Spyrillinn spurði hljómsveitarmeðlimi hvort Íslendingar væru hræddir um að Hatari ynni keppnina og kæmi í kjölfarið með hana til Íslands. Matthías greip boltann á lofti og sagði sveitina afar spennta fyrir slíkri niðurstöðu.
„Við höfum þegar skrifað íslensku þjóðinni opinbera afsökunarbeiðni okkar, skyldum við vinna. Af því að ég held að það [sigurinn] myndi reynast íslenska efnahagnum erfitt en þetta er auðvitað hluti af áætlun okkar, að byrja á efnahagnum heima og nota Eurovision sem stökkpall til að brjóta hann niður,“ sagði Matthías.
„En það væri auðvitað mjög gaman að vinna og koma með hana heim,“ bætti hann við.