Hvar er opið um páskana? Gígja Hilmarsdóttir skrifar 18. apríl 2019 11:12 Helstu matvöruverslanir landsins eru opnar í dag. fréttablaðið/valli Opnunartímar verslana og þjónustu breytast yfir páskahátíðina en þó er hægt að verða sér út um helstu nauðsynjar á frídögum þessa helgina. Sundlaugar og skíðasvæði eru opin víða í dag. Víða er opið í verslunum og hjá öðrum þjónustuaðilum í dag og um helgina. Verslanamiðstöðvarnar Kringlan og Smáralind eru opnar milli klukkan 13 og 18 í dag. Glerártorg opnar líka klukkan 13 í dag en lokað verður þar klukkan 17. Lokað verður á morgun föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum í verslanamiðstöðvum landsins. Matvöruverslanir eru flestar opnar í dag en opið er í öllum verslunum Bónus í dag frá 10 til 19, lokað verður á föstudaginn langa og páskadag en opið verður milli klukkan 11 og 18 annan í páskum.Krónan er með opið öllum verslunum sínum í dag. Á morgun, föstudaginn langa og á páskadag verður opið í Árbæ, Jafnarseli, Hamraborg, Hvaleyrarbraut, Nóatúni, Skeifunni og í Vík. Verslanir Hagkaups eru opnar í dag en lokað verður á föstudaginn langa og á páskadag. Þá verður opið annan í páskum í Hagkaup Skeifunni, Garðabæ, Eiðistorgi, Spöng og Akureyri. Nettó er með opið í öllum sínum verslunum í dag. Á morgun, föstudaginn langa verður opið í Hrísalundi Akureyri og Hveragerði milli 10 og 21, Nettó Ísafirði opnar einnig klukkan 10 á föstudaginn langa og lokað verður klukkan 19. Hefðbundinn opnunartími milli klukkan 10 og 20 verður í Melabúðinni í dag, föstudaginn langa og annan í páskum en lokað verður á páskadag. Fjarðarkaup er opið á milli 10 og 18 í dag og lokað verður á morgun, á páskadag og annan í páskum.Vínbúðin er lokuð í dag og á morgun en opnar á laugardag. Lokað verður í Vínbúðinni á páskadag og annan í páskum.Apótekarinn Austurveri er opinn alla páskana milli klukkan 9 og 24 og apótek Lyfju verða opin í Lágmúla, Smáralind, Smáratorgi, Granda og Reykjanesbæ í dag. Opið verður í Lyfju Lágmúla og Smáratorgi á föstudaginn langa og páskadag. Heilsugæslustöðvar eru lokaðar í dag og fram yfir annan í páskum. Læknavaktin verður opin milli 9 og 23:30. Akstur Strætó verður samkvæmt sunnudagsáætlun í dag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Ekið verður samkvæmt hefðbundinni áætlun á laugardag.Skíðað á Norðurlandi og Austurlandi Þrátt fyrir endanlega lokun skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins þennan veturinn geta skíðamenn sem eru staddir fyrir norðan rennt sér í brekkum Hlíðarfjalls, Dalvíkur og Siglufjarðar. Þeir sem eru staddir á Austurlandi geta skíðað í Stafdal og í Oddskarði. Sundlaugar opnar víðast hvar á landinu Sundlaugar höfuðborgarsvæðisins eru víða opnar milli 9 og 18 í dag og annan í páskum. Á föstudaginn langa og páskadag verður opið milli 10 og 18. Eins verður opið milli 10 og 18 í Sundhöll Ísafjarðar í dag og á morgun, opið mill 10 og 15 á páskadag og annan í páskum í sundhöllinni þar í bæ. Sundlaug Akureyrar verður opin í dag frá 9 til 19 yfir páskana en lokað verður klukkan 18:30 annan í páskum. Sundlaugin á Egilsstöðum er opin milli 10 og 18 í dag, föstudaginn langa og á laugardag en lokað verður á páskadag og annan í páskum. Húsdýra- og fjölskyldugarðurinn verður opinn alla páskana milli 10 og 17.Fleiri opnunartíma veitingastaða, sundlauga og safna má finna hér. Lyf Páskar Skíðasvæði Sundlaugar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Opnunartímar verslana og þjónustu breytast yfir páskahátíðina en þó er hægt að verða sér út um helstu nauðsynjar á frídögum þessa helgina. Sundlaugar og skíðasvæði eru opin víða í dag. Víða er opið í verslunum og hjá öðrum þjónustuaðilum í dag og um helgina. Verslanamiðstöðvarnar Kringlan og Smáralind eru opnar milli klukkan 13 og 18 í dag. Glerártorg opnar líka klukkan 13 í dag en lokað verður þar klukkan 17. Lokað verður á morgun föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum í verslanamiðstöðvum landsins. Matvöruverslanir eru flestar opnar í dag en opið er í öllum verslunum Bónus í dag frá 10 til 19, lokað verður á föstudaginn langa og páskadag en opið verður milli klukkan 11 og 18 annan í páskum.Krónan er með opið öllum verslunum sínum í dag. Á morgun, föstudaginn langa og á páskadag verður opið í Árbæ, Jafnarseli, Hamraborg, Hvaleyrarbraut, Nóatúni, Skeifunni og í Vík. Verslanir Hagkaups eru opnar í dag en lokað verður á föstudaginn langa og á páskadag. Þá verður opið annan í páskum í Hagkaup Skeifunni, Garðabæ, Eiðistorgi, Spöng og Akureyri. Nettó er með opið í öllum sínum verslunum í dag. Á morgun, föstudaginn langa verður opið í Hrísalundi Akureyri og Hveragerði milli 10 og 21, Nettó Ísafirði opnar einnig klukkan 10 á föstudaginn langa og lokað verður klukkan 19. Hefðbundinn opnunartími milli klukkan 10 og 20 verður í Melabúðinni í dag, föstudaginn langa og annan í páskum en lokað verður á páskadag. Fjarðarkaup er opið á milli 10 og 18 í dag og lokað verður á morgun, á páskadag og annan í páskum.Vínbúðin er lokuð í dag og á morgun en opnar á laugardag. Lokað verður í Vínbúðinni á páskadag og annan í páskum.Apótekarinn Austurveri er opinn alla páskana milli klukkan 9 og 24 og apótek Lyfju verða opin í Lágmúla, Smáralind, Smáratorgi, Granda og Reykjanesbæ í dag. Opið verður í Lyfju Lágmúla og Smáratorgi á föstudaginn langa og páskadag. Heilsugæslustöðvar eru lokaðar í dag og fram yfir annan í páskum. Læknavaktin verður opin milli 9 og 23:30. Akstur Strætó verður samkvæmt sunnudagsáætlun í dag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Ekið verður samkvæmt hefðbundinni áætlun á laugardag.Skíðað á Norðurlandi og Austurlandi Þrátt fyrir endanlega lokun skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins þennan veturinn geta skíðamenn sem eru staddir fyrir norðan rennt sér í brekkum Hlíðarfjalls, Dalvíkur og Siglufjarðar. Þeir sem eru staddir á Austurlandi geta skíðað í Stafdal og í Oddskarði. Sundlaugar opnar víðast hvar á landinu Sundlaugar höfuðborgarsvæðisins eru víða opnar milli 9 og 18 í dag og annan í páskum. Á föstudaginn langa og páskadag verður opið milli 10 og 18. Eins verður opið milli 10 og 18 í Sundhöll Ísafjarðar í dag og á morgun, opið mill 10 og 15 á páskadag og annan í páskum í sundhöllinni þar í bæ. Sundlaug Akureyrar verður opin í dag frá 9 til 19 yfir páskana en lokað verður klukkan 18:30 annan í páskum. Sundlaugin á Egilsstöðum er opin milli 10 og 18 í dag, föstudaginn langa og á laugardag en lokað verður á páskadag og annan í páskum. Húsdýra- og fjölskyldugarðurinn verður opinn alla páskana milli 10 og 17.Fleiri opnunartíma veitingastaða, sundlauga og safna má finna hér.
Lyf Páskar Skíðasvæði Sundlaugar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira