Ákærður fyrir að smygla fólki frá Venesúela til landsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2019 12:29 Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Fréttablaðið/GVA Palestínskur karlmaður, búsettur í Svíþjóð, hefur verið ákærður fyrir að smygla sjö venesúelskum ríkisborgurum hingað til lands í byrjun þessa árs og í fyrra. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í mars síðastliðnum og hefur neitað aðild sinni að því sem hann er ákærður fyrir.Sjá einnig: Meðvituð um hungurverkfall mannsins á Litla-HrauniRÚV greindi fyrst frá málinu í morgun og hefur upp úr ákærunni að ferðalag venesúelsku ríkisborgaranna hafi verið flókið. Maðurinn sé sagður hafa bókað ferð fólksins og fylgt þeim á leiðinni hingað til lands. Fréttastofa hefur óskað eftir ákærunni. Landsréttur staðfesti á föstudag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum frá 10. apríl, þar sem hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald allt til miðvikudagsins 17. apríl. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum segir að lögregla hafi rökstuddan grun um að maðurinn hafi í að minnsta kosti þremur aðskildum tilvikum, þann 27. febrúar 2018, 2. janúar 2019 og mánuði síðar, 2. febrúar, aðstoðað venesúelska ríkisborgara við að koma ólöglega til Íslands. Þá kemur einnig fram í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að mikið beri í milli í framburði mannsins og fólksins sem hann er sagður hafi smyglað til landsins. Einnig segir í úrskurðinum að lögregla telji sig hafa rökstuddan grun um að systkini, sem voru í hóp fólksins sem maðurinn á að hafa smyglað hingað til lands, kunni að vera fórnarlömb mansals. Þau kunni af þeim sökum að vera í afar viðkvæmri stöðu. Maðurinn er þó ekki ákærður fyrir mansal, líkt og hann var um tíma grunaður um, en RÚV hefur eftir Öldu Hrönn Jóhannsdóttur aðstoðarsaksóknara að erfitt hafi reynst að sanna slíkt. Ekki náðist í Öldu Hrönn við vinnslu þessarar fréttar. Eins og áður segir hefur maðurinn neitað allri aðild að málinu. Hann telur sig hafa setið saklausan í fangelsi síðan hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í mars. Þá var jafnframt greint frá því að hann hefði verið í hungurverkfalli í að minnsta kosti viku. Ekki náðist í Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmann mannsins við vinnslu fréttarinnar. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Hefur verið í hungurverkfalli í sex daga og segist sitja saklaus í fangelsi Palestínskur karlmaður sem grunaður er um að hafa aðstoðað erlenda einstaklinga við að koma hingað til lands með ólögmætum hætti var ákærður fyrr í mánuðinum. 19. mars 2019 19:55 Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna skipulagðs smygls á fólki Karlmaður sem lögregla telur hafa, í að minnsta kosti þremur aðskildum tilvikum, aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl næstkomandi. 16. mars 2019 12:11 Meðvituð um hungurverkfall mannsins á Litla-Hrauni Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta rætt einstök mál en staðfestir í samtali við Vísi að fangelsismálayfirvöld séu meðvituð um hungurverkfall mannsins. 20. mars 2019 14:56 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Palestínskur karlmaður, búsettur í Svíþjóð, hefur verið ákærður fyrir að smygla sjö venesúelskum ríkisborgurum hingað til lands í byrjun þessa árs og í fyrra. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í mars síðastliðnum og hefur neitað aðild sinni að því sem hann er ákærður fyrir.Sjá einnig: Meðvituð um hungurverkfall mannsins á Litla-HrauniRÚV greindi fyrst frá málinu í morgun og hefur upp úr ákærunni að ferðalag venesúelsku ríkisborgaranna hafi verið flókið. Maðurinn sé sagður hafa bókað ferð fólksins og fylgt þeim á leiðinni hingað til lands. Fréttastofa hefur óskað eftir ákærunni. Landsréttur staðfesti á föstudag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum frá 10. apríl, þar sem hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald allt til miðvikudagsins 17. apríl. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum segir að lögregla hafi rökstuddan grun um að maðurinn hafi í að minnsta kosti þremur aðskildum tilvikum, þann 27. febrúar 2018, 2. janúar 2019 og mánuði síðar, 2. febrúar, aðstoðað venesúelska ríkisborgara við að koma ólöglega til Íslands. Þá kemur einnig fram í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að mikið beri í milli í framburði mannsins og fólksins sem hann er sagður hafi smyglað til landsins. Einnig segir í úrskurðinum að lögregla telji sig hafa rökstuddan grun um að systkini, sem voru í hóp fólksins sem maðurinn á að hafa smyglað hingað til lands, kunni að vera fórnarlömb mansals. Þau kunni af þeim sökum að vera í afar viðkvæmri stöðu. Maðurinn er þó ekki ákærður fyrir mansal, líkt og hann var um tíma grunaður um, en RÚV hefur eftir Öldu Hrönn Jóhannsdóttur aðstoðarsaksóknara að erfitt hafi reynst að sanna slíkt. Ekki náðist í Öldu Hrönn við vinnslu þessarar fréttar. Eins og áður segir hefur maðurinn neitað allri aðild að málinu. Hann telur sig hafa setið saklausan í fangelsi síðan hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í mars. Þá var jafnframt greint frá því að hann hefði verið í hungurverkfalli í að minnsta kosti viku. Ekki náðist í Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmann mannsins við vinnslu fréttarinnar.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Hefur verið í hungurverkfalli í sex daga og segist sitja saklaus í fangelsi Palestínskur karlmaður sem grunaður er um að hafa aðstoðað erlenda einstaklinga við að koma hingað til lands með ólögmætum hætti var ákærður fyrr í mánuðinum. 19. mars 2019 19:55 Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna skipulagðs smygls á fólki Karlmaður sem lögregla telur hafa, í að minnsta kosti þremur aðskildum tilvikum, aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl næstkomandi. 16. mars 2019 12:11 Meðvituð um hungurverkfall mannsins á Litla-Hrauni Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta rætt einstök mál en staðfestir í samtali við Vísi að fangelsismálayfirvöld séu meðvituð um hungurverkfall mannsins. 20. mars 2019 14:56 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Hefur verið í hungurverkfalli í sex daga og segist sitja saklaus í fangelsi Palestínskur karlmaður sem grunaður er um að hafa aðstoðað erlenda einstaklinga við að koma hingað til lands með ólögmætum hætti var ákærður fyrr í mánuðinum. 19. mars 2019 19:55
Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna skipulagðs smygls á fólki Karlmaður sem lögregla telur hafa, í að minnsta kosti þremur aðskildum tilvikum, aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl næstkomandi. 16. mars 2019 12:11
Meðvituð um hungurverkfall mannsins á Litla-Hrauni Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta rætt einstök mál en staðfestir í samtali við Vísi að fangelsismálayfirvöld séu meðvituð um hungurverkfall mannsins. 20. mars 2019 14:56