Hver og ein flík verður einstök Starri Freyr Jónsson skrifar 4. apríl 2019 09:00 Fatahönnuðurinn Marta Heiðarsdóttir sýndi pelsa á HönnunarMars sem höfðu fengið nýtt líf. Hún útskrifaðist úr fatahönnun frá Design School Kolding, í Danmörku árið 2016. Sýningin Endurkoma var einn fjölmargra skemmtilegra viðburða á HönnunarMars, sem lauk í Reykjavík síðasta sunnudag. Um var að ræða samstarfsverkefni Felds verkstæðis og fatahönnuðarins Mörtu Heiðarsdóttur, þar sem sýnt var safn gamalla pelsa sem hafði fylgt fjölskyldunni til margra ára en nú fengið breytt útlit. Samhliða starfi sínu hjá Feldi er Marta einnig að vinna að ýmsum verkefnum sem oft tengjast skinnum. „Ég var til dæmis að hanna inniskó með Valdísi í @10 design studio. Hún hefur verið að vinna með hrosshúðir og ég með lambaskinn og þannig urðu til mjúkir og loðnir inniskór sem við vorum með til sýnis og sölu í versluninni Akkúrat í miðborg Reykjavíkur meðan HönnunarMars stóð yfir.“Tilfinningaleg tengsl Hún segir marga eigendur pelsa hafa tilfinningaleg tengsl við þá og það sé ein af ástæðum þess að þeim sé nær aldrei hent. „Á sýningunni gaf ég hverjum og einum pels nafn og tilvitnun til að gefa þeim sterkara tilfinningalegt gildi. Ég tók fjóra pelsa sem ég breytti í sex flíkur og töskur. Hver og einn pels er einstakur og því þurfti að sjá möguleikana sem hver og einn pels hafði. Flesta pelsana stytti ég en aðallega af því að þeir voru svo þungir og stórir, en þá gat ég nýtt neðri hlutann í aðra flík. Til að gera pelsana meira eftir mínu höfði bætti ég við bleiku lambaskinni og gömlum pelsatölum sem eru búnar að liggja í skúffu í mörg ár.“Meiri meðvitund Henni finnst fólk almennt vera mun meðvitaðra en áður um nýtingu fatnaðar. „Það var gaman að sjá áhuga fólks á sýningunni enda er þetta mikið í umræðunni í dag og margar konur eiga pelsa sem hanga inni í fataskáp. Það sem mér finnst einstakt við pelsa er það hvernig fólk passar upp á flíkina og vill geyma hana í stað þess að henda henni. Við ættum að hugsa um allar flíkur eins og við hugsum um pelsana okkar, þ.e. vanda valið, fara vel með og ef eitthvað kemur fyrir að fara þá beinustu leið á saumastofu.“ Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Fleiri fréttir Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Sjá meira
Sýningin Endurkoma var einn fjölmargra skemmtilegra viðburða á HönnunarMars, sem lauk í Reykjavík síðasta sunnudag. Um var að ræða samstarfsverkefni Felds verkstæðis og fatahönnuðarins Mörtu Heiðarsdóttur, þar sem sýnt var safn gamalla pelsa sem hafði fylgt fjölskyldunni til margra ára en nú fengið breytt útlit. Samhliða starfi sínu hjá Feldi er Marta einnig að vinna að ýmsum verkefnum sem oft tengjast skinnum. „Ég var til dæmis að hanna inniskó með Valdísi í @10 design studio. Hún hefur verið að vinna með hrosshúðir og ég með lambaskinn og þannig urðu til mjúkir og loðnir inniskór sem við vorum með til sýnis og sölu í versluninni Akkúrat í miðborg Reykjavíkur meðan HönnunarMars stóð yfir.“Tilfinningaleg tengsl Hún segir marga eigendur pelsa hafa tilfinningaleg tengsl við þá og það sé ein af ástæðum þess að þeim sé nær aldrei hent. „Á sýningunni gaf ég hverjum og einum pels nafn og tilvitnun til að gefa þeim sterkara tilfinningalegt gildi. Ég tók fjóra pelsa sem ég breytti í sex flíkur og töskur. Hver og einn pels er einstakur og því þurfti að sjá möguleikana sem hver og einn pels hafði. Flesta pelsana stytti ég en aðallega af því að þeir voru svo þungir og stórir, en þá gat ég nýtt neðri hlutann í aðra flík. Til að gera pelsana meira eftir mínu höfði bætti ég við bleiku lambaskinni og gömlum pelsatölum sem eru búnar að liggja í skúffu í mörg ár.“Meiri meðvitund Henni finnst fólk almennt vera mun meðvitaðra en áður um nýtingu fatnaðar. „Það var gaman að sjá áhuga fólks á sýningunni enda er þetta mikið í umræðunni í dag og margar konur eiga pelsa sem hanga inni í fataskáp. Það sem mér finnst einstakt við pelsa er það hvernig fólk passar upp á flíkina og vill geyma hana í stað þess að henda henni. Við ættum að hugsa um allar flíkur eins og við hugsum um pelsana okkar, þ.e. vanda valið, fara vel með og ef eitthvað kemur fyrir að fara þá beinustu leið á saumastofu.“
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Fleiri fréttir Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Sjá meira