Eins og svo oft áður varð allt vitlaust eftir nágrannaslag Celtic og Rangers í Glasgow í gær.
Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir slagsmál þar sem hnífum var beitt og þeir sem voru fluttir á sjúkrahús fengu allir stungusár. Einn er alvarlega slasaður.
Átökin byrjuðu inn á bar en enduðu út á götu þar sem mennirnir voru stungnir.
Celtic vann leikinn, 2-1.
Þrír stungnir eftir borgarslaginn í Glasgow

Tengdar fréttir

Gerrard tapaði orrustunni um Glasgow
Celtic á montréttinn í höfuðborg Skotlands um þessar mundir eftir 2-1 sigur á lærisveinum Steven Gerrard í Rangers í dag.