Duran Duran á leið til Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 16. apríl 2019 07:47 Simon le Bon og John Taylor. Vísir/Vilhelm Hljómsveitin Duran Duran heldur tónleika í Laugardalshöll þann 25. júní næstkomandi. Miðasala á tónleikana mun hefjast klukkan 10 að morgni, miðvikudaginn 24. apríl. Meðlimir hljómsveitarinnar snúa aftur eftir 14 ára fjarveru til að gleðja fjölmarga aðdáendur sína hér á landi sem margir voru viðstaddir er hljómsveitin hélt afar eftirminnilega tónleika árið 2005 í Egilshöll. „Ef tónleikarnir sem við héldum á Íslandi árið 2005 gefa einhverja hugmynd um tónleikana 25. Júní i Laugardalshöll, þá stefna þeir í að verða stórkostleg skemmtun og frábær upplifun. Ég hlakka til að vaka alla nóttina eins og ég gerði síðast,“ segir söngvarinn Simon Le Bon í tilkynningunni um tónleikana. Duran Duran er án efa ein sögufrægasta hljómsveit popptónlistarinnar. Ferill hennar spannar fjóra áratugi og hefur hljómsveitin selt yfir 100 milljónir platna, unnið til tveggja Grammy verðlauna, tveggja Brit verðlauna, hlotið sjö sinnum Lifetime Achievement verðlaunin auk fjölmargra annarra viðurkenninga. Hljómsveitin reis hratt upp á stjörnuhimininn og varð á örskotsstundu þekkt um allan heim. Þrátt fyrir skjótan frama á sínum tíma hefur Duran Duran sýnt það margoft að tónlist þeirra er tímalaus. Reglulega hefur hún samið og gefið út ný lög við frábærar undirtektir aðdáenda sinna. Nálgun þeirra við að bræða saman listir, tísku, tækni og popptónlist hefur skapað þeim þann sess að vera ávallt á undan sinni samtíð og ber hljómsveitin engin merki þess að hún sé að hægja á sér. Á milli einstaka sérvalinna tónleika á þessu ári, hefur hljómsveitin hafið upptökur á næstu plötu sinni samhliða fjölmörgum sérverkefnum til þess að fagna 40 ára samstarfi. Tvö verðsvæði verða í boði: Svæði A, verð kr. 18.900 Svæði B, verð kr. 14.900 Höllin opnar kl 18 og Duran Duran stígur á svið kl. 20:15 Íslandsvinir Reykjavík Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Hljómsveitin Duran Duran heldur tónleika í Laugardalshöll þann 25. júní næstkomandi. Miðasala á tónleikana mun hefjast klukkan 10 að morgni, miðvikudaginn 24. apríl. Meðlimir hljómsveitarinnar snúa aftur eftir 14 ára fjarveru til að gleðja fjölmarga aðdáendur sína hér á landi sem margir voru viðstaddir er hljómsveitin hélt afar eftirminnilega tónleika árið 2005 í Egilshöll. „Ef tónleikarnir sem við héldum á Íslandi árið 2005 gefa einhverja hugmynd um tónleikana 25. Júní i Laugardalshöll, þá stefna þeir í að verða stórkostleg skemmtun og frábær upplifun. Ég hlakka til að vaka alla nóttina eins og ég gerði síðast,“ segir söngvarinn Simon Le Bon í tilkynningunni um tónleikana. Duran Duran er án efa ein sögufrægasta hljómsveit popptónlistarinnar. Ferill hennar spannar fjóra áratugi og hefur hljómsveitin selt yfir 100 milljónir platna, unnið til tveggja Grammy verðlauna, tveggja Brit verðlauna, hlotið sjö sinnum Lifetime Achievement verðlaunin auk fjölmargra annarra viðurkenninga. Hljómsveitin reis hratt upp á stjörnuhimininn og varð á örskotsstundu þekkt um allan heim. Þrátt fyrir skjótan frama á sínum tíma hefur Duran Duran sýnt það margoft að tónlist þeirra er tímalaus. Reglulega hefur hún samið og gefið út ný lög við frábærar undirtektir aðdáenda sinna. Nálgun þeirra við að bræða saman listir, tísku, tækni og popptónlist hefur skapað þeim þann sess að vera ávallt á undan sinni samtíð og ber hljómsveitin engin merki þess að hún sé að hægja á sér. Á milli einstaka sérvalinna tónleika á þessu ári, hefur hljómsveitin hafið upptökur á næstu plötu sinni samhliða fjölmörgum sérverkefnum til þess að fagna 40 ára samstarfi. Tvö verðsvæði verða í boði: Svæði A, verð kr. 18.900 Svæði B, verð kr. 14.900 Höllin opnar kl 18 og Duran Duran stígur á svið kl. 20:15
Íslandsvinir Reykjavík Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira