Stefnt á aukna efnistöku úr Ingólfsfjalli Sveinn Arnarsson skrifar 10. apríl 2019 06:45 Auka á efnistöku úr Ingólfsfjalli. fréttablaðið/óli kristján Fyrirhugað er að stækka Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli á næstu árum og vinna meira efni úr fjallinu til framkvæmda á Suðurlandi. Fulltrúi landeigenda og framkvæmdaaðili hafa kynnt Árborg og Ölfusi framkvæmdaáætlanir vegna fyrirhugaðrar stækkunar. Bæjarráð Árborgar fagnar stækkuninni. Á síðasta fundi bæjarráðs Árborgar var málið tekið fyrir. „Bæjarráð fagnar þeirri vinnu sem farin er af stað í þessum efnum enda eru miklir hagsmunir í húfi fyrir sveitarfélagið að náman verði starfrækt í sátt til framtíðar,“ segir í bókun fundarins. Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar, segir það skipta miklu máli að ná efni þarna úr fjallinu. „Það sem vakir helst fyrir okkur er mikilvægi þess að ná í efni stutt frá framkvæmdum í stað þess að þurfa að ná í efni lengra frá. Ef við þyrftum að gera það þá væri líklegt að húsnæðisverð yrði hærra sem og að allar framkvæmdir í bæjarfélaginu yrðu mun dýrari en nú er. Því er þetta hagsmunamál okkar að hægt sé að ná í efni í sátt við umhverfið á þessum stað,“ segir Eggert Valur. Landvernd hefur um langa hríð barist gegn þessum framkvæmdum og segir þær óafturkræfar með öllu. Skipulagsstofnun hafi einnig á síðasta áratug gefið afar neikvætt álit um framkvæmdirnar en leyfisveitandinn, Árborg, hafi farið gegn álitinu. „Við höfum alla tíð barist gegn þessum framkvæmdum í Ingólfsfjalli með þessum árangri, það er að segja, engum,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Eggert Valur er sammála því að auðvitað sé námuvinnsla í fjallinu ekki til þess fallin að fegra fjallið. „Auðvitað er þetta lýti, en það verður ekki bæði sleppt og haldið í þessum efnum,“ segir Eggert Valur. „Hins vegar höfum við séð tölvumyndir af svæðinu og þegar framkvæmdatíma lýkur á þetta nú að líta ágætlega út.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Ölfus Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Fyrirhugað er að stækka Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli á næstu árum og vinna meira efni úr fjallinu til framkvæmda á Suðurlandi. Fulltrúi landeigenda og framkvæmdaaðili hafa kynnt Árborg og Ölfusi framkvæmdaáætlanir vegna fyrirhugaðrar stækkunar. Bæjarráð Árborgar fagnar stækkuninni. Á síðasta fundi bæjarráðs Árborgar var málið tekið fyrir. „Bæjarráð fagnar þeirri vinnu sem farin er af stað í þessum efnum enda eru miklir hagsmunir í húfi fyrir sveitarfélagið að náman verði starfrækt í sátt til framtíðar,“ segir í bókun fundarins. Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar, segir það skipta miklu máli að ná efni þarna úr fjallinu. „Það sem vakir helst fyrir okkur er mikilvægi þess að ná í efni stutt frá framkvæmdum í stað þess að þurfa að ná í efni lengra frá. Ef við þyrftum að gera það þá væri líklegt að húsnæðisverð yrði hærra sem og að allar framkvæmdir í bæjarfélaginu yrðu mun dýrari en nú er. Því er þetta hagsmunamál okkar að hægt sé að ná í efni í sátt við umhverfið á þessum stað,“ segir Eggert Valur. Landvernd hefur um langa hríð barist gegn þessum framkvæmdum og segir þær óafturkræfar með öllu. Skipulagsstofnun hafi einnig á síðasta áratug gefið afar neikvætt álit um framkvæmdirnar en leyfisveitandinn, Árborg, hafi farið gegn álitinu. „Við höfum alla tíð barist gegn þessum framkvæmdum í Ingólfsfjalli með þessum árangri, það er að segja, engum,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Eggert Valur er sammála því að auðvitað sé námuvinnsla í fjallinu ekki til þess fallin að fegra fjallið. „Auðvitað er þetta lýti, en það verður ekki bæði sleppt og haldið í þessum efnum,“ segir Eggert Valur. „Hins vegar höfum við séð tölvumyndir af svæðinu og þegar framkvæmdatíma lýkur á þetta nú að líta ágætlega út.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Ölfus Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira