Momoa birtir myndband á YouTube-rás sinni þar sem má sjá hann í fallegu umhverfi vera að raka sig með rakvél. „Bless Drogo,“ segir Momoa, og vísar þar í að áttunda og síðasta þáttaröð Game of Thrones er nú í sýningu. Hann muni því ekki túlka Drogo, stríðshöfðingja Dothraki ættbálksins, á nýjan leik.
Í upphafi myndbandsins að hann hafi ekki rakað sig síðan 2012.
Momoa segir þó meginástæðu þess að hann raki sig fyrir framan myndavélarnar vera að hann vilji vekja athygli á skaðsemi plastflaskna fyrir umhverfið þar sem þær séu ekki eru endurvinnanlegar að fullu. Hvetur hann þess í stað til notkunar áldósa sem má endurvinna að fullu.
Að neðan má sjá myndbandið og í lokin birtist hann áhorfendum skegglaus, Jason Momoa.