Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2019 23:27 Sögusagnir höfðu lengið verið á kreiki um að hreinlæti Assange í sendiráðinu hefði verið ábótavant. Vísir/EPA Forseti Ekvadors fullyrðir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi makað saur sínum á veggi sendiráðs landsins í London þar sem hann hafðist við í tæp sjö ár. Nægilegar ástæður hafi verið fyrir hendi til að afturkalla hæli sem ekvadorsk stjórnvöld höfðu veitt Assange. Breskir lögregluþjónar sóttu Assange í sendiráð Ekvadors í London í síðustu viku eftir að ríkisstjórn Lenín Moreno afturkallaði hæli sem honum hafði verið veitt árið 2012. Í kjölfarið kom fram að bandarísk yfirvöld höfðu krafist framsals Assange vegna ákæru um að hann hefði lagt á ráðin um að brjótast inn í tölvu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC varði Moreno forseti ákvörðunina um að svipta Assange hælinu og réttlætti hana. Assange hefði meðal annars farið ófögrum orðum um Ekvador og kallað landið ómerkilegt. „Að auki, og mér þykir miður að þurfa að segja það á þennan hátt, makaði hann jafnvel saur, hans saur, á veggi sendiráðs okkar. Ég tel að þetta sé nægileg ástæða til að afturkalla og binda enda á hæli hans,“ segir Moreno í viðtalinu. Lögmaður Assange hefur áður sagt að ásakanir ekvadorskra stjórnvalda á hendur honum sé svívirðilegar. Moreno hefur einnig fullyrt að Assange hafi notað sendiráðið sem „njósnamiðstöð“ og brotið gegn skilmálum hælis hans. Assange var í síðustu viku dæmdur sekur um að hafa brotið gegn skilmálum lausnar sem hann fékk gegn tryggingu árið 2012. Á þeim tíma hafði hann tapað baráttu sinni gegn því að vera framseldur til Svíþjóðar þar sem hann var sakaður um kynferðisbrot. Það var þá sem hann leitaði hælis í sendiráði Ekvadors hvar hann dvaldi þar til á fimmtudag. Hann á yfir höfði sér tólf mánaða fangelsi á Bretlandi og gæti einnig verið framseldur til Bandaríkjanna. Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45 Munu berjast gegn því að Assange verði framseldur með öllum tiltækum ráðum Kristinn Hrafnsson, fjölmiðlamaður, segist vera í áfalli vegna nýjustu vendinga í máli Julians Assange. 11. apríl 2019 11:11 Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44 Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. 16. apríl 2019 11:42 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira
Forseti Ekvadors fullyrðir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi makað saur sínum á veggi sendiráðs landsins í London þar sem hann hafðist við í tæp sjö ár. Nægilegar ástæður hafi verið fyrir hendi til að afturkalla hæli sem ekvadorsk stjórnvöld höfðu veitt Assange. Breskir lögregluþjónar sóttu Assange í sendiráð Ekvadors í London í síðustu viku eftir að ríkisstjórn Lenín Moreno afturkallaði hæli sem honum hafði verið veitt árið 2012. Í kjölfarið kom fram að bandarísk yfirvöld höfðu krafist framsals Assange vegna ákæru um að hann hefði lagt á ráðin um að brjótast inn í tölvu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC varði Moreno forseti ákvörðunina um að svipta Assange hælinu og réttlætti hana. Assange hefði meðal annars farið ófögrum orðum um Ekvador og kallað landið ómerkilegt. „Að auki, og mér þykir miður að þurfa að segja það á þennan hátt, makaði hann jafnvel saur, hans saur, á veggi sendiráðs okkar. Ég tel að þetta sé nægileg ástæða til að afturkalla og binda enda á hæli hans,“ segir Moreno í viðtalinu. Lögmaður Assange hefur áður sagt að ásakanir ekvadorskra stjórnvalda á hendur honum sé svívirðilegar. Moreno hefur einnig fullyrt að Assange hafi notað sendiráðið sem „njósnamiðstöð“ og brotið gegn skilmálum hælis hans. Assange var í síðustu viku dæmdur sekur um að hafa brotið gegn skilmálum lausnar sem hann fékk gegn tryggingu árið 2012. Á þeim tíma hafði hann tapað baráttu sinni gegn því að vera framseldur til Svíþjóðar þar sem hann var sakaður um kynferðisbrot. Það var þá sem hann leitaði hælis í sendiráði Ekvadors hvar hann dvaldi þar til á fimmtudag. Hann á yfir höfði sér tólf mánaða fangelsi á Bretlandi og gæti einnig verið framseldur til Bandaríkjanna.
Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45 Munu berjast gegn því að Assange verði framseldur með öllum tiltækum ráðum Kristinn Hrafnsson, fjölmiðlamaður, segist vera í áfalli vegna nýjustu vendinga í máli Julians Assange. 11. apríl 2019 11:11 Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44 Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. 16. apríl 2019 11:42 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira
Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45
Munu berjast gegn því að Assange verði framseldur með öllum tiltækum ráðum Kristinn Hrafnsson, fjölmiðlamaður, segist vera í áfalli vegna nýjustu vendinga í máli Julians Assange. 11. apríl 2019 11:11
Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44
Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. 16. apríl 2019 11:42