Réttindalausum kennurum fjölgar í grunnskólum Atli Ísleifsson skrifar 10. apríl 2019 09:27 Nemendur í grunnskólum á Íslandi hafa aldrei verið fleiri en haustið 2018, alls 45.904 og hafði þeim fjölgað um 1,6 prósent frá fyrra ári. vísir/vilhelm Um áttundi hver kennari sem starfaði í grunnskólum landsins síðastliðið haust var án kennsluréttinda. Hefur þeim fjölgað frá fyrra ári samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Í tilkynningu frá Hagstofunni segir að á árunum 1998 til 2008 hafi hlutfall starfsfólks án kennsluréttinda við kennslu í grunnskólum landsins verið á bilinu 13 til 20 prósent. „Eftir efnahagshrunið fækkaði réttindalausum kennurum og fór hlutfall þeirra lægst í 4,1% haustið 2012. Síðan 2012 hefur kennurum án kennsluréttinda fjölgað ár frá ári og voru 12,4% af 5.311 starfsmönnum við kennslu haustið 2018. Þá voru 657 starfsmenn við kennslu án kennsluréttinda og hafði fjölgað um 214 frá hausti 2017. Lægst var hlutfall starfsfólks við kennslu án kennsluréttinda á Norðurlandi eystra, þar sem 9,1% starfsmanna við kennslu voru án réttinda, og í Reykjavík, 9,3%. Hæst var hlutfall starfsfólks við kennslu án réttinda á Vestfjörðum, 27,7%,“ segir í tilkynningunni.Karlkyns skólastjórum fækkað verulega Þar segir ennfremur að frá hausti 1998 hafi starfsfólki við kennslu fjölgað úr rúmlega fjögur þúsund í rúmlega 5.300 haustið 2018. „Karlar við kennslu voru tæplega 1.100 haustið 1998 og hafði fækkað í rúmlega 900 haustið 2018. Á sama tíma fjölgaði konum úr tæplega 3.000 í tæplega 4.400. Frá 1998 hefur karlkyns skólastjórum fækkað verulega. Árið 1998 voru þeir 125 en voru 48 talsins haustið 2018. Á sama tíma hefur kvenskólastjórum fjölgað úr 68 í 123.“Grímseyjarskóli með þrjá nemendur Nemendur í grunnskólum á Íslandi hafa aldrei verið fleiri en haustið 2018, alls 45.904 og hafði þeim fjölgað um 1,6 prósent frá fyrra ári. Alls voru 169 grunnskólar starfandi á landinu skólaárið 2018-2019. „Fjölmennustu grunnskólar landsins skólaárið 2018-2019 eru í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur; Varmárskóli og Hörðuvallaskóli með rúmlega 900 nemendur, og Hraunvallaskóli þar sem eru tæplega 800 nemendur. Fámennasti grunnskólinn er Grímseyjarskóli þar sem 3 nemendur stunduðu nám haustið 2018.“Pólska algengasta erlenda móðurmál nemenda Loks segir að nemendum sem hafa erlent tungumál að móðurmáli hafi fjölgað ár frá ári frá því að Hagstofan hóf að safna þeim upplýsingum. „Haustið 2018 höfðu 4.874 grunnskólanemendur erlent tungumál að móðurmáli, eða 10,6% nemenda, sem er fjölgun um rúmlega 400 nemendur frá árinu áður. Hafa ber í huga að einhverjir þessara nemenda hafa einnig íslensku sem móðurmál. Algengasta erlenda móðurmál nemenda í grunnskólum er pólska, sem er töluð af rúmlega 1.700 nemendum, tæplega 350 tala filippseysk mál og á þriðja hundrað nemenda tala ensku, lithásku eða taílensku. Nemendum með erlent ríkisfang fjölgaði einnig frá fyrra ári og eru rúmlega 2.500 haustið 2018.“ Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Um áttundi hver kennari sem starfaði í grunnskólum landsins síðastliðið haust var án kennsluréttinda. Hefur þeim fjölgað frá fyrra ári samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Í tilkynningu frá Hagstofunni segir að á árunum 1998 til 2008 hafi hlutfall starfsfólks án kennsluréttinda við kennslu í grunnskólum landsins verið á bilinu 13 til 20 prósent. „Eftir efnahagshrunið fækkaði réttindalausum kennurum og fór hlutfall þeirra lægst í 4,1% haustið 2012. Síðan 2012 hefur kennurum án kennsluréttinda fjölgað ár frá ári og voru 12,4% af 5.311 starfsmönnum við kennslu haustið 2018. Þá voru 657 starfsmenn við kennslu án kennsluréttinda og hafði fjölgað um 214 frá hausti 2017. Lægst var hlutfall starfsfólks við kennslu án kennsluréttinda á Norðurlandi eystra, þar sem 9,1% starfsmanna við kennslu voru án réttinda, og í Reykjavík, 9,3%. Hæst var hlutfall starfsfólks við kennslu án réttinda á Vestfjörðum, 27,7%,“ segir í tilkynningunni.Karlkyns skólastjórum fækkað verulega Þar segir ennfremur að frá hausti 1998 hafi starfsfólki við kennslu fjölgað úr rúmlega fjögur þúsund í rúmlega 5.300 haustið 2018. „Karlar við kennslu voru tæplega 1.100 haustið 1998 og hafði fækkað í rúmlega 900 haustið 2018. Á sama tíma fjölgaði konum úr tæplega 3.000 í tæplega 4.400. Frá 1998 hefur karlkyns skólastjórum fækkað verulega. Árið 1998 voru þeir 125 en voru 48 talsins haustið 2018. Á sama tíma hefur kvenskólastjórum fjölgað úr 68 í 123.“Grímseyjarskóli með þrjá nemendur Nemendur í grunnskólum á Íslandi hafa aldrei verið fleiri en haustið 2018, alls 45.904 og hafði þeim fjölgað um 1,6 prósent frá fyrra ári. Alls voru 169 grunnskólar starfandi á landinu skólaárið 2018-2019. „Fjölmennustu grunnskólar landsins skólaárið 2018-2019 eru í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur; Varmárskóli og Hörðuvallaskóli með rúmlega 900 nemendur, og Hraunvallaskóli þar sem eru tæplega 800 nemendur. Fámennasti grunnskólinn er Grímseyjarskóli þar sem 3 nemendur stunduðu nám haustið 2018.“Pólska algengasta erlenda móðurmál nemenda Loks segir að nemendum sem hafa erlent tungumál að móðurmáli hafi fjölgað ár frá ári frá því að Hagstofan hóf að safna þeim upplýsingum. „Haustið 2018 höfðu 4.874 grunnskólanemendur erlent tungumál að móðurmáli, eða 10,6% nemenda, sem er fjölgun um rúmlega 400 nemendur frá árinu áður. Hafa ber í huga að einhverjir þessara nemenda hafa einnig íslensku sem móðurmál. Algengasta erlenda móðurmál nemenda í grunnskólum er pólska, sem er töluð af rúmlega 1.700 nemendum, tæplega 350 tala filippseysk mál og á þriðja hundrað nemenda tala ensku, lithásku eða taílensku. Nemendum með erlent ríkisfang fjölgaði einnig frá fyrra ári og eru rúmlega 2.500 haustið 2018.“
Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira