Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2019 08:48 Jody Wilson-Raybould þegar hún bar vitni fyrir þingnefnd í lok febrúar. Vísir/Getty Fyrrverandi dómsmálaráðherra Kanada hefur birt upptöku af tilraunum ráðgjafa Justins Trudeau, forsætisráðherra, þrýsta á hann um að forða stórfyrirtæki frá saksókn. Málið hefur reynst Trudeau erfiður ljár í þúfu að undanförnu og veikt stöðu hans fyrir þingkosningar sem verða haldnar síðar á þessu ári. Trudeau og nánustu ráðgjafar hans eru sakaðir um að hafa beitt Jody Wilson-Raybould, þáverandi dómsmálaráðherra, óeðlilegum þrýstingi til þess að forða SNC-Lavalin, einu stærsta byggingar- og verkfræðisfyrirtæki heims, frá saksókn vegna mútugreiðslna í Líbíu. Trudeau hefur hafnað öllum ásökunum um óeðlileg afskipti hans eða ráðgjafa hans. Hann og embættismenn hafa lýst áhyggjum af því að þúsundir starfa gætu tapast ef fyrirtækið yrði sakfellt vegna spillingar. Wilson-Raybould sagði af sér í febrúar en breska ríkisútvarpið BBC segir að hún hafi látið þingnefnd í té ný gögn um málið, þar á meðal upptöku sem hún gerði af símtali hennar og Michael Wernick, nánum ráðgjafa Trudeau. Upptakan var gerð opinber í gær. Á upptökunni heyrist Wernick, sem sagði af sér í þessum mánuði, ítrekað vekja máls á því að Trudeau hafi áhuga á að SNC-Lavalin komist hjá saksókn og að sátt yrði gerð við fyrirtækið. Wilson-Raybould segist hafa tekið upp símtalið vegna þess að að henni hafi fundist það óeðlilegt og að hún hafi viljað eiga nákvæma lýsingu á efni þess. Heyrist Wilson-Raybould meðal annars segja Wernick að henni finnist samtalið óviðeigandi og að héldi hann áfram að ræða við hana á þeim nótum gengi það á sjálfstæði hennar sem æðsti saksóknari landsins. Dómsmálaráðherrann fyrrverandi lagði upptökuna fram eftir að Frjálslyndi flokkur Trudeau ákvað að hætta rannsókn þingnefndar á málinu með þeim rökum að markmiðum hennar hefði verið náð fyrr í þessum mánuði. Kanada Tengdar fréttir Ráðherra segir af sér vegna meintra afskipta Trudeau af rannsókn Forsætisráðherra Kanada er í kröppum dansi vegna ásakana um að hann og ráðgjafar hans hafi beitt fyrrverandi dómsmálaráðherra þrýstingi í þágu stórfyrirtækis. 5. mars 2019 07:35 Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36 Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum Forsætisráðherra Kanada liggur undir gagnrýni vegna meintra afskipta af rannsókn á einu stærsta byggingar- og verkfræðifyrirtæki heims. 7. mars 2019 14:49 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Fleiri fréttir Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Sjá meira
Fyrrverandi dómsmálaráðherra Kanada hefur birt upptöku af tilraunum ráðgjafa Justins Trudeau, forsætisráðherra, þrýsta á hann um að forða stórfyrirtæki frá saksókn. Málið hefur reynst Trudeau erfiður ljár í þúfu að undanförnu og veikt stöðu hans fyrir þingkosningar sem verða haldnar síðar á þessu ári. Trudeau og nánustu ráðgjafar hans eru sakaðir um að hafa beitt Jody Wilson-Raybould, þáverandi dómsmálaráðherra, óeðlilegum þrýstingi til þess að forða SNC-Lavalin, einu stærsta byggingar- og verkfræðisfyrirtæki heims, frá saksókn vegna mútugreiðslna í Líbíu. Trudeau hefur hafnað öllum ásökunum um óeðlileg afskipti hans eða ráðgjafa hans. Hann og embættismenn hafa lýst áhyggjum af því að þúsundir starfa gætu tapast ef fyrirtækið yrði sakfellt vegna spillingar. Wilson-Raybould sagði af sér í febrúar en breska ríkisútvarpið BBC segir að hún hafi látið þingnefnd í té ný gögn um málið, þar á meðal upptöku sem hún gerði af símtali hennar og Michael Wernick, nánum ráðgjafa Trudeau. Upptakan var gerð opinber í gær. Á upptökunni heyrist Wernick, sem sagði af sér í þessum mánuði, ítrekað vekja máls á því að Trudeau hafi áhuga á að SNC-Lavalin komist hjá saksókn og að sátt yrði gerð við fyrirtækið. Wilson-Raybould segist hafa tekið upp símtalið vegna þess að að henni hafi fundist það óeðlilegt og að hún hafi viljað eiga nákvæma lýsingu á efni þess. Heyrist Wilson-Raybould meðal annars segja Wernick að henni finnist samtalið óviðeigandi og að héldi hann áfram að ræða við hana á þeim nótum gengi það á sjálfstæði hennar sem æðsti saksóknari landsins. Dómsmálaráðherrann fyrrverandi lagði upptökuna fram eftir að Frjálslyndi flokkur Trudeau ákvað að hætta rannsókn þingnefndar á málinu með þeim rökum að markmiðum hennar hefði verið náð fyrr í þessum mánuði.
Kanada Tengdar fréttir Ráðherra segir af sér vegna meintra afskipta Trudeau af rannsókn Forsætisráðherra Kanada er í kröppum dansi vegna ásakana um að hann og ráðgjafar hans hafi beitt fyrrverandi dómsmálaráðherra þrýstingi í þágu stórfyrirtækis. 5. mars 2019 07:35 Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36 Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum Forsætisráðherra Kanada liggur undir gagnrýni vegna meintra afskipta af rannsókn á einu stærsta byggingar- og verkfræðifyrirtæki heims. 7. mars 2019 14:49 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Fleiri fréttir Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Sjá meira
Ráðherra segir af sér vegna meintra afskipta Trudeau af rannsókn Forsætisráðherra Kanada er í kröppum dansi vegna ásakana um að hann og ráðgjafar hans hafi beitt fyrrverandi dómsmálaráðherra þrýstingi í þágu stórfyrirtækis. 5. mars 2019 07:35
Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36
Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum Forsætisráðherra Kanada liggur undir gagnrýni vegna meintra afskipta af rannsókn á einu stærsta byggingar- og verkfræðifyrirtæki heims. 7. mars 2019 14:49