Yfirlýsing meirihluta sögð ljót og taktlaus Ari Brynjólfsson og Lovísa Arnardóttir skrifar 15. apríl 2019 07:30 Til stendur að byggja tveggja hæða íbúðarhús á lóðinni fyrir átta íbúðir. Athugasemdafrestur rennur út á morgun. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Hátt í þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem mótmælt er byggingu búsetuúrræðis fyrir geðfatlað fólk í Hagaseli í Seljahverfi. Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar sendi frá sér yfirlýsingu fyrir helgi vegna undirskriftasöfnunarinnar þar sem varað er við fordómum gegn geðfötluðu fólki. „Ekki stafar sérstök hætta af geðfötluðu fólki og mikilvægt að ala ekki á slíkum fordómum. Það virðist þrautseig mýta að fylgni sé milli geðfötlunar og þess að beita ofbeldi,“ segir í yfirlýsingu ráðsins. Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, setur spurningarmerki við yfirlýsinguna, hún sé taktlaus þótt innihaldið sé gott og gilt.Egill Þór Jónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.MYND/HÅKON BRODER LUND„Þegar málið er sett í samhengi við það sem hefur átt sér stað í þessu hverfi, þá finnst mér rosalega ljótt af fulltrúum meirihlutans að saka íbúa um fordóma. Það er mikil tortryggni í garð borgarinnar í kjölfar þess sem gerðist með Rangársel, borgin ætti að sýna auðmýkt og vinna með íbúum frekar en á móti þeim,“ segir Egill Þór, en hann starfaði sjálfur í búsetukjarnanum Rangárseli en árið 2017 var hafist handa við að koma fyrir öryggisvistun í sama húsnæði. „Það varð allt vitlaust þegar það voru settar upp öryggisgirðingar í skjóli nætur og sérsveitin þurfti að koma oftar en einu sinni,“ segir Egill Þór, hann bætir við að engin vandamál hafi komið upp tengd búsetukjarnanum Rangárseli síðustu tvö ár.Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Pírata.Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og formaður ráðsins, segir að þótt málið sé á borði velferðarsviðs þá hafi verið ástæða til að ítreka stuðning við fatlað fólk. „Það er sífellt verið að líkja þessu við úrræði í Rangárseli, sem er öryggisvistun. En geðfatlað fólk er jafn fjölbreyttur hópur og við hin. Þessi umræða er að mörgu leyti fordómafull og tiltölulega illa upplýst.“ Egill Þór er sjálfur íbúi í hverfinu og hefur rætt við fjölmarga aðra íbúa. „Íbúarnir óttast ekki að þangað sé að fara að flytja fólk með geðraskanir. Það er í fínu lagi. Það hefur meiri áhyggjur af þessum mögulega fíknivanda.“ Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar segjast ekki hafa fengið skýr svör frá Reykjavíkurborg um hvort einstaklingar með fíknivanda verði hýstir í Hagaseli. Egill Þór segir íbúa ekki hafa fengið að segja sitt. „Ég sagði það, á lokuðum fundi í febrúar þegar þetta var á dagskrá, að í ljósi alls þess sem gerst hefur á þessu litla svæði, að það verði talað við íbúana áður en þetta verði keyrt í gegn. Það var bara hlegið að því, sem er lýsandi fyrir sýndarsamráð borgarinnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir „Það lítur út fyrir að Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna“ Íbúar í Seljahverfi í Breiðholti eru uggandi yfir fyrirhugaðri byggingu húsnæðis fyrir fólk með þungan geðrænan vanda, á sömu lóð og félagsmiðstöð barna í hverfinu. 31. mars 2019 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hátt í þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem mótmælt er byggingu búsetuúrræðis fyrir geðfatlað fólk í Hagaseli í Seljahverfi. Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar sendi frá sér yfirlýsingu fyrir helgi vegna undirskriftasöfnunarinnar þar sem varað er við fordómum gegn geðfötluðu fólki. „Ekki stafar sérstök hætta af geðfötluðu fólki og mikilvægt að ala ekki á slíkum fordómum. Það virðist þrautseig mýta að fylgni sé milli geðfötlunar og þess að beita ofbeldi,“ segir í yfirlýsingu ráðsins. Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, setur spurningarmerki við yfirlýsinguna, hún sé taktlaus þótt innihaldið sé gott og gilt.Egill Þór Jónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.MYND/HÅKON BRODER LUND„Þegar málið er sett í samhengi við það sem hefur átt sér stað í þessu hverfi, þá finnst mér rosalega ljótt af fulltrúum meirihlutans að saka íbúa um fordóma. Það er mikil tortryggni í garð borgarinnar í kjölfar þess sem gerðist með Rangársel, borgin ætti að sýna auðmýkt og vinna með íbúum frekar en á móti þeim,“ segir Egill Þór, en hann starfaði sjálfur í búsetukjarnanum Rangárseli en árið 2017 var hafist handa við að koma fyrir öryggisvistun í sama húsnæði. „Það varð allt vitlaust þegar það voru settar upp öryggisgirðingar í skjóli nætur og sérsveitin þurfti að koma oftar en einu sinni,“ segir Egill Þór, hann bætir við að engin vandamál hafi komið upp tengd búsetukjarnanum Rangárseli síðustu tvö ár.Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Pírata.Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og formaður ráðsins, segir að þótt málið sé á borði velferðarsviðs þá hafi verið ástæða til að ítreka stuðning við fatlað fólk. „Það er sífellt verið að líkja þessu við úrræði í Rangárseli, sem er öryggisvistun. En geðfatlað fólk er jafn fjölbreyttur hópur og við hin. Þessi umræða er að mörgu leyti fordómafull og tiltölulega illa upplýst.“ Egill Þór er sjálfur íbúi í hverfinu og hefur rætt við fjölmarga aðra íbúa. „Íbúarnir óttast ekki að þangað sé að fara að flytja fólk með geðraskanir. Það er í fínu lagi. Það hefur meiri áhyggjur af þessum mögulega fíknivanda.“ Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar segjast ekki hafa fengið skýr svör frá Reykjavíkurborg um hvort einstaklingar með fíknivanda verði hýstir í Hagaseli. Egill Þór segir íbúa ekki hafa fengið að segja sitt. „Ég sagði það, á lokuðum fundi í febrúar þegar þetta var á dagskrá, að í ljósi alls þess sem gerst hefur á þessu litla svæði, að það verði talað við íbúana áður en þetta verði keyrt í gegn. Það var bara hlegið að því, sem er lýsandi fyrir sýndarsamráð borgarinnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir „Það lítur út fyrir að Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna“ Íbúar í Seljahverfi í Breiðholti eru uggandi yfir fyrirhugaðri byggingu húsnæðis fyrir fólk með þungan geðrænan vanda, á sömu lóð og félagsmiðstöð barna í hverfinu. 31. mars 2019 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Það lítur út fyrir að Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna“ Íbúar í Seljahverfi í Breiðholti eru uggandi yfir fyrirhugaðri byggingu húsnæðis fyrir fólk með þungan geðrænan vanda, á sömu lóð og félagsmiðstöð barna í hverfinu. 31. mars 2019 21:00