Hefja uppbyggingu við Reykjanesvita Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. apríl 2019 13:02 Reykjanesviti. Vísir/gva Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn verður við uppbyggingu ferðamannaaðstöðu við Reykjanesvita sem til stendur að ráðast í. Engin aðstaða fyrir ferðamenn er við vitann nú en talið er að á bilinu tvö til þrjú hundruð þúsund gestir heimsæki hann árlega. Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu á svæðinu var undirrituð í dag. Það eru Bláa lónið og Reykjanes UNESCO Global Geopark sem efna til samstarfs um uppbyggingu svæðisins auk annarra sveitarfélaga og fyrirtækja á svæðinu. Bláa lónið hefur stofnað félag með Grétu Súsönnu Fjeldsted, sem er eini ábúandinn við Reykjanesvita í dag, en félagið mun meðal annars sjá um uppbyggingu og rekstur þjónustumiðstöðvar við vitann, að því er fram kemur í tilkynningu. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum er formaður stjórnar jarðvangsins á Reykjanesi. „Bláa lónið ætlar með miklum myndarskap að koma að uppbyggingu þarna við Reykjanesvita og það er gríðarlega mikilvægt fyrir þennan landshluta að fá aðstöðu þar. Það hefur skort meðal annars aðstöðu fyrir salerni og fleira slíkt og Reykjanesviti er einn af fjölsóttustu áfangastöðunum hér á Suðurnesjunum og það eru margir ferðamenn sem koma þarna á hverju ári,“ segir Ásgeir. „Stórbrotin náttúra og margt sem heillar þarna og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá þessa uppbyggingu sem að við höfum ekki haft burði í sjálf í Jarðvangnum til þess að byggja upp.“ Hann segir undirritun samstarfsyfirlýsingarinnar vera fyrsta skrefið en frekari uppbygging sé áformuð á næstu árum, þegar fram líði stundir verði meðal annars byggð þjónustumiðstöð „Við höfum verið með talningar þarna og það er einhvers staðar á bilinu 200 til 300 þúsund manns að okkar mati sem koma þarna á hverju ári og fer bara fjölgandi.“ Að svo stöddu hefur kostnaður vegna verksins ekki verið áætlaður. „Núna verður fyrst og fremst sett um bráðabirgðaaðstaða í gamla vitavarðarhúsinu sem er þarna, eða vélarhúsinu öllu heldur við vitann. Síðan er það háð frekara samkomulagi milli aðila hvernig uppbyggingarhraðinn verður á þessu,“ segir Ásgeir. Ferðamennska á Íslandi Grindavík Reykjanesbær Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn verður við uppbyggingu ferðamannaaðstöðu við Reykjanesvita sem til stendur að ráðast í. Engin aðstaða fyrir ferðamenn er við vitann nú en talið er að á bilinu tvö til þrjú hundruð þúsund gestir heimsæki hann árlega. Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu á svæðinu var undirrituð í dag. Það eru Bláa lónið og Reykjanes UNESCO Global Geopark sem efna til samstarfs um uppbyggingu svæðisins auk annarra sveitarfélaga og fyrirtækja á svæðinu. Bláa lónið hefur stofnað félag með Grétu Súsönnu Fjeldsted, sem er eini ábúandinn við Reykjanesvita í dag, en félagið mun meðal annars sjá um uppbyggingu og rekstur þjónustumiðstöðvar við vitann, að því er fram kemur í tilkynningu. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum er formaður stjórnar jarðvangsins á Reykjanesi. „Bláa lónið ætlar með miklum myndarskap að koma að uppbyggingu þarna við Reykjanesvita og það er gríðarlega mikilvægt fyrir þennan landshluta að fá aðstöðu þar. Það hefur skort meðal annars aðstöðu fyrir salerni og fleira slíkt og Reykjanesviti er einn af fjölsóttustu áfangastöðunum hér á Suðurnesjunum og það eru margir ferðamenn sem koma þarna á hverju ári,“ segir Ásgeir. „Stórbrotin náttúra og margt sem heillar þarna og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá þessa uppbyggingu sem að við höfum ekki haft burði í sjálf í Jarðvangnum til þess að byggja upp.“ Hann segir undirritun samstarfsyfirlýsingarinnar vera fyrsta skrefið en frekari uppbygging sé áformuð á næstu árum, þegar fram líði stundir verði meðal annars byggð þjónustumiðstöð „Við höfum verið með talningar þarna og það er einhvers staðar á bilinu 200 til 300 þúsund manns að okkar mati sem koma þarna á hverju ári og fer bara fjölgandi.“ Að svo stöddu hefur kostnaður vegna verksins ekki verið áætlaður. „Núna verður fyrst og fremst sett um bráðabirgðaaðstaða í gamla vitavarðarhúsinu sem er þarna, eða vélarhúsinu öllu heldur við vitann. Síðan er það háð frekara samkomulagi milli aðila hvernig uppbyggingarhraðinn verður á þessu,“ segir Ásgeir.
Ferðamennska á Íslandi Grindavík Reykjanesbær Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira