Frábært að vera í lykilhlutverki Hjörvar Ólafsson skrifar 1. apríl 2019 12:00 Matthías er ánægður hjá Valerenga. mynd/vålerenga Eftir erfitt síðasta ár hjá Rosenborg, þar sem hann átti ekki upp á pallborðið hjá þjálfara liðsins fyrri hluta leiktíðarinnar og var að glíma við krossbandsslit síðari hlutann, söðlaði knattspyrnumaðurinn Matthías Vilhjálmsson um í Noregi og gekk til liðs við Vålerenga í sumar. Hjá Rosenborg varð Matthías Noregsmeistari fjórum sinnum og þrívegis bikarmeistari. Tækifærin voru hins vegar af skornum skammti á síðasta keppnistímabili og Matthías ákvað að finna sér nýja áskorun á ferli sínum. Hann stimplaði sig rækilega inn hjá nýja liðinu þegar norska efsta deildin fór af stað á laugardaginn þegar hann skoraði bæði mörk Vålerenga í 2-0 sigri liðsins gegn Mjöndalen í fyrstu umferð deildarinnar. Mörkin sem Matthías skoraði voru keimlík en hann fékk sendingu inn í vítateig Mjöndalen og kláraði færin af stakri prýði með góðum skotum. „Það er ofboðslega góð tilfinning að vera orðinn aftur lykilleikmaður hjá góðu liði. Að vera í byrjunarliði og að þekkja mína stöðu er mjög þægilegt. Síðasta árið mitt hjá Rosenborg var mjög erfitt vegna fárra tækifæra og meiðsla. Það er alltaf smá stress hjá öllum liðum í fyrstu umferðinni og það er gott að ná að brjóta ísinn með tveimur mörkum og sigri,“ segir Matthías. „Hjá Vålerenga er ég hugsaður sem fyrsti kostur í framherjastöðunni eða sem sóknartengiliður. Þegar ég spilaði hjá Rosenborg gat ég verið að spila sem framherji og skoraði í einum leik og verið svo djúpur miðjumaður í þeim næsta. Ég lærði auðvitað mikið af því að spila ólíkar stöður en það er auðvitað miklu þægilegra að vera bara hugsaður í eina stöðu,“ segir hann enn fremur. „Ég æfði mjög vel á undirbúningstímabilinu og formið á mér er mjög gott. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn mótíveraður fyrir undirbúningstímabil eftir leiðinlegan kafla þar á undan. Meiðslin eru algerlega að baki og ég er nálægt besta ástandi sem ég hef verið í á ferlinum. Ég var staðráðinn í að koma til baka og sýna fólki hér úti hvað í mér býr og ég er bara mjög bjartsýnn á gott gengi mitt og liðsins á tímabilinu. Þetta byrjar allavega vel og nú er bara að byggja á þessu í komandi leikjum,“ segir framherjinn öflugi. „Vålerenga er stórt félag sem ætlar sér ávallt að gera góða hluti í deildinni ár hvert og stefnir á meistaratitilinn. Það er alveg raunhæft að stefna á það þar sem við höfum á að skipa góðum leikmönnum. Við erum með lið sem getur unnið öll önnur lið í deildinni. Liðið hafnaði hins vegar í sjötta sæti deildarinnar í fyrra þannig að það þarf margt að ganga upp til að við getum barist um titilinn,“ segir Ísfirðingurinn geðþekki sem hefur mest skorað 11 mörk í efstu deild í Noregi en það gerði hann á sinni fyrstu leiktíð með Start árið 2013 en árið áður skoraði hann 18 mörk í næstefstu deild. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Sjá meira
Eftir erfitt síðasta ár hjá Rosenborg, þar sem hann átti ekki upp á pallborðið hjá þjálfara liðsins fyrri hluta leiktíðarinnar og var að glíma við krossbandsslit síðari hlutann, söðlaði knattspyrnumaðurinn Matthías Vilhjálmsson um í Noregi og gekk til liðs við Vålerenga í sumar. Hjá Rosenborg varð Matthías Noregsmeistari fjórum sinnum og þrívegis bikarmeistari. Tækifærin voru hins vegar af skornum skammti á síðasta keppnistímabili og Matthías ákvað að finna sér nýja áskorun á ferli sínum. Hann stimplaði sig rækilega inn hjá nýja liðinu þegar norska efsta deildin fór af stað á laugardaginn þegar hann skoraði bæði mörk Vålerenga í 2-0 sigri liðsins gegn Mjöndalen í fyrstu umferð deildarinnar. Mörkin sem Matthías skoraði voru keimlík en hann fékk sendingu inn í vítateig Mjöndalen og kláraði færin af stakri prýði með góðum skotum. „Það er ofboðslega góð tilfinning að vera orðinn aftur lykilleikmaður hjá góðu liði. Að vera í byrjunarliði og að þekkja mína stöðu er mjög þægilegt. Síðasta árið mitt hjá Rosenborg var mjög erfitt vegna fárra tækifæra og meiðsla. Það er alltaf smá stress hjá öllum liðum í fyrstu umferðinni og það er gott að ná að brjóta ísinn með tveimur mörkum og sigri,“ segir Matthías. „Hjá Vålerenga er ég hugsaður sem fyrsti kostur í framherjastöðunni eða sem sóknartengiliður. Þegar ég spilaði hjá Rosenborg gat ég verið að spila sem framherji og skoraði í einum leik og verið svo djúpur miðjumaður í þeim næsta. Ég lærði auðvitað mikið af því að spila ólíkar stöður en það er auðvitað miklu þægilegra að vera bara hugsaður í eina stöðu,“ segir hann enn fremur. „Ég æfði mjög vel á undirbúningstímabilinu og formið á mér er mjög gott. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn mótíveraður fyrir undirbúningstímabil eftir leiðinlegan kafla þar á undan. Meiðslin eru algerlega að baki og ég er nálægt besta ástandi sem ég hef verið í á ferlinum. Ég var staðráðinn í að koma til baka og sýna fólki hér úti hvað í mér býr og ég er bara mjög bjartsýnn á gott gengi mitt og liðsins á tímabilinu. Þetta byrjar allavega vel og nú er bara að byggja á þessu í komandi leikjum,“ segir framherjinn öflugi. „Vålerenga er stórt félag sem ætlar sér ávallt að gera góða hluti í deildinni ár hvert og stefnir á meistaratitilinn. Það er alveg raunhæft að stefna á það þar sem við höfum á að skipa góðum leikmönnum. Við erum með lið sem getur unnið öll önnur lið í deildinni. Liðið hafnaði hins vegar í sjötta sæti deildarinnar í fyrra þannig að það þarf margt að ganga upp til að við getum barist um titilinn,“ segir Ísfirðingurinn geðþekki sem hefur mest skorað 11 mörk í efstu deild í Noregi en það gerði hann á sinni fyrstu leiktíð með Start árið 2013 en árið áður skoraði hann 18 mörk í næstefstu deild.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu