Ílengist í dómsmálum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. apríl 2019 07:00 Þórdís Kolbrún tekur hér við lyklunum hjá Sigríði þann 14. mars síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen er sögð mjög áfram um að setjast aftur í stól dómsmálaráðherra en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er breytinga á ráðherraskipan í ríkisstjórn ekki að vænta alveg á næstunni og líklega ekki fyrr en eftir þinglok í vor. Þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við dómsmálaráðuneytinu um miðjan síðasta mánuð sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins að um bráðabirgðaráðstöfun væri að ræða og Þórdís myndi gegna báðum ráðherrastöðum í nokkrar vikur. Framhaldið yrði metið með þingflokki Sjálfstæðisflokksins og samhliða því yrði að skipta verkum upp á nýtt í þingflokknum. Nú eru tæpar sex vikur liðnar frá því Þórdís tók við dómsmálunum og þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við segja ekki mikla hreyfingu á málinu. Líklegt sé að beðið verði með breytingar þar til eftir þinglok í vor til að halda ró í þingflokknum, enda þeir þingmenn sem hafa áhuga á embættinu líklegri til að vera samstarfsfúsir meðan embættinu er óráðstafað. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis lýkur vorþingi 5. júní. Þau sem helst hafa verið orðuð við ráðuneytið eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Birgir Ármannsson. Þórdís Kolbrún mun ekki vilja láta sitt ráðuneyti laust en hún hefur gegnt stöðu ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í tæp tvö og hálf ár. Því þykir ekki líklegt að hrókerað verði í ríkisstjórn með þeim hætti að hún fari yfir í dómsmálin en nýr ráðherra komi inn í hennar ráðuneyti. Var þingmaðurinn Haraldur Benediktsson sérstaklega nefndur í þessu tilliti en einnig að Kristján Þór Júlíusson færi mögulega í iðnaðarráðuneytið og Haraldur í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin. Þórdís Kolbrún heldur hins vegar í sitt ráðuneyti og ekki þykir líklegt að farið verði gegn vilja varaformannsins. Þær breytingar á þingflokki Sjálfstæðisflokksins sem Bjarni vísaði til um miðjan mars, gætu tekið til formennsku í utanríkismálanefnd sem Áslaug Arna gegnir og til formennsku í þingflokknum sem Birgir Ármannsson fer með. Bæði hafa þau verið orðuð við dómsmálaráðuneytið og ljóst að fela þyrfti öðrum hlutverk þess sem flyttist í dómsmálaráðuneytið. Þá hefur Sigríði Andersen enn ekki verið falið sérstakt hlutverk í þingflokknum. Samkvæmt þingsköpum á þingmaður rétt á sæti í minnst einni fastanefnd en Sigríður hefur enn ekki tekið fast sæti í neinni af nefndum þingsins og er hún sögð sækja það fast að setjast aftur í ráðherrastól nú þegar búið er að ákveða að vísa Landsréttarmálinu til efri deildar Mannréttindadómstóls Evrópu. Sigríður lét þess sérstaklega getið þegar hún sagði af sér að hún viki aðeins tímabundið til hliðar meðan unnið væri úr þeirri stöðu sem upp kom þegar Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm sinn í Landsréttarmálinu. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við telja þó ekki líklegt að Sigríður setjist aftur í ráðherrastól að svo stöddu og líklega ekki fyrr en í fyrsta lagi þegar lokaniðurstaða er komin í Landsdómsmálið í Strassborg. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Sigríður Á. Andersen er sögð mjög áfram um að setjast aftur í stól dómsmálaráðherra en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er breytinga á ráðherraskipan í ríkisstjórn ekki að vænta alveg á næstunni og líklega ekki fyrr en eftir þinglok í vor. Þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við dómsmálaráðuneytinu um miðjan síðasta mánuð sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins að um bráðabirgðaráðstöfun væri að ræða og Þórdís myndi gegna báðum ráðherrastöðum í nokkrar vikur. Framhaldið yrði metið með þingflokki Sjálfstæðisflokksins og samhliða því yrði að skipta verkum upp á nýtt í þingflokknum. Nú eru tæpar sex vikur liðnar frá því Þórdís tók við dómsmálunum og þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við segja ekki mikla hreyfingu á málinu. Líklegt sé að beðið verði með breytingar þar til eftir þinglok í vor til að halda ró í þingflokknum, enda þeir þingmenn sem hafa áhuga á embættinu líklegri til að vera samstarfsfúsir meðan embættinu er óráðstafað. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis lýkur vorþingi 5. júní. Þau sem helst hafa verið orðuð við ráðuneytið eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Birgir Ármannsson. Þórdís Kolbrún mun ekki vilja láta sitt ráðuneyti laust en hún hefur gegnt stöðu ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í tæp tvö og hálf ár. Því þykir ekki líklegt að hrókerað verði í ríkisstjórn með þeim hætti að hún fari yfir í dómsmálin en nýr ráðherra komi inn í hennar ráðuneyti. Var þingmaðurinn Haraldur Benediktsson sérstaklega nefndur í þessu tilliti en einnig að Kristján Þór Júlíusson færi mögulega í iðnaðarráðuneytið og Haraldur í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin. Þórdís Kolbrún heldur hins vegar í sitt ráðuneyti og ekki þykir líklegt að farið verði gegn vilja varaformannsins. Þær breytingar á þingflokki Sjálfstæðisflokksins sem Bjarni vísaði til um miðjan mars, gætu tekið til formennsku í utanríkismálanefnd sem Áslaug Arna gegnir og til formennsku í þingflokknum sem Birgir Ármannsson fer með. Bæði hafa þau verið orðuð við dómsmálaráðuneytið og ljóst að fela þyrfti öðrum hlutverk þess sem flyttist í dómsmálaráðuneytið. Þá hefur Sigríði Andersen enn ekki verið falið sérstakt hlutverk í þingflokknum. Samkvæmt þingsköpum á þingmaður rétt á sæti í minnst einni fastanefnd en Sigríður hefur enn ekki tekið fast sæti í neinni af nefndum þingsins og er hún sögð sækja það fast að setjast aftur í ráðherrastól nú þegar búið er að ákveða að vísa Landsréttarmálinu til efri deildar Mannréttindadómstóls Evrópu. Sigríður lét þess sérstaklega getið þegar hún sagði af sér að hún viki aðeins tímabundið til hliðar meðan unnið væri úr þeirri stöðu sem upp kom þegar Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm sinn í Landsréttarmálinu. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við telja þó ekki líklegt að Sigríður setjist aftur í ráðherrastól að svo stöddu og líklega ekki fyrr en í fyrsta lagi þegar lokaniðurstaða er komin í Landsdómsmálið í Strassborg.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira