Guðni heillaði fundarmenn með rússneskukunnáttu sinni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. apríl 2019 18:45 Forseti Íslands sótti ráðstefnuna International Arctic Forum sem haldin er í Sankti Pétursborg í Rússlandi. Hann tók þátt í pallborði um samstarf á norðurslóðum ásamt forsætisráðherrum Noregs og Svíþjóðar auk forseta Finnlands og forseta Rússlands. Í ræðu sinni kom Guðni inn á ríka áherslu íslenskra stjórnvalda við að tryggja umhverfisvernd og sjálfbærni á Norðurheimskautinu. Hann greindi frá áformum formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu en Ísland tekur við formennsku í ráðinu í næsta mánuði. Þá lagði hann sérstaka áherslu í ræðu sinni á vernd hafsins. „Sem forseti Íslands hef ég mikinn áhuga á málefnum hafsins og hlutverki þess í leið okkar að friðsælli, velmegandi og sjálfbærri framtíð fyrir allt mannkyn.“leiðtogarnir fimm í pallborði í dag.EPA/Anatoly MaltsevÁ fundinum var aukin umferð á norðurslóðum til umræðu og hættan á átökum. Guðni sagði að hann trúði því að vettvangur Norðurskautsráðsins væri góður staður til að leysa deilumál í sátt og vænti þess að þannig yrði það einnig í framtíðinni. Hann sagði að til þess þyrfti fólk að leggja sig fram við að skilja hvert annað. því er óhætt að segja að lokaorð hans hafi verið í anda þeirra skilaboða en þau flutti hann á rússnesku. „Það er þessvegna sem ég mun tala rússnesku í lokin,“ sagði hann. „Ég er ekki reipirennandi í rússnesku og ég afsaka það. Ég lagði stund á rússnesku fyrir löngu síðan og ég gleymdi því næstum því hvernig á að tala hana. Engu að síður man ég eftirfarandi og ég er viljugur til að segja það núna: Það er ekkert mikilvægara í heiminum en sönn vinátta,“ sagði Guðni og sjá mátti að ráðstefnugestum var skemmt yfir æfingu hans á rússnesku.Hér fyrir neðan má hlusta á ræðu Guðna í heild sinni: Forseti Íslands Norðurslóðir Rússland Tengdar fréttir Bein útsending: Guðni forseti og Pútín ræða norðurslóðamál í Pétursborg Forseti Íslands fundar einnig með forseta Rússlands á morgun. 9. apríl 2019 11:05 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Forseti Íslands sótti ráðstefnuna International Arctic Forum sem haldin er í Sankti Pétursborg í Rússlandi. Hann tók þátt í pallborði um samstarf á norðurslóðum ásamt forsætisráðherrum Noregs og Svíþjóðar auk forseta Finnlands og forseta Rússlands. Í ræðu sinni kom Guðni inn á ríka áherslu íslenskra stjórnvalda við að tryggja umhverfisvernd og sjálfbærni á Norðurheimskautinu. Hann greindi frá áformum formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu en Ísland tekur við formennsku í ráðinu í næsta mánuði. Þá lagði hann sérstaka áherslu í ræðu sinni á vernd hafsins. „Sem forseti Íslands hef ég mikinn áhuga á málefnum hafsins og hlutverki þess í leið okkar að friðsælli, velmegandi og sjálfbærri framtíð fyrir allt mannkyn.“leiðtogarnir fimm í pallborði í dag.EPA/Anatoly MaltsevÁ fundinum var aukin umferð á norðurslóðum til umræðu og hættan á átökum. Guðni sagði að hann trúði því að vettvangur Norðurskautsráðsins væri góður staður til að leysa deilumál í sátt og vænti þess að þannig yrði það einnig í framtíðinni. Hann sagði að til þess þyrfti fólk að leggja sig fram við að skilja hvert annað. því er óhætt að segja að lokaorð hans hafi verið í anda þeirra skilaboða en þau flutti hann á rússnesku. „Það er þessvegna sem ég mun tala rússnesku í lokin,“ sagði hann. „Ég er ekki reipirennandi í rússnesku og ég afsaka það. Ég lagði stund á rússnesku fyrir löngu síðan og ég gleymdi því næstum því hvernig á að tala hana. Engu að síður man ég eftirfarandi og ég er viljugur til að segja það núna: Það er ekkert mikilvægara í heiminum en sönn vinátta,“ sagði Guðni og sjá mátti að ráðstefnugestum var skemmt yfir æfingu hans á rússnesku.Hér fyrir neðan má hlusta á ræðu Guðna í heild sinni:
Forseti Íslands Norðurslóðir Rússland Tengdar fréttir Bein útsending: Guðni forseti og Pútín ræða norðurslóðamál í Pétursborg Forseti Íslands fundar einnig með forseta Rússlands á morgun. 9. apríl 2019 11:05 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Bein útsending: Guðni forseti og Pútín ræða norðurslóðamál í Pétursborg Forseti Íslands fundar einnig með forseta Rússlands á morgun. 9. apríl 2019 11:05