Snúin staða eftir tvísýnar þingkosningar í Finnlandi Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. apríl 2019 06:45 Antti Rinne, leiðtogi Jafnaðarmanna, ásamt eiginkonu sinni, Heta Ravolainen-Rinne, koma til kosningavöku flokksins í gærkvöldi. Fréttablaðið/EPA Snúin staða virðist fram undan í finnskum stjórnmálum eftir þingkosningar sem fram fóru í landinu í gær. Þegar rúm 97 prósent atkvæða höfðu verið talin voru Jafnaðarmenn mest flest atkvæði eða 17,8 prósent. Finnaflokkurinn var næstur með 17,6 prósent. Einingarflokkurinn, sem er hægriflokkur, var í þriðja sæti með 16,8 prósent. Miðflokkurinn tapaði þó nokkru fylgi og var aðeins með 14 prósent en var stærsti flokkurinn í kosningunum 2015 með rúmlega 21 prósent atkvæða. Formaður flokksins Juha Sipilä myndaði í kjölfarið ríkisstjórn með Finnaflokknum og Einingarflokknum. Nú er ljóst að dagar hans sem forsætisráðherra eru taldir. Hann sagði í gærkvöldi að flokkurinn hefði sýnt ábyrgð á kjörtímabilinu og að margt hefði áunnist. Nú væri staðan þannig að enginn einn flokkur hefði skýrt og sterkt umboð. Nú væru fimm stórir flokkar á þinginu og það yrði ekki auðvelt að mynda nýja ríkisstjórn. Kosningaspá finnska ríkisútvarpsins YLE gerði ráð fyrir því að Jafnaðarmenn fengju 40 þingsæti, Finnaflokkurinn 39, Einingarflokkurinn 37, Miðflokkurinn 31, Græningjar 20, Vinstrabandalagið 16, Sænski þjóðarflokkurinn tíu, Kristilegir demókratar fimm og aðrir tvö þingsæti. Verði það niðurstaðan myndu stærstu breytingarnar verða að Jafnaðarmenn bættu við sig sex sætum, Græningjar fimm og Vinstrabandalagið fjórum. Miðflokkurinn myndi hins vegar tapa 18 sætum. Kannanir höfðu bent til þess að Jafnaðarmenn fengju flest atkvæði og þegar úrslit úr atkvæðagreiðslu utankjörfundar voru birt um leið og kjörstöðum var lokað virtust þær spár ætla að rætast. Þá var flokkurinn með 19,2 prósent en Finnaflokkurinn 17,2 prósent. Eftir því sem leið á talninguna dró hins vegar saman með flokkunum. Antti Rinne, leiðtogi Jafnaðarmanna, sagði eftir að forysta flokksins tók að minnka að úrslitin hefðu getað verið betri. Staðan væri þannig að ómögulegt væri að segja hvernig lokaniðurstaðan yrði. Jafnaðarmenn hafa ekki hlotið flest atkvæði í þingkosningum frá því 1999. Leiðtogi Finnaflokksins, Jussi Halla-ho, sagðist í ræðu fyrir framan stuðningsmenn sína vera hissa á þessum góða árangri flokksins. Hann tók þó fram að erfitt hefði reynst að spá fyrir um úrslit kosninganna að þessu sinni. Varðandi framhaldið sagði hann að flokkurinn ætti ekki í neinum vandræðum með að vinna með öðrum, en aðrir virtust eiga í vandræðum með að vinna með þeim. Græningjar eru fimmti stærsti flokkurinn og voru með 11,4 prósent miðað við 8,5 prósent síðast. Leiðtogi þeirra, Satu Hassi, var hæstánægð með niðurstöðuna. Góðan árangur mætti helst þakka uppgangi ungra kvenna í flokknum og það væri hún sérstaklega ánægð með. Kjörsókn var um 72 prósent sem var um tveggja prósentustiga aukning frá kosningunum 2015. Metfjöldi, eða um 36 prósent, kaus utankjörfundar. Birtist í Fréttablaðinu Finnland Tengdar fréttir Fyrstu tölur í Finnlandi: Jafnaðarmenn stærstir Antti Rinne, leiðtogi Jafnaðarmanna, gæti orðið næsti forsætisráðherra Finna. 14. apríl 2019 18:39 Mikil spenna í loftinu þegar Finnar kjósa nýtt þing Kjörstaðir opnuðu í Finnlandi klukkan 9 að staðartíma í morgun, en þingkosningar fara fram í landinu í dag. 14. apríl 2019 09:30 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira
Snúin staða virðist fram undan í finnskum stjórnmálum eftir þingkosningar sem fram fóru í landinu í gær. Þegar rúm 97 prósent atkvæða höfðu verið talin voru Jafnaðarmenn mest flest atkvæði eða 17,8 prósent. Finnaflokkurinn var næstur með 17,6 prósent. Einingarflokkurinn, sem er hægriflokkur, var í þriðja sæti með 16,8 prósent. Miðflokkurinn tapaði þó nokkru fylgi og var aðeins með 14 prósent en var stærsti flokkurinn í kosningunum 2015 með rúmlega 21 prósent atkvæða. Formaður flokksins Juha Sipilä myndaði í kjölfarið ríkisstjórn með Finnaflokknum og Einingarflokknum. Nú er ljóst að dagar hans sem forsætisráðherra eru taldir. Hann sagði í gærkvöldi að flokkurinn hefði sýnt ábyrgð á kjörtímabilinu og að margt hefði áunnist. Nú væri staðan þannig að enginn einn flokkur hefði skýrt og sterkt umboð. Nú væru fimm stórir flokkar á þinginu og það yrði ekki auðvelt að mynda nýja ríkisstjórn. Kosningaspá finnska ríkisútvarpsins YLE gerði ráð fyrir því að Jafnaðarmenn fengju 40 þingsæti, Finnaflokkurinn 39, Einingarflokkurinn 37, Miðflokkurinn 31, Græningjar 20, Vinstrabandalagið 16, Sænski þjóðarflokkurinn tíu, Kristilegir demókratar fimm og aðrir tvö þingsæti. Verði það niðurstaðan myndu stærstu breytingarnar verða að Jafnaðarmenn bættu við sig sex sætum, Græningjar fimm og Vinstrabandalagið fjórum. Miðflokkurinn myndi hins vegar tapa 18 sætum. Kannanir höfðu bent til þess að Jafnaðarmenn fengju flest atkvæði og þegar úrslit úr atkvæðagreiðslu utankjörfundar voru birt um leið og kjörstöðum var lokað virtust þær spár ætla að rætast. Þá var flokkurinn með 19,2 prósent en Finnaflokkurinn 17,2 prósent. Eftir því sem leið á talninguna dró hins vegar saman með flokkunum. Antti Rinne, leiðtogi Jafnaðarmanna, sagði eftir að forysta flokksins tók að minnka að úrslitin hefðu getað verið betri. Staðan væri þannig að ómögulegt væri að segja hvernig lokaniðurstaðan yrði. Jafnaðarmenn hafa ekki hlotið flest atkvæði í þingkosningum frá því 1999. Leiðtogi Finnaflokksins, Jussi Halla-ho, sagðist í ræðu fyrir framan stuðningsmenn sína vera hissa á þessum góða árangri flokksins. Hann tók þó fram að erfitt hefði reynst að spá fyrir um úrslit kosninganna að þessu sinni. Varðandi framhaldið sagði hann að flokkurinn ætti ekki í neinum vandræðum með að vinna með öðrum, en aðrir virtust eiga í vandræðum með að vinna með þeim. Græningjar eru fimmti stærsti flokkurinn og voru með 11,4 prósent miðað við 8,5 prósent síðast. Leiðtogi þeirra, Satu Hassi, var hæstánægð með niðurstöðuna. Góðan árangur mætti helst þakka uppgangi ungra kvenna í flokknum og það væri hún sérstaklega ánægð með. Kjörsókn var um 72 prósent sem var um tveggja prósentustiga aukning frá kosningunum 2015. Metfjöldi, eða um 36 prósent, kaus utankjörfundar.
Birtist í Fréttablaðinu Finnland Tengdar fréttir Fyrstu tölur í Finnlandi: Jafnaðarmenn stærstir Antti Rinne, leiðtogi Jafnaðarmanna, gæti orðið næsti forsætisráðherra Finna. 14. apríl 2019 18:39 Mikil spenna í loftinu þegar Finnar kjósa nýtt þing Kjörstaðir opnuðu í Finnlandi klukkan 9 að staðartíma í morgun, en þingkosningar fara fram í landinu í dag. 14. apríl 2019 09:30 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira
Fyrstu tölur í Finnlandi: Jafnaðarmenn stærstir Antti Rinne, leiðtogi Jafnaðarmanna, gæti orðið næsti forsætisráðherra Finna. 14. apríl 2019 18:39
Mikil spenna í loftinu þegar Finnar kjósa nýtt þing Kjörstaðir opnuðu í Finnlandi klukkan 9 að staðartíma í morgun, en þingkosningar fara fram í landinu í dag. 14. apríl 2019 09:30