Verkhönnun 2+1 vegar um Kjalarnes boðin út Kristján Már Unnarsson skrifar 15. apríl 2019 20:30 Verkið hófst í fyrra með gerð hringtorgs við Esjumela. Þrjú önnur hringtorg verða á kaflanum að Hvalfjarðargöngum. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vegagerðin hefur boðið út verkhönnun vegna breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes. Vonast er til að nýr tveir plús einn vegur með aðskildum akreinum verði tilbúinn eftir þrjú ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Eftir tvö banaslys á síðasta ári er lítil biðlund eftir frekari töfum á úrbótum á þessum níu kílómetra kafla hringvegarins milli Mosfellsbæjar og Hvalfjarðarganga. Sérlega brýnt þykir að skilja að akstursstefnur en þarna fara um milli níu og tíu þúsund bílar á sólarhring. Vegarkaflinn um Kjalarnes sem á að breikka er níu kílómetra langur, frá Mosfellsbæ að Hvalfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En fyrst þarf að hanna nýjan veg og núna hefur Vegagerðin auglýst útboð verkhönnunar. Framkvæmdir hófust raunar í fyrra með gerð hringtorgs við Esjumela en í útboðslýsingu kemur fram að ætlunin er að hafa þrjú önnur hringtorg; við Móa, Grundarhverfi og Dalsmynni ofan Hvalfjarðarganga. Þá er gert ráð fyrir tólf kílómetrum af hliðarvegum til að fækka gatnamótum, 3,4 kílómetrum af hjóla- og göngustígum og fimm undirgöngum, þar af verða ein akstursundirgöng skammt sunnan við Klébergsskóla og Vallá. Miðað er við að verkhönnun sé lokið fyrir 1. júní 2020.Yfir þrír kílómetrar af göngu- og hjólastígum verða lagðir meðfram Vesturlandsvegi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það verður þó ekki beðið svo lengi með að hefjast handa við næsta áfanga. Erna Bára Hreinsdóttir, forstöðumaður skipulagsdeildar Vegagerðarinnar, segir vonir standa til að byrja í ár á umferðaröryggisaðgerðum sem felist í fækkun tenginga. Næsta útboð yrði svo vorið 2020. Hún segir ekki fastákveðið hvaða kaflar verða í forgangi en að öllum líkindum verði það hringtorg við Grundarhverfi og vegurinn þaðan til suðurs.Líklegt er að byrjað verði á hringtorgi við Grundarhverfi og síðan haldið áfram suður.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 3,2 milljörðum króna til verksins og að því verði lokið árið 2022. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Akranes Kjósarhreppur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00 Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Semja þarf við fjölmarga landeigendur vegna breikkunar Vesturlandsvegar Landeigendur eiga von á kynningarbréfi frá Vegagerðinni í þessari viku vegna breikkunar Vesturlandsvegar. Forstöðumaður skipulagsdeildar Vegagerðarinnar segir um fjölmarga landeigendur að ræða en þeir eiga landið á öllu framkvæmdarsvæðinu, alls um níu kílómetra. 8. apríl 2019 14:30 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Vegagerðin hefur boðið út verkhönnun vegna breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes. Vonast er til að nýr tveir plús einn vegur með aðskildum akreinum verði tilbúinn eftir þrjú ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Eftir tvö banaslys á síðasta ári er lítil biðlund eftir frekari töfum á úrbótum á þessum níu kílómetra kafla hringvegarins milli Mosfellsbæjar og Hvalfjarðarganga. Sérlega brýnt þykir að skilja að akstursstefnur en þarna fara um milli níu og tíu þúsund bílar á sólarhring. Vegarkaflinn um Kjalarnes sem á að breikka er níu kílómetra langur, frá Mosfellsbæ að Hvalfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En fyrst þarf að hanna nýjan veg og núna hefur Vegagerðin auglýst útboð verkhönnunar. Framkvæmdir hófust raunar í fyrra með gerð hringtorgs við Esjumela en í útboðslýsingu kemur fram að ætlunin er að hafa þrjú önnur hringtorg; við Móa, Grundarhverfi og Dalsmynni ofan Hvalfjarðarganga. Þá er gert ráð fyrir tólf kílómetrum af hliðarvegum til að fækka gatnamótum, 3,4 kílómetrum af hjóla- og göngustígum og fimm undirgöngum, þar af verða ein akstursundirgöng skammt sunnan við Klébergsskóla og Vallá. Miðað er við að verkhönnun sé lokið fyrir 1. júní 2020.Yfir þrír kílómetrar af göngu- og hjólastígum verða lagðir meðfram Vesturlandsvegi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það verður þó ekki beðið svo lengi með að hefjast handa við næsta áfanga. Erna Bára Hreinsdóttir, forstöðumaður skipulagsdeildar Vegagerðarinnar, segir vonir standa til að byrja í ár á umferðaröryggisaðgerðum sem felist í fækkun tenginga. Næsta útboð yrði svo vorið 2020. Hún segir ekki fastákveðið hvaða kaflar verða í forgangi en að öllum líkindum verði það hringtorg við Grundarhverfi og vegurinn þaðan til suðurs.Líklegt er að byrjað verði á hringtorgi við Grundarhverfi og síðan haldið áfram suður.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 3,2 milljörðum króna til verksins og að því verði lokið árið 2022. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Akranes Kjósarhreppur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00 Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Semja þarf við fjölmarga landeigendur vegna breikkunar Vesturlandsvegar Landeigendur eiga von á kynningarbréfi frá Vegagerðinni í þessari viku vegna breikkunar Vesturlandsvegar. Forstöðumaður skipulagsdeildar Vegagerðarinnar segir um fjölmarga landeigendur að ræða en þeir eiga landið á öllu framkvæmdarsvæðinu, alls um níu kílómetra. 8. apríl 2019 14:30 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00
Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30
Semja þarf við fjölmarga landeigendur vegna breikkunar Vesturlandsvegar Landeigendur eiga von á kynningarbréfi frá Vegagerðinni í þessari viku vegna breikkunar Vesturlandsvegar. Forstöðumaður skipulagsdeildar Vegagerðarinnar segir um fjölmarga landeigendur að ræða en þeir eiga landið á öllu framkvæmdarsvæðinu, alls um níu kílómetra. 8. apríl 2019 14:30