Misræmi í fjárhagsáætlun þriðjungs sveitarfélaga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. apríl 2019 13:23 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frumkvæðisathugun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins leiddi í ljós að framkvæmd fjárhagsáætlana ársins 2016 var ekki í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga hjá að minnsta kosti þriðjungi sveitarfélaga landsins. Athugunin var gerð eftir samanburð ráðuneytisins á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár. Sá samanburður leiddi í ljós verulegt misræmi, bæði í rekstri og fjárfestingum. Alls var óskað eftir upplýsingum frá 26 sveitarfélögum þar sem misræmi á milli fjárhagsáætlunar og ársreiknings nam meira en 5% á árinu 2016. „Þeim sveitarfélögum sem þarna áttu í hlut hefur verið gerð grein fyrir niðurstöðunum og ég lít svo á að frumkvæðisathugun sem þessi sé ekki síst auðvitað til að kanna hvernig framkvæmdin er í dag og til að vera leiðbeinandi fyrir þessi sveitarfélög og öll önnur varðandi eftirfylgni með fjárhagsáætlun,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Athugunin leiddi í ljós að töluverður misbrestur var á því að leitað væri heimildar sveitarstjórnar fyrir auknum útgjöldum og fjárfestingum áður en til þeirra var stofnað. „Með nýjum sveitarstjórnarlögum sem tóku gildi árið 2011 varð breyting á þannig að fjárhagsáætlun er samkvæmt lögum bindandi plagg og óheimilt að víkja frá henni. Þetta er eitthvað sem sveitarstjórnir almennt gera sér grein fyrir en stundum geta aðstæður verið þannig að þau eru að bregðast við eftir á. Það eru kannski langtímaveikindi einhvers staðar sem þú vonast til að valdi ekki kostnaðarauka en þau gera það, þannig það getur þurft að bregðast við en ég held að allar sveitastjórnir fari bara vel yfir niðurstöðu athugunar og vinna í samræmi við lögin,“ sagði Aldís. Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Frumkvæðisathugun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins leiddi í ljós að framkvæmd fjárhagsáætlana ársins 2016 var ekki í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga hjá að minnsta kosti þriðjungi sveitarfélaga landsins. Athugunin var gerð eftir samanburð ráðuneytisins á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár. Sá samanburður leiddi í ljós verulegt misræmi, bæði í rekstri og fjárfestingum. Alls var óskað eftir upplýsingum frá 26 sveitarfélögum þar sem misræmi á milli fjárhagsáætlunar og ársreiknings nam meira en 5% á árinu 2016. „Þeim sveitarfélögum sem þarna áttu í hlut hefur verið gerð grein fyrir niðurstöðunum og ég lít svo á að frumkvæðisathugun sem þessi sé ekki síst auðvitað til að kanna hvernig framkvæmdin er í dag og til að vera leiðbeinandi fyrir þessi sveitarfélög og öll önnur varðandi eftirfylgni með fjárhagsáætlun,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Athugunin leiddi í ljós að töluverður misbrestur var á því að leitað væri heimildar sveitarstjórnar fyrir auknum útgjöldum og fjárfestingum áður en til þeirra var stofnað. „Með nýjum sveitarstjórnarlögum sem tóku gildi árið 2011 varð breyting á þannig að fjárhagsáætlun er samkvæmt lögum bindandi plagg og óheimilt að víkja frá henni. Þetta er eitthvað sem sveitarstjórnir almennt gera sér grein fyrir en stundum geta aðstæður verið þannig að þau eru að bregðast við eftir á. Það eru kannski langtímaveikindi einhvers staðar sem þú vonast til að valdi ekki kostnaðarauka en þau gera það, þannig það getur þurft að bregðast við en ég held að allar sveitastjórnir fari bara vel yfir niðurstöðu athugunar og vinna í samræmi við lögin,“ sagði Aldís.
Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira