Borche: Þurfum bara að stoppa einn mann Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 4. apríl 2019 21:43 Borce er þjálfari ÍR. vísir/daníel ÍR tapaði stórt gegn Stjörnunni í fyrsta leik undanúrslitana í Dominos deild karla. Leikurinn var smá jafn í fyrri hálfleik en Stjarnan niðurlægði ÍR í seinni hálfleik en ÍR skoruðu bara 27 stig í seinni hálfleik. „Við byrjuðum ágætlega í fyrsta leikhluta en þetta hrundi hjá okkur í öðrum leikhluta. Við fundum ekki fyrir lausn gegn aggresívum leik Stjörnunnar. Við hefðum átt að vera jafn aggresívir gegn þeim,” sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR eftir leik kvöldsins. Það voru dæmdar 24 villur á Stjörnuna í kvöld en 19 á ÍR. Borche vildi meina að Stjarnan hefði átt að vera með miklu fleiri villur þar sem þeir voru að spila aggresívari varnarleik. Mikil orka hjá ÍR í kvöld fór í að kvarta í dómurunum en þeir fengu samt aldrei tæknivillu í kvöld. „Ég ætla ekki að fara að gráta en dómararnir voru bara svona. Við verðum bara að svara. Við erum með skuldbindingu gagnvart litum ÍR. Sömuleiðis gagnvart stjórninni og stuðningsmönnunum. Við ætlum ekki að fara að gráta heldur ætlum við bara að berjast.” „Ef maður lítur á hina hliðina getur maður ekki bara sagt að það hafi verið jafnt í villum. Þeir spiluðu aggresíva vörn allan leikinn en þrátt fyrir það voru svipaðar villur, eða við fengum jafnvel bara fleiri villur. Þetta er sérstakt, sérstaklega frá einum dómaranum,” sagði Borche um dómgæsluna en hvaða dómara hann var að tala um er ekki vitað.” Það voru bara þrír leikmenn sem skoruðu meira en 5 stig fyrir ÍR í kvöld. Gerald Robinson, Kevin Capers og Matthías Orri Sigurðarson voru einu sem gátu skorað eitthvað af viti fyrir ÍR í kvöld og það vantaði uppá framlag frá fleirum. „Það er mjög erfitt fyrir okkur ef það eru bara lykilmennirnir sem ná að skora. Allir þurfa að stíga upp í næsta leik. Sérstaklega Sæþór og Sigurkarl. Það er vandamál að Hákon sé ekki í leiknum með Matta og Kevin. Þá verða þeir þreyttari þar sem það er ómögulegt að spila 40 mínútur.” „Mér fannst við klikka úr auðveldum skotum. Sniðskotum en hinu megin voru þeir að skora og mér sýndist við missa sjálfstraustið. Í fyrri hálfleik var mismunurinn bara 8 stig. Það er ekki of slæmt en við verðum bara að vera sterkari. Þetta er líkamlegur leikur og við verðum að vera sterkari. Ekki væla í dómurunum heldur gera bara betur og leggja meira á okkur,” sagði Borche um hvað hefði mátt betur fara. Seinni hálfleikur hjá ÍR var vægast sagt slæmur en hann var ekki heldur ánægður með fyrri hálfleikinn. Þrátt fyrir mikinn mismun fyrir fjórða leikhluta spilaði Borche á sínum lykilmönnum fyrstu fimm mínúturnar í leikhlutanum. Sumum gæti fundist þetta skrítið en það er stutt í næsta leik og sumum myndu finnast óþarfa að þreytta út lykilmennina sína í töpuðum leik. „Þeir voru líka að spila á sínum bestu mönnum. Þess vegna spilaði ég fyrstu fimm mínúturunar í fjórða leikhluta með byrjunarliðið. Við hefðum getað hvílt þá en það er ekki sama hvort maður tapi með 10-15 stigum eða 30 stigum. Þetta skiptir miklu máli upp á sjálfstraustið. Ég held að við munum bæta okkur og við munum ekki gefast upp.” Brandon Rozzell var allt í öllu í kvöld fyrir Stjörnuna en hann skoraði 28 stig og setti niður risa stór skot þegar Stjarnan bjó til sína forystu. „Þetta snérist allt um Brandon Rozzell. Hann var með 28 stig en hann náði líka að senda boltann á liðsfélaga sína. Við þurfum bara að stoppa einn mann.” Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 96-63 | Auðvelt hjá Stjörnunni í fyrsta leik Stjarnan afgreiddi ÍR auðveldlega í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar karla. 4. apríl 2019 22:45 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
ÍR tapaði stórt gegn Stjörnunni í fyrsta leik undanúrslitana í Dominos deild karla. Leikurinn var smá jafn í fyrri hálfleik en Stjarnan niðurlægði ÍR í seinni hálfleik en ÍR skoruðu bara 27 stig í seinni hálfleik. „Við byrjuðum ágætlega í fyrsta leikhluta en þetta hrundi hjá okkur í öðrum leikhluta. Við fundum ekki fyrir lausn gegn aggresívum leik Stjörnunnar. Við hefðum átt að vera jafn aggresívir gegn þeim,” sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR eftir leik kvöldsins. Það voru dæmdar 24 villur á Stjörnuna í kvöld en 19 á ÍR. Borche vildi meina að Stjarnan hefði átt að vera með miklu fleiri villur þar sem þeir voru að spila aggresívari varnarleik. Mikil orka hjá ÍR í kvöld fór í að kvarta í dómurunum en þeir fengu samt aldrei tæknivillu í kvöld. „Ég ætla ekki að fara að gráta en dómararnir voru bara svona. Við verðum bara að svara. Við erum með skuldbindingu gagnvart litum ÍR. Sömuleiðis gagnvart stjórninni og stuðningsmönnunum. Við ætlum ekki að fara að gráta heldur ætlum við bara að berjast.” „Ef maður lítur á hina hliðina getur maður ekki bara sagt að það hafi verið jafnt í villum. Þeir spiluðu aggresíva vörn allan leikinn en þrátt fyrir það voru svipaðar villur, eða við fengum jafnvel bara fleiri villur. Þetta er sérstakt, sérstaklega frá einum dómaranum,” sagði Borche um dómgæsluna en hvaða dómara hann var að tala um er ekki vitað.” Það voru bara þrír leikmenn sem skoruðu meira en 5 stig fyrir ÍR í kvöld. Gerald Robinson, Kevin Capers og Matthías Orri Sigurðarson voru einu sem gátu skorað eitthvað af viti fyrir ÍR í kvöld og það vantaði uppá framlag frá fleirum. „Það er mjög erfitt fyrir okkur ef það eru bara lykilmennirnir sem ná að skora. Allir þurfa að stíga upp í næsta leik. Sérstaklega Sæþór og Sigurkarl. Það er vandamál að Hákon sé ekki í leiknum með Matta og Kevin. Þá verða þeir þreyttari þar sem það er ómögulegt að spila 40 mínútur.” „Mér fannst við klikka úr auðveldum skotum. Sniðskotum en hinu megin voru þeir að skora og mér sýndist við missa sjálfstraustið. Í fyrri hálfleik var mismunurinn bara 8 stig. Það er ekki of slæmt en við verðum bara að vera sterkari. Þetta er líkamlegur leikur og við verðum að vera sterkari. Ekki væla í dómurunum heldur gera bara betur og leggja meira á okkur,” sagði Borche um hvað hefði mátt betur fara. Seinni hálfleikur hjá ÍR var vægast sagt slæmur en hann var ekki heldur ánægður með fyrri hálfleikinn. Þrátt fyrir mikinn mismun fyrir fjórða leikhluta spilaði Borche á sínum lykilmönnum fyrstu fimm mínúturnar í leikhlutanum. Sumum gæti fundist þetta skrítið en það er stutt í næsta leik og sumum myndu finnast óþarfa að þreytta út lykilmennina sína í töpuðum leik. „Þeir voru líka að spila á sínum bestu mönnum. Þess vegna spilaði ég fyrstu fimm mínúturunar í fjórða leikhluta með byrjunarliðið. Við hefðum getað hvílt þá en það er ekki sama hvort maður tapi með 10-15 stigum eða 30 stigum. Þetta skiptir miklu máli upp á sjálfstraustið. Ég held að við munum bæta okkur og við munum ekki gefast upp.” Brandon Rozzell var allt í öllu í kvöld fyrir Stjörnuna en hann skoraði 28 stig og setti niður risa stór skot þegar Stjarnan bjó til sína forystu. „Þetta snérist allt um Brandon Rozzell. Hann var með 28 stig en hann náði líka að senda boltann á liðsfélaga sína. Við þurfum bara að stoppa einn mann.”
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 96-63 | Auðvelt hjá Stjörnunni í fyrsta leik Stjarnan afgreiddi ÍR auðveldlega í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar karla. 4. apríl 2019 22:45 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - ÍR 96-63 | Auðvelt hjá Stjörnunni í fyrsta leik Stjarnan afgreiddi ÍR auðveldlega í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar karla. 4. apríl 2019 22:45