Þjóðkirkjan segir ríkið sýna siðlausa háttsemi Sveinn Arnarsson skrifar 1. apríl 2019 07:15 Háteigs- og Hallgrímskirkja eru ein af helstu kennileitum borgarinnar þegar kirkjur eru annars vegar. Fréttablaðið/Stefán Alþingi og þjóðkirkjan ræða nú saman um framtíðarskipulag fjármála þjóðkirkjunnar. Þjóðkirkjan telur söfnuði sína hafa greitt á annan tug milljarða króna af sóknargjöldum sínum til ríkisins vegna skerðingar ríkis á fjárframlögum til þeirra ár hvert. Við það verði ekki unað og telur kirkjan framferði ríkisvaldsins siðlaust. Samninganefnd ríkisins og þjóðkirkjunnar hefur síðustu mánuði unnið að samningagerð án þess að niðurstaða hafi náðst að fullu.Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Vísir/ANtonÍ minnisblaði þjóðkirkjunnar sem var sent samninganefndinni kemur fram að kirkjan sé afar ósátt við stjórnvöld fyrir að taka skerf af sóknargjöldum sóknarbarna kirkjunnar og setja í ríkissjóð. Af rúmum 1.500 krónum á mánuði fari aðeins rúmlega 900 krónur til kirkjunnar. Kirkjan segir að fjárlagafrumvarp þessa árs hafi síðan aukið þetta misvægi. Þingið ákvað að lækka sóknargjald til safnaða um sjö krónur en hækka innheimt sóknargjald um 93 krónur. Þjóðkirkjan vill meina að ríkið hafi því tekið 223 milljónum króna meira frá söfnuðum kirkjunnar en árin áður. „Sá gjörningur fjármála- og efnahagsráðuneytisins að leggja fram tillögu við 3. umræðu um frumvarp til gildandi fjárlaga sem hefur í för með sér 223 miljóna króna aukningu á skerðingu greiðslna til safnaða þjóðkirkjunnar frá fyrra ári lýsir viðhorfi sem endurspeglar ekki mikinn samningsvilja í málinu en þessi nýjasta skerðing sóknargjaldanna gerir ekkert annað en að hækka samningskröfu kirkjunnar sem henni nemur. Það er síðan áleitin spurning hvort um hafi verið að ræða upplýsta ákvörðun Alþingis,“ segir í minnisblaðinu.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Þjóðkirkjan vill meina að hér sé um að ræða eign þjóðkirkjunnar því að þessi hlutdeild í tekjuskatti sóknarbarna er eign safnaða kirkjunnar. „Sú háttsemi ríkisvaldsins að skila ekki nema liðlega helmingi af fé sem það tekur að sér að innheimta er þannig í ákveðnum skilningi eignaupptaka og siðlaus þótt ekkert sé efast um lögmætið,“ segir jafnframt í minnisblaðinu. Á þingi er einnig starfrækt svokölluð samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar og hafa gögn verið send samstarfsnefndinni vegna samningagerðar ríkis og kirkju. Fréttablaðið hefur óskað eftir fundargerðum samstarfsnefndar þingsins en án árangurs. Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður forsetaskrifstofu, segir í svari fyrir hönd þingsins að fundargerðir samstarfsnefndarinnar séu ekki til. „Hvað varðar fyrirspurn um fundargerðir er því til að svara að ekki eru haldnar formlegar fundargerðir þar eð samstarfsnefndin er fyrst og fremst vettvangur til upplýsingamiðlunar og samtals milli fulltrúa Alþingis og þjóðkirkjunnar þar sem formlegar ákvarðanir eru ekki teknar,“ segir í svari Jörundar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Þjóðkirkjan Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Alþingi og þjóðkirkjan ræða nú saman um framtíðarskipulag fjármála þjóðkirkjunnar. Þjóðkirkjan telur söfnuði sína hafa greitt á annan tug milljarða króna af sóknargjöldum sínum til ríkisins vegna skerðingar ríkis á fjárframlögum til þeirra ár hvert. Við það verði ekki unað og telur kirkjan framferði ríkisvaldsins siðlaust. Samninganefnd ríkisins og þjóðkirkjunnar hefur síðustu mánuði unnið að samningagerð án þess að niðurstaða hafi náðst að fullu.Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Vísir/ANtonÍ minnisblaði þjóðkirkjunnar sem var sent samninganefndinni kemur fram að kirkjan sé afar ósátt við stjórnvöld fyrir að taka skerf af sóknargjöldum sóknarbarna kirkjunnar og setja í ríkissjóð. Af rúmum 1.500 krónum á mánuði fari aðeins rúmlega 900 krónur til kirkjunnar. Kirkjan segir að fjárlagafrumvarp þessa árs hafi síðan aukið þetta misvægi. Þingið ákvað að lækka sóknargjald til safnaða um sjö krónur en hækka innheimt sóknargjald um 93 krónur. Þjóðkirkjan vill meina að ríkið hafi því tekið 223 milljónum króna meira frá söfnuðum kirkjunnar en árin áður. „Sá gjörningur fjármála- og efnahagsráðuneytisins að leggja fram tillögu við 3. umræðu um frumvarp til gildandi fjárlaga sem hefur í för með sér 223 miljóna króna aukningu á skerðingu greiðslna til safnaða þjóðkirkjunnar frá fyrra ári lýsir viðhorfi sem endurspeglar ekki mikinn samningsvilja í málinu en þessi nýjasta skerðing sóknargjaldanna gerir ekkert annað en að hækka samningskröfu kirkjunnar sem henni nemur. Það er síðan áleitin spurning hvort um hafi verið að ræða upplýsta ákvörðun Alþingis,“ segir í minnisblaðinu.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Þjóðkirkjan vill meina að hér sé um að ræða eign þjóðkirkjunnar því að þessi hlutdeild í tekjuskatti sóknarbarna er eign safnaða kirkjunnar. „Sú háttsemi ríkisvaldsins að skila ekki nema liðlega helmingi af fé sem það tekur að sér að innheimta er þannig í ákveðnum skilningi eignaupptaka og siðlaus þótt ekkert sé efast um lögmætið,“ segir jafnframt í minnisblaðinu. Á þingi er einnig starfrækt svokölluð samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar og hafa gögn verið send samstarfsnefndinni vegna samningagerðar ríkis og kirkju. Fréttablaðið hefur óskað eftir fundargerðum samstarfsnefndar þingsins en án árangurs. Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður forsetaskrifstofu, segir í svari fyrir hönd þingsins að fundargerðir samstarfsnefndarinnar séu ekki til. „Hvað varðar fyrirspurn um fundargerðir er því til að svara að ekki eru haldnar formlegar fundargerðir þar eð samstarfsnefndin er fyrst og fremst vettvangur til upplýsingamiðlunar og samtals milli fulltrúa Alþingis og þjóðkirkjunnar þar sem formlegar ákvarðanir eru ekki teknar,“ segir í svari Jörundar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Þjóðkirkjan Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira