kanada er í kröppum dansi vegna ásakana um að hann og ráðgjafar hans hafi beitt fyrrverandi dómsmálaráðherra þrýstingi í þágu stórfyrirtækis. 5. mars 2019 07:35
Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36
Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum Forsætisráðherra Kanada liggur undir gagnrýni vegna meintra afskipta af rannsókn á einu stærsta byggingar- og verkfræðifyrirtæki heims. 7. mars 2019 14:49