Afsökunarbeiðni á Facebook lykilatriði í tveggja ára nauðgunardómi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. apríl 2019 14:29 Salur 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Rakel Karlmaður fæddur árið 1996 hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað ungri konu, menntaskólanema, að lokinni skemmtun á skemmtistaðnum Hendrix við Gullinbrú í janúar 2016. Konan kærði karlmanninn fyrir nauðgun í júní 2017. Krafðist 2,5 milljóna króna í miskabætur frá manninum sem var dæmdur til að greiða henni 1,6 milljónir króna. Dómur var kveðinn upp af Símoni Sigvaldasyni í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Konan og karlinn fóru með vinum sínum á Hendrix umrætt kvöld. Ber vitnum saman um að við lokun staðarins hafi konan verið orðin mjög ölvuð. Ákærði ók bílnum og skutlaði vinum til síns heima og svo konunni heim til sín. Var hann sakaður um að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konuna án hennar samþykkis og nýtt sér ástand hennar þar sem hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Karlinn neitaði sök. Hann viðurkenndi að hafa haft samræði við konuna á heimili sínu og munnmök sömuleiðis. Hún hafi þó verið vel áttuð á því sem fram fór og hann ítrekað spurt hana hvort hún vildi hafa samræði. Konan sendi karlinum bréf og átti í framhaldinu í samskiptum við hann þar ásamt þriðja aðila. Ákærði skýrði skilaboð sín á Facebook til konunnar og vitnisins á þann hátt að hann hefði verið að biðjast fyrirgefningar á því að konunni hefði liðið illa og að hún hefði upplifað atvik á þann hátt sem hún gerði.Vitni lýsa mikilli ölvun Unga konan lýsti atvikum á þann veg að hún hafi verið mjög ölvuð umrædda nótt og dottið út. Hún myndi slitrótt eftir atvikum. Þannig myndi hún eftir því að hafa farið út af skemmtistaðnum og inn í bifreiðina til ákærða. Hún myndi eftir sér í miðbænum og síðan ekki fyrr en heima hjá ákærða þar sem hún hafi setið í anddyrinu. Síðan myndi konan eftir sér þar sem ákærði hefði legið ofan á henni inni í rúmi og verið að hafa við hana samræði. Hún hafi dottið aftur út og vaknað síðan um morguninn. Hún hafi ekki gefið ákærða samþykki fyrir kynferðismökunum. Fyrir dóminn komu vitni sem lýstu ölvunarástandi brotaþola umrætt kvöld og umrædda nótt. Eitt vitni lýsti ástandi brotaþola þannig að hún hefði verið mjög ölvuð inni á staðnum og við það að detta út. Hafi vitnið stutt brotaþola út af staðnum. Tveir karlmenn til viðbótar voru samferða þeim í bílnum um nóttina. Þeir lýstu því að þeir hefðu verið töluvert ölvaðir sjálfir. Konan hafi einnig verið verulega ölvuð. Hjá lögreglu lýsti eitt vitnið því að konan hefði verið við það að deyja ölvunarsvefni og verið nærri því að kasta upp í bílferðinni um nóttina. Vitnið staðfesti þessa lýsingu rétta fyrir dóminum. Í niðurstöðu dómsins er sérstaklega tekið til nokkuð viðamikilla samskipta á Facebook milli konunnar og karlsins sem áttu sér stað nokkrum dögum eftir atvikið. Biðst ákærði þar ítrekað afsökunar þegar borið er á hann að hafa sofið hjá konunni þar sem hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum ölvunar. Eins lýsir hann því ítrekað að hann vildi að hann gæti tekið þennan atburð til baka.Flosnaði upp úr menntó Dómurinn lítur til þess að vitni staðfesta fullyrðingu konunnar um ölvunarástand hennar þegar hún yfirgaf Hendrix. Framburður þessara vitna styður einnig þá staðhæfingu að hún hafi dottið meira og minna út um nóttina. Tvö vitni bera á þann veg að konan hafi verið við það að deyja ölvunarsvefni. Konan hafi verið sjálfri sér samkvæm í framburði sínum hjá lögreglu og fyrir dómi. Hefur framburður hennar verið trúverðugur. Við mat á framburði ákærða er ekki unnt að líta fram hjá yfirlýsingum hans á Facebook þar sem hann biðst írekað afsökunar á framferði sínu umrætt sinn. „Verða yfirlýsingar hans þar ekki skýrðar á annan hátt en þann að hann sé að biðjast afsökunar á því að hafa haft samræði við brotaþola þótt hún hefði verið svo ölvuð að hún hefði ekki getað spornað við samræðinu. Aðrar skýringar ákærða á þessum samskiptum eru ótrúverðugar að mati dómsins. Þá er framburður ákærða um ölvunarástand brotaþola einnig ótrúverðugur í ljósi framburða brotaþola og hinna tilgreindu vitna sem hér að framan er vísað til,“ segir í dómnum. „Þegar til þessara atriða er litið sem hér hefur verið vísað til verður trúverðugur framburður brotaþola lagður til grundvallar niðurstöðu. Er að mati dómsins hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþola umrætt sinn, án samþykkis hennar, og notfært sér það að brotaþoli gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar.“ Var ákærði dæmdur í tveggja ára fangelsi en tekið var tillit til dráttar á málinu sem ekki væri honum að kenna og þeirrar staðreyndar að hann hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi svo kunnugt sé. Þá var ákærðir dæmdur til að greiða ungu konunni 1,6 milljónir króna í bætur en miski hennar var metinn töluverður. Mikil vanlíðan hafi fylgt atvikum og þá flosnaði hún upp úr menntaskóla í kjölfar þess. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira
Karlmaður fæddur árið 1996 hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað ungri konu, menntaskólanema, að lokinni skemmtun á skemmtistaðnum Hendrix við Gullinbrú í janúar 2016. Konan kærði karlmanninn fyrir nauðgun í júní 2017. Krafðist 2,5 milljóna króna í miskabætur frá manninum sem var dæmdur til að greiða henni 1,6 milljónir króna. Dómur var kveðinn upp af Símoni Sigvaldasyni í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Konan og karlinn fóru með vinum sínum á Hendrix umrætt kvöld. Ber vitnum saman um að við lokun staðarins hafi konan verið orðin mjög ölvuð. Ákærði ók bílnum og skutlaði vinum til síns heima og svo konunni heim til sín. Var hann sakaður um að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konuna án hennar samþykkis og nýtt sér ástand hennar þar sem hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Karlinn neitaði sök. Hann viðurkenndi að hafa haft samræði við konuna á heimili sínu og munnmök sömuleiðis. Hún hafi þó verið vel áttuð á því sem fram fór og hann ítrekað spurt hana hvort hún vildi hafa samræði. Konan sendi karlinum bréf og átti í framhaldinu í samskiptum við hann þar ásamt þriðja aðila. Ákærði skýrði skilaboð sín á Facebook til konunnar og vitnisins á þann hátt að hann hefði verið að biðjast fyrirgefningar á því að konunni hefði liðið illa og að hún hefði upplifað atvik á þann hátt sem hún gerði.Vitni lýsa mikilli ölvun Unga konan lýsti atvikum á þann veg að hún hafi verið mjög ölvuð umrædda nótt og dottið út. Hún myndi slitrótt eftir atvikum. Þannig myndi hún eftir því að hafa farið út af skemmtistaðnum og inn í bifreiðina til ákærða. Hún myndi eftir sér í miðbænum og síðan ekki fyrr en heima hjá ákærða þar sem hún hafi setið í anddyrinu. Síðan myndi konan eftir sér þar sem ákærði hefði legið ofan á henni inni í rúmi og verið að hafa við hana samræði. Hún hafi dottið aftur út og vaknað síðan um morguninn. Hún hafi ekki gefið ákærða samþykki fyrir kynferðismökunum. Fyrir dóminn komu vitni sem lýstu ölvunarástandi brotaþola umrætt kvöld og umrædda nótt. Eitt vitni lýsti ástandi brotaþola þannig að hún hefði verið mjög ölvuð inni á staðnum og við það að detta út. Hafi vitnið stutt brotaþola út af staðnum. Tveir karlmenn til viðbótar voru samferða þeim í bílnum um nóttina. Þeir lýstu því að þeir hefðu verið töluvert ölvaðir sjálfir. Konan hafi einnig verið verulega ölvuð. Hjá lögreglu lýsti eitt vitnið því að konan hefði verið við það að deyja ölvunarsvefni og verið nærri því að kasta upp í bílferðinni um nóttina. Vitnið staðfesti þessa lýsingu rétta fyrir dóminum. Í niðurstöðu dómsins er sérstaklega tekið til nokkuð viðamikilla samskipta á Facebook milli konunnar og karlsins sem áttu sér stað nokkrum dögum eftir atvikið. Biðst ákærði þar ítrekað afsökunar þegar borið er á hann að hafa sofið hjá konunni þar sem hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum ölvunar. Eins lýsir hann því ítrekað að hann vildi að hann gæti tekið þennan atburð til baka.Flosnaði upp úr menntó Dómurinn lítur til þess að vitni staðfesta fullyrðingu konunnar um ölvunarástand hennar þegar hún yfirgaf Hendrix. Framburður þessara vitna styður einnig þá staðhæfingu að hún hafi dottið meira og minna út um nóttina. Tvö vitni bera á þann veg að konan hafi verið við það að deyja ölvunarsvefni. Konan hafi verið sjálfri sér samkvæm í framburði sínum hjá lögreglu og fyrir dómi. Hefur framburður hennar verið trúverðugur. Við mat á framburði ákærða er ekki unnt að líta fram hjá yfirlýsingum hans á Facebook þar sem hann biðst írekað afsökunar á framferði sínu umrætt sinn. „Verða yfirlýsingar hans þar ekki skýrðar á annan hátt en þann að hann sé að biðjast afsökunar á því að hafa haft samræði við brotaþola þótt hún hefði verið svo ölvuð að hún hefði ekki getað spornað við samræðinu. Aðrar skýringar ákærða á þessum samskiptum eru ótrúverðugar að mati dómsins. Þá er framburður ákærða um ölvunarástand brotaþola einnig ótrúverðugur í ljósi framburða brotaþola og hinna tilgreindu vitna sem hér að framan er vísað til,“ segir í dómnum. „Þegar til þessara atriða er litið sem hér hefur verið vísað til verður trúverðugur framburður brotaþola lagður til grundvallar niðurstöðu. Er að mati dómsins hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþola umrætt sinn, án samþykkis hennar, og notfært sér það að brotaþoli gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar.“ Var ákærði dæmdur í tveggja ára fangelsi en tekið var tillit til dráttar á málinu sem ekki væri honum að kenna og þeirrar staðreyndar að hann hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi svo kunnugt sé. Þá var ákærðir dæmdur til að greiða ungu konunni 1,6 milljónir króna í bætur en miski hennar var metinn töluverður. Mikil vanlíðan hafi fylgt atvikum og þá flosnaði hún upp úr menntaskóla í kjölfar þess.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira