Secret Solstice í biðstöðu í borgarráði fram yfir páska Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2019 14:42 Frá Secret Solstice tónlistarhátíðinni í Laugardalnum. Vísir/Jóhanna Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir málið þó hafa verið rætt óformlega og að allir vilji finna lausn á því. Fjárhagsvandræði Secret Solstice hafa verið áberandi í fjölmiðlum í vikunni. Bandaríska rokkhljómsveitin Slayer, sem var eitt aðalnúmera á Secret Solstice í fyrra, stefndi hátíðinni fyrir að hlunnfara sig um sextán milljónir króna, eða 133 þúsund Bandaríkjadali. Þá skuldar hátíðin Reykjavíkurborg rúmar tíu milljónir króna en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs tjáði RÚV að málið yrði tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag. Það var hins vegar ekki gert. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir í samtali við Vísi að Secret Solstice hafi þó verið rætt óformlega á fundinum. Málið sé í höndum meirihlutans en allir vilji að sjálfsögðu leysa það ef hægt er. Ómar Einarsson sviðsstjóri íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur segir í samtali við Vísi í dag að ekkert nýtt sé að frétta af stöðu hátíðarinnar að sér vitandi. Þórdís Lóa sagði í samtali við RÚV um helgina að Secret Solstice yrði ekki haldin í Reykjavík ef skuldir hátíðarinnar yrðu ekki gerðar upp. Hún hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu vegna málsins í vikunni. Greint var frá því í gær að viðræður milli Live Events, aðstandenda Secret Solstice, og rekstraraðila Fákasels í Sveitarfélaginu Ölfusi um að halda hátíðina. Víkingur Heiðar Arnórsson framkvæmdastjóri Live Events kveðst ætla að svara skriflegri fyrirspurn fréttastofu um málið síðar í dag. Borgarstjórn Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Áhugi fyrir því að halda Secret Solstice í Ölfusi Aðrir bæjar- og sveitarstjórar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar eru ekki jafnáhugasamir. 9. apríl 2019 14:40 Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48 Til skoðunar að halda Secret Solstice í Ölfusi Viðræður eru hafnar á milli stjórnenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og rekstraraðila Fákasels á Ingolfshvolium að tónlistarhátíðin verði mögulega haldin þar í sumar. 10. apríl 2019 17:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira
Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir málið þó hafa verið rætt óformlega og að allir vilji finna lausn á því. Fjárhagsvandræði Secret Solstice hafa verið áberandi í fjölmiðlum í vikunni. Bandaríska rokkhljómsveitin Slayer, sem var eitt aðalnúmera á Secret Solstice í fyrra, stefndi hátíðinni fyrir að hlunnfara sig um sextán milljónir króna, eða 133 þúsund Bandaríkjadali. Þá skuldar hátíðin Reykjavíkurborg rúmar tíu milljónir króna en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs tjáði RÚV að málið yrði tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag. Það var hins vegar ekki gert. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir í samtali við Vísi að Secret Solstice hafi þó verið rætt óformlega á fundinum. Málið sé í höndum meirihlutans en allir vilji að sjálfsögðu leysa það ef hægt er. Ómar Einarsson sviðsstjóri íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur segir í samtali við Vísi í dag að ekkert nýtt sé að frétta af stöðu hátíðarinnar að sér vitandi. Þórdís Lóa sagði í samtali við RÚV um helgina að Secret Solstice yrði ekki haldin í Reykjavík ef skuldir hátíðarinnar yrðu ekki gerðar upp. Hún hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu vegna málsins í vikunni. Greint var frá því í gær að viðræður milli Live Events, aðstandenda Secret Solstice, og rekstraraðila Fákasels í Sveitarfélaginu Ölfusi um að halda hátíðina. Víkingur Heiðar Arnórsson framkvæmdastjóri Live Events kveðst ætla að svara skriflegri fyrirspurn fréttastofu um málið síðar í dag.
Borgarstjórn Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Áhugi fyrir því að halda Secret Solstice í Ölfusi Aðrir bæjar- og sveitarstjórar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar eru ekki jafnáhugasamir. 9. apríl 2019 14:40 Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48 Til skoðunar að halda Secret Solstice í Ölfusi Viðræður eru hafnar á milli stjórnenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og rekstraraðila Fákasels á Ingolfshvolium að tónlistarhátíðin verði mögulega haldin þar í sumar. 10. apríl 2019 17:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira
Áhugi fyrir því að halda Secret Solstice í Ölfusi Aðrir bæjar- og sveitarstjórar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar eru ekki jafnáhugasamir. 9. apríl 2019 14:40
Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48
Til skoðunar að halda Secret Solstice í Ölfusi Viðræður eru hafnar á milli stjórnenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og rekstraraðila Fákasels á Ingolfshvolium að tónlistarhátíðin verði mögulega haldin þar í sumar. 10. apríl 2019 17:30