Marinn og blár eftir að hafa verið dreginn út úr ráðuneytinu Jakob Bjarnar skrifar 4. apríl 2019 14:12 Eins og sjá má stórsér á Bjarna Daníel eftir að lögreglan dró hann út úr ráðuneytinu og henti honum og félögum hans út. visir/sigurjón Nokkrir mótmælendur á vegum No Borders voru bornir út úr dómsmálaráðuneytinu í dag. Þau höfðu komið sér fyrir í anddyri ráðuneytisins og fengið sér sæti á gólfinu. Um er að ræða þriðja kyrrsetuverkfallið á þremur dögum. Eins og sjá má á myndinni þá stórsér á einum mótmælenda. Hann heitir Bjarni Daníel. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af atburðum en tökumaður fréttastofu voru á vettvangi.„Já, ég var dreginn fremur ruddalega út af lögreglunni. Ég held að það sé allt í lagi með mig en mér líður ekkert sérstaklega vel,“ sagði Bjarni Daníel í samtali við Vísi. Hann segist ekki vita hvað hann muni gera, hvort hann muni kæra lögregluna fyrir hörku; fyrsta skrefið sé að fara á heilsugæslustöðina og fá áverkavottorð. „Nei, þetta lítur ekkert sérstaklega vel út en ég held nú að það sé í lagi með mig. Lögregla, var líkt og á þriðjudaginn, kölluð til að fjarlægja mótmælendurna sem vilja minna stjórnvöld á að ekki sé hægt að hundsa fólk í neyð sem biðji um áheyrn. Samtökin hafa þegar fengið fund með forsætisráðuneytinu sem vísaði þeim á dómsmálaráðuneytið.Mótmælendur í ráðuneytinu, áður en lögreglan kom og henti þeim út. Bjarni Daníel segir þá hafa sýnt talsvert meiri hörku nú en í gær, svo virðist sem þeir séu orðnir leiðir á mótmælendunum.visir/jói kBjarni segir að þetta hafi ekki verið neitt sérstaklega þægilegt. Og hann segir að það sé talsvert meiri harka í lögregluliðinu gagnvart sér og mótmælendum en í gær og í fyrradag. „Já, það er eins og það sé extra harka í þeim núna. Eins og þeir séu orðnir svolítið þreyttir á okkur.“ Bjarni Daníel telur að lögreglan hafi verið óþarflega harðhent. Sér í lagi þegar litið er til þess að hann barðist ekkert á móti eftir að lögreglan náði á honum taki. „En, þetta er ekkert alvarlegt. Það er ekkert aðalatriði að ég sé beittir ofbeldi í þetta eina skipti. Smávægilegt í samanburði við það ofbeldi sem flóttafólk má búa við á hverjum degi,“ segir Bjarni Daníel. Þetta sé nú bara einhver skráma sem kom eftir að lögreglan dró hann eftir gangstéttinni. Mótmælendur hafa ekki fengið fund með ráðherra sem komið er. Samtökin hafa fimm kröfur sem flóttafólk vill ræða við dómsmálaráðuneytið um. 1. Ekki fleiri brottvísanir, byrja á að stöðva brottvísanir til Grikklands og Ítalíu. 2. Efnismeðferð fyrir alla, sérstaklega fólk sem á það á hættu að vera vísað til óöruggs lands frá öðru Evrópuríki. 3. Atvinnuleyfi á meðan á umsókn stendur. 4. Jafn aðgangur að heilbrigðiskerfi. 5. Að endir sé bundin á einangrunina sem flóttafólk á Ásbrú og annars staðar fyrir utan höfuðborgarsvæðið býr við.Ummælakerfinu hefur verið lokað við þessa frétt vegna fjölda meiðandi ummæla. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Nokkrir mótmælendur á vegum No Borders voru bornir út úr dómsmálaráðuneytinu í dag. Þau höfðu komið sér fyrir í anddyri ráðuneytisins og fengið sér sæti á gólfinu. Um er að ræða þriðja kyrrsetuverkfallið á þremur dögum. Eins og sjá má á myndinni þá stórsér á einum mótmælenda. Hann heitir Bjarni Daníel. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af atburðum en tökumaður fréttastofu voru á vettvangi.„Já, ég var dreginn fremur ruddalega út af lögreglunni. Ég held að það sé allt í lagi með mig en mér líður ekkert sérstaklega vel,“ sagði Bjarni Daníel í samtali við Vísi. Hann segist ekki vita hvað hann muni gera, hvort hann muni kæra lögregluna fyrir hörku; fyrsta skrefið sé að fara á heilsugæslustöðina og fá áverkavottorð. „Nei, þetta lítur ekkert sérstaklega vel út en ég held nú að það sé í lagi með mig. Lögregla, var líkt og á þriðjudaginn, kölluð til að fjarlægja mótmælendurna sem vilja minna stjórnvöld á að ekki sé hægt að hundsa fólk í neyð sem biðji um áheyrn. Samtökin hafa þegar fengið fund með forsætisráðuneytinu sem vísaði þeim á dómsmálaráðuneytið.Mótmælendur í ráðuneytinu, áður en lögreglan kom og henti þeim út. Bjarni Daníel segir þá hafa sýnt talsvert meiri hörku nú en í gær, svo virðist sem þeir séu orðnir leiðir á mótmælendunum.visir/jói kBjarni segir að þetta hafi ekki verið neitt sérstaklega þægilegt. Og hann segir að það sé talsvert meiri harka í lögregluliðinu gagnvart sér og mótmælendum en í gær og í fyrradag. „Já, það er eins og það sé extra harka í þeim núna. Eins og þeir séu orðnir svolítið þreyttir á okkur.“ Bjarni Daníel telur að lögreglan hafi verið óþarflega harðhent. Sér í lagi þegar litið er til þess að hann barðist ekkert á móti eftir að lögreglan náði á honum taki. „En, þetta er ekkert alvarlegt. Það er ekkert aðalatriði að ég sé beittir ofbeldi í þetta eina skipti. Smávægilegt í samanburði við það ofbeldi sem flóttafólk má búa við á hverjum degi,“ segir Bjarni Daníel. Þetta sé nú bara einhver skráma sem kom eftir að lögreglan dró hann eftir gangstéttinni. Mótmælendur hafa ekki fengið fund með ráðherra sem komið er. Samtökin hafa fimm kröfur sem flóttafólk vill ræða við dómsmálaráðuneytið um. 1. Ekki fleiri brottvísanir, byrja á að stöðva brottvísanir til Grikklands og Ítalíu. 2. Efnismeðferð fyrir alla, sérstaklega fólk sem á það á hættu að vera vísað til óöruggs lands frá öðru Evrópuríki. 3. Atvinnuleyfi á meðan á umsókn stendur. 4. Jafn aðgangur að heilbrigðiskerfi. 5. Að endir sé bundin á einangrunina sem flóttafólk á Ásbrú og annars staðar fyrir utan höfuðborgarsvæðið býr við.Ummælakerfinu hefur verið lokað við þessa frétt vegna fjölda meiðandi ummæla.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira