Almennt þarf hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. apríl 2019 19:00 Sóttvarnalæknir segir að almennt þurfi hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríusmiti en þungaðar konur og fólk með ónæmisbælandi sjúkdóma þurfi að huga að mataræði sínu. Tilfellum listeríusmits hefur fjölgað á undanförnum árum. Embætti landlæknis greindi frá því á dögum að kona á fimmtugsaldri, með undirliggjandi ónæmisbælingu, hafi veikst af listeríusýkingu í upphafi ársins og látist um hálfum mánuði síðar af völdum sýkingarinnar. Þetta er fyrsta dauðsfallið á þessu ári en í fyrra veiktust þrír og árið 2017 létust fjórir af þeim sjö sem veiktust. Sóttvarnarlæknir segir sjúkdóminn sjaldgæfan og að tilfellin komi séu í hrinum. „Þegar maður lítur nokkur ár aftur í tímann að þá virðist sem svo að þessum tilfellum sé að fjölga en þetta eru sjaldgæfir sjúkdómar og þeir hafa tilhneigingu til að koma í hrinum. Gerist ekkert í einhver ár og svo koma þau nokkrum saman ein árin. En þeim gæti verið að fjölga já,” segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknirvísir/BaldurNokkrir hópar eru útsettir fyrir því að smitastNokkrir hópar eru útsettir fyrir því að smitast og má þar nefna þungaðar konur og fólk á ónæmisbælandi lyfjum eða með ónæmisbælandi sjúkdóma. Við ífarandi sýkingu getur bakterían borist út í blóðið og valdið blóðsýkingu, en einnig sækir hún í miðtaugakerfið og leiðir í þeim tilfellum til heilahimnubólgu. Einkenni geta í upphafi verið mismikil og lýst sér sem vanþrif og léleg matarlyst hjá nýfæddum börnum. Einkennin geta líka verið bráð með hita, höfuðverk, ógleði, uppköstum og alvarlegu blóðþrýstingsfalli. Konan sem lést á þessu ári hafði neytt reyktan og grafinn lax frá fyrirtækinu Ópal sjávarfang. Við eftirlit Matvælastofnunnar fannst listeríusmit víða á starfstöð fyrirtækisins og var öll starfsemi stöðvuð í byrjun febrúar en hófst aftur, undir eftirliti undir lok sama mánaðar.Nú hefur neyslumynstur þjóðarinnar verið að breytast. Hrámeti er orðið vinsælla. Telur þú að fólk þurfi að hafa varan á? “Allur almenningur þarf í sjálfu sér ekki að gera það og þetta er ekki baktería sem að sýkir öllu jöfnu hraust fólk en það er fyrst og fremst þessi einstaklingar með ónæmisbælandi sjúkdóma og á ónæmisbælandi lyfjum og svo þungaðar konur sem að þurfa að huga að sínu mataræði,” segir Þórólfur. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjölgun listeríusýkinga Listeríusýkingum hefur fjölgað undanfarna áratugi hér á landi en kona á fimmtugsaldri lést eftir að hafa borða sýktan lax um síðustu jól. Bakterían veldur nánast aldrei sjúkdómi hjá fullfrísku ungu fólki. Hár aldur, mikil áfengisneysla og skerðing á ónæmiskerfi auka mikið líkur á sýkingu. 24. apríl 2019 12:15 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að almennt þurfi hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríusmiti en þungaðar konur og fólk með ónæmisbælandi sjúkdóma þurfi að huga að mataræði sínu. Tilfellum listeríusmits hefur fjölgað á undanförnum árum. Embætti landlæknis greindi frá því á dögum að kona á fimmtugsaldri, með undirliggjandi ónæmisbælingu, hafi veikst af listeríusýkingu í upphafi ársins og látist um hálfum mánuði síðar af völdum sýkingarinnar. Þetta er fyrsta dauðsfallið á þessu ári en í fyrra veiktust þrír og árið 2017 létust fjórir af þeim sjö sem veiktust. Sóttvarnarlæknir segir sjúkdóminn sjaldgæfan og að tilfellin komi séu í hrinum. „Þegar maður lítur nokkur ár aftur í tímann að þá virðist sem svo að þessum tilfellum sé að fjölga en þetta eru sjaldgæfir sjúkdómar og þeir hafa tilhneigingu til að koma í hrinum. Gerist ekkert í einhver ár og svo koma þau nokkrum saman ein árin. En þeim gæti verið að fjölga já,” segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknirvísir/BaldurNokkrir hópar eru útsettir fyrir því að smitastNokkrir hópar eru útsettir fyrir því að smitast og má þar nefna þungaðar konur og fólk á ónæmisbælandi lyfjum eða með ónæmisbælandi sjúkdóma. Við ífarandi sýkingu getur bakterían borist út í blóðið og valdið blóðsýkingu, en einnig sækir hún í miðtaugakerfið og leiðir í þeim tilfellum til heilahimnubólgu. Einkenni geta í upphafi verið mismikil og lýst sér sem vanþrif og léleg matarlyst hjá nýfæddum börnum. Einkennin geta líka verið bráð með hita, höfuðverk, ógleði, uppköstum og alvarlegu blóðþrýstingsfalli. Konan sem lést á þessu ári hafði neytt reyktan og grafinn lax frá fyrirtækinu Ópal sjávarfang. Við eftirlit Matvælastofnunnar fannst listeríusmit víða á starfstöð fyrirtækisins og var öll starfsemi stöðvuð í byrjun febrúar en hófst aftur, undir eftirliti undir lok sama mánaðar.Nú hefur neyslumynstur þjóðarinnar verið að breytast. Hrámeti er orðið vinsælla. Telur þú að fólk þurfi að hafa varan á? “Allur almenningur þarf í sjálfu sér ekki að gera það og þetta er ekki baktería sem að sýkir öllu jöfnu hraust fólk en það er fyrst og fremst þessi einstaklingar með ónæmisbælandi sjúkdóma og á ónæmisbælandi lyfjum og svo þungaðar konur sem að þurfa að huga að sínu mataræði,” segir Þórólfur.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjölgun listeríusýkinga Listeríusýkingum hefur fjölgað undanfarna áratugi hér á landi en kona á fimmtugsaldri lést eftir að hafa borða sýktan lax um síðustu jól. Bakterían veldur nánast aldrei sjúkdómi hjá fullfrísku ungu fólki. Hár aldur, mikil áfengisneysla og skerðing á ónæmiskerfi auka mikið líkur á sýkingu. 24. apríl 2019 12:15 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira
Fjölgun listeríusýkinga Listeríusýkingum hefur fjölgað undanfarna áratugi hér á landi en kona á fimmtugsaldri lést eftir að hafa borða sýktan lax um síðustu jól. Bakterían veldur nánast aldrei sjúkdómi hjá fullfrísku ungu fólki. Hár aldur, mikil áfengisneysla og skerðing á ónæmiskerfi auka mikið líkur á sýkingu. 24. apríl 2019 12:15