Tókust á um göngugötur í borgarstjórn: „Hatrið á fjölskyldubílnum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. apríl 2019 17:13 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði að göngugatnavæðing meirihlutans í borginni einkenndist af hatri á fjölskyldubílnum. Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði að göngugatnavæðing meirihlutans í borginni einkenndist af hatri á fjölskyldubílnum. Til umfjöllunar var tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að lokun Laugavegar og Skólavörðustígs yrði frestað og viðhorf borgarbúa til lokunarinnar kannað. „Ég sagði við sessunaut minn út í sal áðan, maður þarf líklega annað hvort að taka sveppi eða vera á einhverju til að sjá þessa sýn sem meirihlutinn sér á þessu svæði. Lýsingarnar hér voru slíkar að ég bara veit ekki í hvaða veröld þetta fólk býr. Ég verð að segja það alveg eins og er. Talandi um eituragnir ofan í lungun á börnunum og synjandi Skógarþresti og ég veit ekki hvað og hvað. Það er nóg af Skógarþröstum í Reykjavík, hvaða draumaveröld er þetta? Með hvaða gleraugu er meirihlutinn?“ Spurði Vigdís sem sagðist ekki skilja stefnu meirihlutans sem að hennar sögn snerist um að vilja útrýma öllum rekstri í hjarta Reykjavíkur. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, ítrekaði fyrri fullyrðingar sínar um að mengandi útblástur frá bílum hefði hræðileg áhrif á lungu og þroska barna og þá væri hann krabbameinsvaldandi. Þá svaraði Vigdís um hæl. „Já, já, Laugavegurinn á bara að redda því. Þetta er svona eins og Ísland á að redda öllum loftslagsmálum heimsins og það er sífellt verið að setja á okkur meiri og meiri kröfur varðandi það þó að Ísland sé með hreinustu orkuna í heimi. Ekkert hér framleitt með kolum eða öðrum mengandi efnum eða olíu eins og í nágrannaríkjunum, þá á bara ísland að taka á sig allar skuldbindingar heimsins. Núna á Laugavegurinn og Bankastræti og verslunarsvæðið þarna á þessu svæði að taka á sig alla mengun sem hlýst af því að ljótu fjölskyldubílarnir eru þar kannski á ferðinni. Hvar er samhugur meirihlutans með þeim sem komast ekki á Laugaveginn nema í bílum, fatlaðir, gamalt fólk, eldri borgarar, fólk með lítil börn, ófrískar konur þegar það er svona vetur og svona dagur eins og í dag. Hvar er samhugurinn? Af hverju er þessi meirihluti alltaf að vinna eftir valdboði síns sjálfs í stað þess að láta bara markaðinn og viljann ráða för, hvaða meinloka er hér í gangi? Hvað er um að vera?“ Sigurborg var sammála því að það væri afar mikilvægt að hafa samkennd með öðru fólki, náttúrunni og öllu sem lifði. „Við vitum til dæmis að 80 manns deyja ótímabært af völdum svifryksmengunar vegna bílaumferðar svo að samhugur er ekki eitthvað sem nær bara til þeirra sem sitja í bíl, það hlýtur að ná til allra sem eru hér á meðal vor,“ sagði Sigurborg. Vigdís beindi þá tali sínu til Viðreisnar í borgarstjórn og spurði:Pawel Bartoszek sættir sig ekki við að vera uppnefndur kommúnisti. „Af hverju er verið að ganga þessa kommúnísku braut með Samfylkingunni í Reykjavík?“ Pawel Bartozsek tók þessum ummælum Vigdísar ekki vel. „Ég veit ekki hvort borgarfulltrúi gerir það að gamni sínu að saka þá sem eru henni ósammála um skipulagsmál um helstefnu eins og kommúnismi er í mínum huga. Mér finnst sú ásökun ansi hörð að vegna þess að ég er ekki sammála borgarfulltrúanum Vigdísi Hauksdóttur um það hvernig umferð skyldi háttað á Laugaveginum þá hallist ég að kommúnisma. Ég verð nú að segja að hún ætti nú að kynna sér aðeins skipulagssögu, ekki bara Vesturlanda heldur Evrópu almennt og reyna þá að komast að því hvort þessi stefna, göngugatnavæðing, hafi nú verið það sem hafi ráðið för hjá Stalín og félögum þegar þeir réðust inn í borgir og skipulögðu landsvæði þar. Það var nú þannig að í flestum þeim ríkjum og svæðum þar sem Stalín fékk að endurhanna borgir þá voru byggðar gríðarstórar breiðgötur fyrir skriðdreka,“ sagði Pawel og bætti við: „Að halda því fram að það sé einhver kommúnismi að vilja göngugötur er slík söguleg fáviska að það tekur engu tali.“ Vigdís sagðist þá ekki hafa í hyggju að biðjast afsökunar. Hún notaði orðið kommúnískur yfir það þegar „þröngsýnin er að drepa mann“. „Kommúnistar, kratar, hvað eigum við að kalla þetta vinstri menn, samheiti yfir þessar stefnur, þetta er allt mjög svipuð stefna en ég er ekki að fara aftur á þar síðustu öld að leita að einhverju slíku. Ef borgarfulltrúinn hefur haldið það að ég væri að vísa í helförina þá er það náttúrulega bara helber, afsakið orðbragðið, djöfulsins dónaskapur við mig.“ Pawel segir að þetta hefði farið fyrir brjóstið á sér. Kommúnisti væri ekki krúttlegt níðyrði.Dóra Björt, forseti borgarstjórnar, fann sig knúna til að grípa í taumana á fundi borgarstjórnar.Umræðurnar við tillögu borgarfulltrúa Flokks fólksins urðu mjög fljótlega afar „líflegar“ en Vigdós sakaði Dóru Björt Guðjónsdóttur, forseta borgarstjórnar, um brot á fundarsköpum. Undir lok umræðunnar við tillöguna hlaut Vigdís ávítur frá forseta fyrir að lýsa frati á forseta og brást Vigdís þá ókvæða við. „Almáttugur, hvers lags eiginlega veruleiki er þetta sem maður er kominn í. Nú sem sagt er ég að fá ávítur fyrir að segja sannleikann hvernig borgarstjórn er stjórnað og hvernig er búið að breyta hér öllum reglum varðandi fundarsköp borgarstjórnar, það er búið að breyta lýðræðinu yfir í einræði í störfum borgarstjórnar. Við getum alveg sleppt því í framhaldinu að leggja hér fram nokkra einustu tillögu í minnihlutanum því það er bara fundinn staður þess efnis í 26. gr. reglnanna að það er alveg sama hvað við gerum að forseti hefur fullt vald til að fara með hverja þá tillögu nákvæmlega eins og honum sýnist. Þetta er ekki atriði til að víta réttkjörinn fulltrúa, þetta er hneyksli forseti. Forseti hefur orðið sér til skammar í þetta sinn og ber að biðja mig afsökunar. Ég hef aldrei heyrt annað eins rugl í fundarstjórn hjá opinberum aðila og við erum að tala um borgarstjórn sem er stærsta sveitarstjórn landsins.“ Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Samgöngur Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði að göngugatnavæðing meirihlutans í borginni einkenndist af hatri á fjölskyldubílnum. Til umfjöllunar var tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að lokun Laugavegar og Skólavörðustígs yrði frestað og viðhorf borgarbúa til lokunarinnar kannað. „Ég sagði við sessunaut minn út í sal áðan, maður þarf líklega annað hvort að taka sveppi eða vera á einhverju til að sjá þessa sýn sem meirihlutinn sér á þessu svæði. Lýsingarnar hér voru slíkar að ég bara veit ekki í hvaða veröld þetta fólk býr. Ég verð að segja það alveg eins og er. Talandi um eituragnir ofan í lungun á börnunum og synjandi Skógarþresti og ég veit ekki hvað og hvað. Það er nóg af Skógarþröstum í Reykjavík, hvaða draumaveröld er þetta? Með hvaða gleraugu er meirihlutinn?“ Spurði Vigdís sem sagðist ekki skilja stefnu meirihlutans sem að hennar sögn snerist um að vilja útrýma öllum rekstri í hjarta Reykjavíkur. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, ítrekaði fyrri fullyrðingar sínar um að mengandi útblástur frá bílum hefði hræðileg áhrif á lungu og þroska barna og þá væri hann krabbameinsvaldandi. Þá svaraði Vigdís um hæl. „Já, já, Laugavegurinn á bara að redda því. Þetta er svona eins og Ísland á að redda öllum loftslagsmálum heimsins og það er sífellt verið að setja á okkur meiri og meiri kröfur varðandi það þó að Ísland sé með hreinustu orkuna í heimi. Ekkert hér framleitt með kolum eða öðrum mengandi efnum eða olíu eins og í nágrannaríkjunum, þá á bara ísland að taka á sig allar skuldbindingar heimsins. Núna á Laugavegurinn og Bankastræti og verslunarsvæðið þarna á þessu svæði að taka á sig alla mengun sem hlýst af því að ljótu fjölskyldubílarnir eru þar kannski á ferðinni. Hvar er samhugur meirihlutans með þeim sem komast ekki á Laugaveginn nema í bílum, fatlaðir, gamalt fólk, eldri borgarar, fólk með lítil börn, ófrískar konur þegar það er svona vetur og svona dagur eins og í dag. Hvar er samhugurinn? Af hverju er þessi meirihluti alltaf að vinna eftir valdboði síns sjálfs í stað þess að láta bara markaðinn og viljann ráða för, hvaða meinloka er hér í gangi? Hvað er um að vera?“ Sigurborg var sammála því að það væri afar mikilvægt að hafa samkennd með öðru fólki, náttúrunni og öllu sem lifði. „Við vitum til dæmis að 80 manns deyja ótímabært af völdum svifryksmengunar vegna bílaumferðar svo að samhugur er ekki eitthvað sem nær bara til þeirra sem sitja í bíl, það hlýtur að ná til allra sem eru hér á meðal vor,“ sagði Sigurborg. Vigdís beindi þá tali sínu til Viðreisnar í borgarstjórn og spurði:Pawel Bartoszek sættir sig ekki við að vera uppnefndur kommúnisti. „Af hverju er verið að ganga þessa kommúnísku braut með Samfylkingunni í Reykjavík?“ Pawel Bartozsek tók þessum ummælum Vigdísar ekki vel. „Ég veit ekki hvort borgarfulltrúi gerir það að gamni sínu að saka þá sem eru henni ósammála um skipulagsmál um helstefnu eins og kommúnismi er í mínum huga. Mér finnst sú ásökun ansi hörð að vegna þess að ég er ekki sammála borgarfulltrúanum Vigdísi Hauksdóttur um það hvernig umferð skyldi háttað á Laugaveginum þá hallist ég að kommúnisma. Ég verð nú að segja að hún ætti nú að kynna sér aðeins skipulagssögu, ekki bara Vesturlanda heldur Evrópu almennt og reyna þá að komast að því hvort þessi stefna, göngugatnavæðing, hafi nú verið það sem hafi ráðið för hjá Stalín og félögum þegar þeir réðust inn í borgir og skipulögðu landsvæði þar. Það var nú þannig að í flestum þeim ríkjum og svæðum þar sem Stalín fékk að endurhanna borgir þá voru byggðar gríðarstórar breiðgötur fyrir skriðdreka,“ sagði Pawel og bætti við: „Að halda því fram að það sé einhver kommúnismi að vilja göngugötur er slík söguleg fáviska að það tekur engu tali.“ Vigdís sagðist þá ekki hafa í hyggju að biðjast afsökunar. Hún notaði orðið kommúnískur yfir það þegar „þröngsýnin er að drepa mann“. „Kommúnistar, kratar, hvað eigum við að kalla þetta vinstri menn, samheiti yfir þessar stefnur, þetta er allt mjög svipuð stefna en ég er ekki að fara aftur á þar síðustu öld að leita að einhverju slíku. Ef borgarfulltrúinn hefur haldið það að ég væri að vísa í helförina þá er það náttúrulega bara helber, afsakið orðbragðið, djöfulsins dónaskapur við mig.“ Pawel segir að þetta hefði farið fyrir brjóstið á sér. Kommúnisti væri ekki krúttlegt níðyrði.Dóra Björt, forseti borgarstjórnar, fann sig knúna til að grípa í taumana á fundi borgarstjórnar.Umræðurnar við tillögu borgarfulltrúa Flokks fólksins urðu mjög fljótlega afar „líflegar“ en Vigdós sakaði Dóru Björt Guðjónsdóttur, forseta borgarstjórnar, um brot á fundarsköpum. Undir lok umræðunnar við tillöguna hlaut Vigdís ávítur frá forseta fyrir að lýsa frati á forseta og brást Vigdís þá ókvæða við. „Almáttugur, hvers lags eiginlega veruleiki er þetta sem maður er kominn í. Nú sem sagt er ég að fá ávítur fyrir að segja sannleikann hvernig borgarstjórn er stjórnað og hvernig er búið að breyta hér öllum reglum varðandi fundarsköp borgarstjórnar, það er búið að breyta lýðræðinu yfir í einræði í störfum borgarstjórnar. Við getum alveg sleppt því í framhaldinu að leggja hér fram nokkra einustu tillögu í minnihlutanum því það er bara fundinn staður þess efnis í 26. gr. reglnanna að það er alveg sama hvað við gerum að forseti hefur fullt vald til að fara með hverja þá tillögu nákvæmlega eins og honum sýnist. Þetta er ekki atriði til að víta réttkjörinn fulltrúa, þetta er hneyksli forseti. Forseti hefur orðið sér til skammar í þetta sinn og ber að biðja mig afsökunar. Ég hef aldrei heyrt annað eins rugl í fundarstjórn hjá opinberum aðila og við erum að tala um borgarstjórn sem er stærsta sveitarstjórn landsins.“
Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Samgöngur Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira