Hljóp heilt maraþon en komst bókstaflega ekki yfir marklínuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 10:00 Lukas Bates fær hér hjálp við að komast yfir marklínuna. AP/Alastair Grant Eliud Kipchoge og Brigid Kosgei frá Kenía unnu sigur í London maraþoninu um helgina og setti Kipchoge meðal annars brautarmet. Það var þó annar hlaupari sem stal eiginlega senunni. Hlauparinn sem margir eru að tala um á samfélagsmiðlum er sá sem ákvað að hlaupa heilt maraþon í Big Ben búningi. Það voru samt ekki lappirnar eða lungum sem klikkuðu hjá honum. Lukas Bates heitir hlauparinn og hann var að reyna að setja heimsmet hjá Guinness World Records Book með því að vera fljótastur til að hlaupa heilt maraþon í búningi þekkts kennileitis. Honum tókst að klára kílómetrana 42 og leit bara nokkuð vel út á lokasprettinum enda byrjuðu vandræðin hans ekki fyrr en í markinu eins og sjá má hér fyrir neðan.This is not what you need after 26.2 miles. pic.twitter.com/ZkmJftX0Hv — BBC Sport (@BBCSport) April 28, 2019Lukas Bates komst bókstaflega ekki yfir marklínuna því búningurinn hans var of hár fyrir markið. Úr varð því mjög skrautlega og fyndin uppákoma við marklínuna og fékk umræddur hlaupari á endanum hjálp við að komast í mark. Tími Lukas Bates var þrír klukkutímar og 54 mínútur og tókst honum ekki að slá metið sem er áfram þrír klukkutímar, 34 mínútur og 34 sekúndur. BBC hefur eftir Lukas Bates að hans besti tími í eðlilegum fötum var tveir klukkutímar og 59 mínútur. Hann var að hlaupa London maraþonið í fimmta sinn og vildi gera eitthvað öðruvísi í þetta skiptið. Hann komst á endanum í fréttirnar en hefði þó alltaf valið heimsmetið yfir klúðrið við marklínuna. Bretland Hlaup Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Fleiri fréttir Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Sjá meira
Eliud Kipchoge og Brigid Kosgei frá Kenía unnu sigur í London maraþoninu um helgina og setti Kipchoge meðal annars brautarmet. Það var þó annar hlaupari sem stal eiginlega senunni. Hlauparinn sem margir eru að tala um á samfélagsmiðlum er sá sem ákvað að hlaupa heilt maraþon í Big Ben búningi. Það voru samt ekki lappirnar eða lungum sem klikkuðu hjá honum. Lukas Bates heitir hlauparinn og hann var að reyna að setja heimsmet hjá Guinness World Records Book með því að vera fljótastur til að hlaupa heilt maraþon í búningi þekkts kennileitis. Honum tókst að klára kílómetrana 42 og leit bara nokkuð vel út á lokasprettinum enda byrjuðu vandræðin hans ekki fyrr en í markinu eins og sjá má hér fyrir neðan.This is not what you need after 26.2 miles. pic.twitter.com/ZkmJftX0Hv — BBC Sport (@BBCSport) April 28, 2019Lukas Bates komst bókstaflega ekki yfir marklínuna því búningurinn hans var of hár fyrir markið. Úr varð því mjög skrautlega og fyndin uppákoma við marklínuna og fékk umræddur hlaupari á endanum hjálp við að komast í mark. Tími Lukas Bates var þrír klukkutímar og 54 mínútur og tókst honum ekki að slá metið sem er áfram þrír klukkutímar, 34 mínútur og 34 sekúndur. BBC hefur eftir Lukas Bates að hans besti tími í eðlilegum fötum var tveir klukkutímar og 59 mínútur. Hann var að hlaupa London maraþonið í fimmta sinn og vildi gera eitthvað öðruvísi í þetta skiptið. Hann komst á endanum í fréttirnar en hefði þó alltaf valið heimsmetið yfir klúðrið við marklínuna.
Bretland Hlaup Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Fleiri fréttir Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Sjá meira