Verkhönnun 2+1 vegar um Kjalarnes boðin út Kristján Már Unnarsson skrifar 15. apríl 2019 20:30 Verkið hófst í fyrra með gerð hringtorgs við Esjumela. Þrjú önnur hringtorg verða á kaflanum að Hvalfjarðargöngum. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vegagerðin hefur boðið út verkhönnun vegna breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes. Vonast er til að nýr tveir plús einn vegur með aðskildum akreinum verði tilbúinn eftir þrjú ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Eftir tvö banaslys á síðasta ári er lítil biðlund eftir frekari töfum á úrbótum á þessum níu kílómetra kafla hringvegarins milli Mosfellsbæjar og Hvalfjarðarganga. Sérlega brýnt þykir að skilja að akstursstefnur en þarna fara um milli níu og tíu þúsund bílar á sólarhring. Vegarkaflinn um Kjalarnes sem á að breikka er níu kílómetra langur, frá Mosfellsbæ að Hvalfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En fyrst þarf að hanna nýjan veg og núna hefur Vegagerðin auglýst útboð verkhönnunar. Framkvæmdir hófust raunar í fyrra með gerð hringtorgs við Esjumela en í útboðslýsingu kemur fram að ætlunin er að hafa þrjú önnur hringtorg; við Móa, Grundarhverfi og Dalsmynni ofan Hvalfjarðarganga. Þá er gert ráð fyrir tólf kílómetrum af hliðarvegum til að fækka gatnamótum, 3,4 kílómetrum af hjóla- og göngustígum og fimm undirgöngum, þar af verða ein akstursundirgöng skammt sunnan við Klébergsskóla og Vallá. Miðað er við að verkhönnun sé lokið fyrir 1. júní 2020.Yfir þrír kílómetrar af göngu- og hjólastígum verða lagðir meðfram Vesturlandsvegi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það verður þó ekki beðið svo lengi með að hefjast handa við næsta áfanga. Erna Bára Hreinsdóttir, forstöðumaður skipulagsdeildar Vegagerðarinnar, segir vonir standa til að byrja í ár á umferðaröryggisaðgerðum sem felist í fækkun tenginga. Næsta útboð yrði svo vorið 2020. Hún segir ekki fastákveðið hvaða kaflar verða í forgangi en að öllum líkindum verði það hringtorg við Grundarhverfi og vegurinn þaðan til suðurs.Líklegt er að byrjað verði á hringtorgi við Grundarhverfi og síðan haldið áfram suður.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 3,2 milljörðum króna til verksins og að því verði lokið árið 2022. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Akranes Kjósarhreppur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00 Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Semja þarf við fjölmarga landeigendur vegna breikkunar Vesturlandsvegar Landeigendur eiga von á kynningarbréfi frá Vegagerðinni í þessari viku vegna breikkunar Vesturlandsvegar. Forstöðumaður skipulagsdeildar Vegagerðarinnar segir um fjölmarga landeigendur að ræða en þeir eiga landið á öllu framkvæmdarsvæðinu, alls um níu kílómetra. 8. apríl 2019 14:30 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Sjá meira
Vegagerðin hefur boðið út verkhönnun vegna breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes. Vonast er til að nýr tveir plús einn vegur með aðskildum akreinum verði tilbúinn eftir þrjú ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Eftir tvö banaslys á síðasta ári er lítil biðlund eftir frekari töfum á úrbótum á þessum níu kílómetra kafla hringvegarins milli Mosfellsbæjar og Hvalfjarðarganga. Sérlega brýnt þykir að skilja að akstursstefnur en þarna fara um milli níu og tíu þúsund bílar á sólarhring. Vegarkaflinn um Kjalarnes sem á að breikka er níu kílómetra langur, frá Mosfellsbæ að Hvalfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En fyrst þarf að hanna nýjan veg og núna hefur Vegagerðin auglýst útboð verkhönnunar. Framkvæmdir hófust raunar í fyrra með gerð hringtorgs við Esjumela en í útboðslýsingu kemur fram að ætlunin er að hafa þrjú önnur hringtorg; við Móa, Grundarhverfi og Dalsmynni ofan Hvalfjarðarganga. Þá er gert ráð fyrir tólf kílómetrum af hliðarvegum til að fækka gatnamótum, 3,4 kílómetrum af hjóla- og göngustígum og fimm undirgöngum, þar af verða ein akstursundirgöng skammt sunnan við Klébergsskóla og Vallá. Miðað er við að verkhönnun sé lokið fyrir 1. júní 2020.Yfir þrír kílómetrar af göngu- og hjólastígum verða lagðir meðfram Vesturlandsvegi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það verður þó ekki beðið svo lengi með að hefjast handa við næsta áfanga. Erna Bára Hreinsdóttir, forstöðumaður skipulagsdeildar Vegagerðarinnar, segir vonir standa til að byrja í ár á umferðaröryggisaðgerðum sem felist í fækkun tenginga. Næsta útboð yrði svo vorið 2020. Hún segir ekki fastákveðið hvaða kaflar verða í forgangi en að öllum líkindum verði það hringtorg við Grundarhverfi og vegurinn þaðan til suðurs.Líklegt er að byrjað verði á hringtorgi við Grundarhverfi og síðan haldið áfram suður.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 3,2 milljörðum króna til verksins og að því verði lokið árið 2022. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Akranes Kjósarhreppur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00 Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Semja þarf við fjölmarga landeigendur vegna breikkunar Vesturlandsvegar Landeigendur eiga von á kynningarbréfi frá Vegagerðinni í þessari viku vegna breikkunar Vesturlandsvegar. Forstöðumaður skipulagsdeildar Vegagerðarinnar segir um fjölmarga landeigendur að ræða en þeir eiga landið á öllu framkvæmdarsvæðinu, alls um níu kílómetra. 8. apríl 2019 14:30 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Sjá meira
Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00
Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30
Semja þarf við fjölmarga landeigendur vegna breikkunar Vesturlandsvegar Landeigendur eiga von á kynningarbréfi frá Vegagerðinni í þessari viku vegna breikkunar Vesturlandsvegar. Forstöðumaður skipulagsdeildar Vegagerðarinnar segir um fjölmarga landeigendur að ræða en þeir eiga landið á öllu framkvæmdarsvæðinu, alls um níu kílómetra. 8. apríl 2019 14:30
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu