Það var 1,1 sekúnda eftir af leiknum þegar boltanum var grýtt fram völlinn á Sigurð. Hann snýr sér við á þriggja stiga línunni og nær að skora ótrúlega þriggja stiga körfu.
Endursýningar leiddu í ljós að Sigurður sleppti boltanum á hárréttum tíma. Hann hefði ekki mátt sleppa boltanum sekúndubroti seinna.
Sjóðheitir ÍR-ingar fóru inn í hálfleik með þessa jákvæðni á bakinu og litu aldrei til baka.
Sjón er sögu ríkari hér að neðan.