Wikileaks: Assange vísað út úr sendiráði Ekvador innan skamms Atli Ísleifsson skrifar 4. apríl 2019 23:23 Julian Assange á svöldum sendiráðs Ekvador í London árið 2017. Getty Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, verður vísað úr sendiráði Ekvador í London innan skamms. Frá þessu greinir WikiLeaks á Twitter-síðu sinni í kvöld þar sem vísað er í ónafngreindan heimildarmann þeirra innan ekvadorska stjórnkerfisins. WikiLeaks segir að Assange verði vísað út á næstu klukkustundum eða dögum. Verður INA-hneykslismálið svokallaða notað sem yfirskyn en það snýr að ásökunum á hendur Lenín Moreno, forseta Ekvador, vegna spillingar og að hann hafi hagnast á aflandsreikningum í Panama. Þá segir WikiLeaks einnig að ekvadorsk og bresk yfirvöld hafi nú þegar náð samkomulagi um að Assange verði handtekinn. BREAKING: A high level source within the Ecuadorian state has told @WikiLeaks that Julian Assange will be expelled within "hours to days" using the #INAPapers offshore scandal as a pretext--and that it already has an agreement with the UK for his arrest.https://t.co/adnJph79wq — WikiLeaks (@wikileaks) April 4, 2019 Assange hefur verið undir verndarvæng stjórnvalda í Ekvador og hafst við í sendiráðinu í London frá árinu 2012. Assange leitaði hælis þangað til að forðast rannsókn á kynferðisbroti í Svíþjóð og ákæru í Bretlandi fyrir að brjóta gegn lausn sem hann hlaut þar gegn tryggingu. Assange hefur jafnframt sagst óttast það að verða framseldur til Bandaríkjanna. Talsvert hefur verið fjallað um vist Assange í sendiráðinu og greindi Moreno nýverið frá því að Assange hafi þverbrotið margar þær reglur sem honum hafi verið settar fyrir því að fá að dvelja í sendiráðinu. Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Segja Breta hafa lofað að framselja Assange ekki Lenin Moreno, forseti Ekvador, sagði í viðtali í dag að hann hefði fengið skriflegt loforð Breta um að framselja Assange ekki til neins lands þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða. 6. desember 2018 17:03 Rannsókn bandarískra yfirvalda á Wikileaks teygir anga sína til Íslands Kristinn Hrafnsson segist hafa heimildir fyrir því að einstaklingi á Íslandi hafi verið boðin friðhelgi fyrir saksókn gegn því að hann bæri vitni gegn Julian Assange. 24. janúar 2019 20:52 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Sjá meira
Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, verður vísað úr sendiráði Ekvador í London innan skamms. Frá þessu greinir WikiLeaks á Twitter-síðu sinni í kvöld þar sem vísað er í ónafngreindan heimildarmann þeirra innan ekvadorska stjórnkerfisins. WikiLeaks segir að Assange verði vísað út á næstu klukkustundum eða dögum. Verður INA-hneykslismálið svokallaða notað sem yfirskyn en það snýr að ásökunum á hendur Lenín Moreno, forseta Ekvador, vegna spillingar og að hann hafi hagnast á aflandsreikningum í Panama. Þá segir WikiLeaks einnig að ekvadorsk og bresk yfirvöld hafi nú þegar náð samkomulagi um að Assange verði handtekinn. BREAKING: A high level source within the Ecuadorian state has told @WikiLeaks that Julian Assange will be expelled within "hours to days" using the #INAPapers offshore scandal as a pretext--and that it already has an agreement with the UK for his arrest.https://t.co/adnJph79wq — WikiLeaks (@wikileaks) April 4, 2019 Assange hefur verið undir verndarvæng stjórnvalda í Ekvador og hafst við í sendiráðinu í London frá árinu 2012. Assange leitaði hælis þangað til að forðast rannsókn á kynferðisbroti í Svíþjóð og ákæru í Bretlandi fyrir að brjóta gegn lausn sem hann hlaut þar gegn tryggingu. Assange hefur jafnframt sagst óttast það að verða framseldur til Bandaríkjanna. Talsvert hefur verið fjallað um vist Assange í sendiráðinu og greindi Moreno nýverið frá því að Assange hafi þverbrotið margar þær reglur sem honum hafi verið settar fyrir því að fá að dvelja í sendiráðinu.
Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Segja Breta hafa lofað að framselja Assange ekki Lenin Moreno, forseti Ekvador, sagði í viðtali í dag að hann hefði fengið skriflegt loforð Breta um að framselja Assange ekki til neins lands þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða. 6. desember 2018 17:03 Rannsókn bandarískra yfirvalda á Wikileaks teygir anga sína til Íslands Kristinn Hrafnsson segist hafa heimildir fyrir því að einstaklingi á Íslandi hafi verið boðin friðhelgi fyrir saksókn gegn því að hann bæri vitni gegn Julian Assange. 24. janúar 2019 20:52 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Sjá meira
Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16
Segja Breta hafa lofað að framselja Assange ekki Lenin Moreno, forseti Ekvador, sagði í viðtali í dag að hann hefði fengið skriflegt loforð Breta um að framselja Assange ekki til neins lands þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða. 6. desember 2018 17:03
Rannsókn bandarískra yfirvalda á Wikileaks teygir anga sína til Íslands Kristinn Hrafnsson segist hafa heimildir fyrir því að einstaklingi á Íslandi hafi verið boðin friðhelgi fyrir saksókn gegn því að hann bæri vitni gegn Julian Assange. 24. janúar 2019 20:52